Jafnvægisstilling á jeppadekkjum

User avatar

Höfundur þráðar
Seraphim
Innlegg: 62
Skráður: 07.feb 2010, 17:26
Fullt nafn: Þorvaldur Helgi Sigurpálsson
Staðsetning: Akureyri

Jafnvægisstilling á jeppadekkjum

Postfrá Seraphim » 14.júl 2011, 10:49

Sælir

Ég er í brasi með að fá dekkin hjá mér til að vera til friðs. Ég er búinn að fara með þau í ballanseringu hjá 2 fyrirtækjum og er ekki enn sáttur. Hvað er til ráða í svona stöðu? Felgurnar eru nýjar og breikkaðar hjá Felgur.is og dekkin Arctic Trucks 38".

Hefur einhver reynslu af þessu?

http://www.youtube.com/watch?v=eq263AYgyYg


Kveðja
Þorvaldur Helgi

User avatar

draugsii
Innlegg: 305
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hilmar Ingimundarson
Bíltegund: Toyota Hilux 93
Staðsetning: Akureyri

Re: Jafnvægisstilling á jeppadekkjum

Postfrá draugsii » 14.júl 2011, 17:22

ertu búin að láta setja þau í veghermi?
1993 árg Toyota Hilux (hvaðan kemur þetta Hilux ??) 35 - 36"
22RE bensínrokkur (rétt dugar til að skila honum áfram á jafnsléttu)
kominn á 38” og með 22RTE sem er heldur snarpari en gamla og svo gafst hún upp og er kominn með
1kz-te
Kv Hilmar

User avatar

Höfundur þráðar
Seraphim
Innlegg: 62
Skráður: 07.feb 2010, 17:26
Fullt nafn: Þorvaldur Helgi Sigurpálsson
Staðsetning: Akureyri

Re: Jafnvægisstilling á jeppadekkjum

Postfrá Seraphim » 14.júl 2011, 18:42

Sæll Hilmar

Nei, það hef ég ekki gert. Það kostar lygilega mikið að setja þau í veghermi og er ég ekki tilbúinn að eyða þeirri upphæð uppá von og óvon. Hafa menn bara gott um þá aðgerð að segja?
Kveðja
Þorvaldur Helgi

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Jafnvægisstilling á jeppadekkjum

Postfrá jeepson » 14.júl 2011, 18:54

Hvernig eru felgurnar eftir að þær voru breikkaðar??
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Höfundur þráðar
Seraphim
Innlegg: 62
Skráður: 07.feb 2010, 17:26
Fullt nafn: Þorvaldur Helgi Sigurpálsson
Staðsetning: Akureyri

Re: Jafnvægisstilling á jeppadekkjum

Postfrá Seraphim » 14.júl 2011, 19:07

Sæll

Felgurnar eru í góðu lagi, þær voru planaðar eins og það er kallað og ég hef spurf þá sem ballanseruðu hvernig felgurnar séu og þeir segja að þær séu í lagi.
Kveðja
Þorvaldur Helgi

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Jafnvægisstilling á jeppadekkjum

Postfrá Sævar Örn » 14.júl 2011, 19:09

Hæhæ, hefurðu fengið einhvern til að keyra á eftir bílnum þínum? Hefi margoft séð menn láta ballansera aftur og aftur og fyrir rest kemur í ljós boginn öxull/öxlar að aftan.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


KÁRIMAGG
Innlegg: 579
Skráður: 01.feb 2010, 12:59
Fullt nafn: Kári Freyr Magnússon

Re: Jafnvægisstilling á jeppadekkjum

Postfrá KÁRIMAGG » 14.júl 2011, 19:53

Seraphim wrote:Sælir

Ég er í brasi með að fá dekkin hjá mér til að vera til friðs. Ég er búinn að fara með þau í ballanseringu hjá 2 fyrirtækjum og er ekki enn sáttur. Hvað er til ráða í svona stöðu? Felgurnar eru nýjar og breikkaðar hjá Felgur.is og dekkin Arctic Trucks 38".

Hefur einhver reynslu af þessu?

http://www.youtube.com/watch?v=eq263AYgyYg

Já ég vinn hjá BJB og við erum held ég einir á landinu með þetta efni sem heitir EASY BALLANCE sem er í raun sandur sem er settur inn í dekkin og virkar eins og á þessu videoi en veit ekki til að þetta hafi verið prófað í stærri dekkjum en 32" en virkaði vel í þeim

User avatar

Höfundur þráðar
Seraphim
Innlegg: 62
Skráður: 07.feb 2010, 17:26
Fullt nafn: Þorvaldur Helgi Sigurpálsson
Staðsetning: Akureyri

Re: Jafnvægisstilling á jeppadekkjum

Postfrá Seraphim » 15.júl 2011, 10:38

Sævar Örn wrote:Hæhæ, hefurðu fengið einhvern til að keyra á eftir bílnum þínum? Hefi margoft séð menn láta ballansera aftur og aftur og fyrir rest kemur í ljós boginn öxull/öxlar að aftan.


Sæll

Nei ég hef ekki gert það en ég er búinn að stilla honum upp á búkka og láta dekkin snúast og gat ekki séð að öxlar væru bognir.
Kveðja
Þorvaldur Helgi


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur