Síða 1 af 1

Bækur

Posted: 08.júl 2011, 12:43
frá Svenni30
Hvaða bækur eru til um jeppamensku. Er búinn að panta mér, Ekið um óbyggðir og er að lesa bókina Á fjöllum lofar góðu.
Svo veit ég um Utan alfaraleiða ( http://bokatidindi.oddi.is/listi/bokave ... angur=2005 )
Eru til fleiri sem þið vitið um ? alltaf gaman að lesa svona sögur.

Re: Bækur

Posted: 08.júl 2011, 14:12
frá SIE
Ég hef lesið og ferðast eftir bókunum hans Páls Ásgeirs Ásgeirssonar eins og t.d.

Hálendishandbókin - http://www.heimur.is/heimur/askrift_og_vorur/product_details/halendishandbokin_3_22587043.product.aspx

Bíll og bakpoki - http://www.forlagid.is/?p=6132

Útivistarbókin - http://www.forlagid.is/?p=4283

Allt góðar bækur að mínu mati, skemmtilegar, fróðlegar og gagnlegar

Re: Bækur

Posted: 08.júl 2011, 22:35
frá Kalli
SIE wrote:Ég hef lesið og ferðast eftir bókunum hans Páls Ásgeirs Ásgeirssonar eins og t.d.

Hálendishandbókin - http://www.heimur.is/heimur/askrift_og_vorur/product_details/halendishandbokin_3_22587043.product.aspx

Bíll og bakpoki - http://www.forlagid.is/?p=6132

Útivistarbókin - http://www.forlagid.is/?p=4283

Allt góðar bækur að mínu mati, skemmtilegar, fróðlegar og gagnlegar


Ég vona að þið kaupið ekkert af þessum Pál Ásgeirs

Re: Bækur

Posted: 09.júl 2011, 01:15
frá Stjóni
Þú ert að lesa rangan Pál, í stað Páls Ásgers ættir þú að lesa Pál Arason. Bókin "Áfram skröltir hann þó" er skemmtileg á köflum

Re: Bækur

Posted: 09.júl 2011, 13:10
frá Svenni30
Ég var að klára bókina Á Fjöllum eftir Jón G. Snæland. Alveg frábær lesnig, Skemmtilegar sögur og kallinn er fjandi góður penni.
Ég hef aldrei lesið eftir Pál Ásgeir. Hvað hafa menn á móti honum ? spyr sá sem ekki veit

Re: Bækur

Posted: 09.júl 2011, 19:23
frá oggi
Páll Ásgeir vill takmarka aðgang allra nema göngufólks að hálendinu og hefur barist fyrir því leynt og ljóst prófaðu bara að googla hann þú finnur þá margar bloggfærslur eftir hann þar sem skoðarnir hans koma í ljós hann hefur líka skrifað hér á þessari síðu

Re: Bækur

Posted: 09.júl 2011, 19:39
frá Svenni30
Já ég skil. Var búinn að gleyma þessu. Var búinn að heyra um þennan mann, Var bara ekki að kveikja að þetta væri hann.
Takk fyrir þetta.

Re: Bækur

Posted: 10.júl 2011, 09:53
frá Páll Ásgeir
Fyrir þá sem hafa áhuga á að lesa um ferðalög á Íslandi er til fjöldi bóka. Margar þeirra hafa þegar verið nefndar hér. Mig langar til að benda á bók sem heitir Hálendið heillar og er eftir Loft Guðmundsson. Þar eru viðtöl og frásagnir nokkurra þeirra sem teljast verða frumkvöðlar í ferðum um hálendi Íslands. Stórfróðleg bók sem varpar ljósi á breyttan hugsunarhátt. Sumar á fjöllum eftir Hjört frá Skálabrekku er sjaldfengin bók en stórskemmtileg og segir frá ferðum frumkvöðla á afskekkta staði eins og t.d. Landmannalaugar.
Vilji menn fara enn aftar og fræðast um ferðalög manna um erfiðar óbyggðir fyrir bílaöld er hægt að leggjast í lestur ritsafna eins og Göngur og réttir eftir Braga Sigurjónsson, Hrakningar og heiðavegir sem Pálmi Hannesson tók saman og síðast en ekki síst hinar rosalegu frásagnir af slarki og hrakningum sem finna má í Söguþáttum landpóstanna.
Þeir sem hafa einlægan áhuga á ferðalögum og útivist þreytast þannig seint á að lesa um ferðalög af sem fjölbreyttustu tagi. Hinir sem láta skoðanir eða smekk höfunda koma í veg fyrir lestur munu líklega lesa eitthvað færra en aðrir.

Re: Bækur

Posted: 10.júl 2011, 09:56
frá Páll Ásgeir
Ég gleymdi að nefna bókina Jeppar á fjöllum sem Ormstunga gaf út 1994. Hún er með efni eftir nokkra höfunda og afar vönduð en því miður illfáanleg og er hér með hvatt til endurútgáfu hennar.

Re: Bækur

Posted: 10.júl 2011, 21:41
frá SIE
SIE wrote:Ég hef lesið og ferðast eftir bókunum hans Páls Ásgeirs Ásgeirssonar eins og t.d.

Hálendishandbókin - http://www.heimur.is/heimur/askrift_og_vorur/product_details/halendishandbokin_3_22587043.product.aspx

Bíll og bakpoki - http://www.forlagid.is/?p=6132

Útivistarbókin - http://www.forlagid.is/?p=4283

Allt góðar bækur að mínu mati, skemmtilegar, fróðlegar og gagnlegar


Sama hvaða álit einhverjir meðlimir jeppaspjalls hafa á skoðunum Páls Ásgeirs (sem hann hefur fullan rétt á að hafa) þá eru ferðabækurnar hans afskaplega skemmtilegar og fróðlegar.

Eins er bókin sem Páll Ásgeir bendir svo á hér fyrir ofan Hálendið heillar eftir Loft Guðmundsson afskaplega fróðleg og skemmtileg líka

Re: Bækur

Posted: 20.nóv 2011, 11:25
frá Rúnarinn
Er hægt að kaupa þessar bækur í dag, ekið um óbyggðir og utan alfaraleiðar????

Re: Bækur

Posted: 20.nóv 2011, 12:57
frá Svenni30
Sæll. Veit það ekki alveg. En hérna er eitthvað sem hjálpar kanski

http://bokatidindi.oddi.is/listi/bokave ... angur=2005

http://www.skrudda.is/Baekur.aspx?id=156
Er búinn að lesa þessa. Mjög góð og skemtileg

Svo var http://f4x4.is/ með bók eða bækur eftir Jón G. Snæland til sölu
Sendu þeim fyrirspurn http://f4x4.is/index.php?option=com_con ... Itemid=296