Síða 1 af 1

Bara fyrir Jeep?

Posted: 12.júl 2011, 12:32
frá hobo
Ég trúi þessu ekki, Nyrðra Fjallabak er bara opið fyrir 4x4 Jeep!!

http://visir.is/ny-skilti-fyrir-erlenda-ferdamenn/article/2011110719710

Re: Bara fyrir Jeep?

Posted: 12.júl 2011, 14:49
frá Doror
Maður ætti kannski að skella sér.

Re: Bara fyrir Jeep?

Posted: 12.júl 2011, 18:09
frá jeepson
Greinilegt að ég verð að fá mér jeep aftur :p

Re: Bara fyrir Jeep?

Posted: 12.júl 2011, 21:14
frá Sævar Örn
Spurning um að taka það upp á video er ég ralla fjallabakið á súbbarúinum, 4x4 jeep my ***

Re: Bara fyrir Jeep?

Posted: 12.júl 2011, 22:08
frá AgnarBen
Fór þetta einmitt á sunnudaginn á mínum Jeep ......... og með fellihýsið ;-)

Re: Bara fyrir Jeep?

Posted: 12.júl 2011, 23:11
frá Ingaling
Þetta undirstrikar bara kenninguna; Jeppi sé ekki jeppi nema á honum standi Jeep...

Re: Bara fyrir Jeep?

Posted: 12.júl 2011, 23:58
frá Einar
Það finnst mörgum enskumælandi furðulegt þegar íslendingar fara að tala um fjórhjóladrifsbíla sem "Jeeps", þessi yfirfærsla á tegundarheiti yfir á almennt orð yfir fjórhjóladrifsbíla er séríslenskt fyrirbrigði og er óþekkt í enskumælandi löndum. Það er alveg ótrúlegt að þessi villa skuli hafa ratað á opinbert skilti sem á að vara fólk við hættu.

En eins og Ingi "Ingaling" bendir á er þetta náttúrulega satt, jeppi er ekki jeppi nema á honum standi "JEEP"