Síða 1 af 1
Beinskiptur Cherokee
Posted: 16.júl 2011, 13:43
frá joias
Daginn. Veit einhver hvort að gírkassi aftan á 2,4L Cherokke vél passi á 4L high output vélina? Ef ekki, er þá einhver annar kassi sem hægt er að nota.
Re: Beinskiptur Cherokee
Posted: 16.júl 2011, 16:26
frá Stebbi
Ef þetta er AX-5 þá ætti hann að passa en þú gætir lennt í því að taka millikassann með.
Re: Beinskiptur Cherokee
Posted: 16.júl 2011, 17:00
frá jeepson
Er ekki AX15 á 4l bílnum?
Re: Beinskiptur Cherokee
Posted: 16.júl 2011, 17:06
frá Freyr
Oftast (veit ekki hvort það var alltaf) var AX-15 kassi aftaná 4 lítra vélunum og hann er léttur og sterkur og dugar vel í þessum bílum. Allir aðrir kassar sem komu í þessum bílum eru drasl eftir því sem ég best veit, t.d. kassar frá Peugeot.
Freyr
Re: Beinskiptur Cherokee
Posted: 17.júl 2011, 00:03
frá Stebbi
Komu ekki fyrstu 4L bílarnir með AX-5 og svo var uppfært í AX-15 í kringum '93 þegar margt annað breytist í JEEP. Td þá eru allir bílar fyrir seinni hluta '91 með 21 rillu input á millikassa og á þeim árum er hægt að fá bæði AX-5 og AX-15 með 21 rillu output. Þessvegna fer það eftir árgerðum hvort millikassinn þurfi að fylgja gírkassanum ef það á að fara að setja gírkassa af 2.5 vélini yfir á 4.0.