Síða 1 af 1

VHF pælingar

Posted: 07.júl 2011, 15:01
frá Svenni30
Er eitthvað vit í þessari stöð ? og hvað er sanngjarnt að borga fyrir þetta ?
Það er ekki vitað hvað stöðin er gömul

Image

Image

Image

Re: VHF pælingar

Posted: 07.júl 2011, 15:15
frá HaffiTopp
Þetta eru vinsælar og nokkuð vandaðar stöðvar en það er ekki baklýsing í skjánum sem er ALVEG BAGALEGT þegar myrkur er úti og menn að einbeyta sér að akstrinum og vilja blaðra í stöðina í leiðinni :/
Kv. Haffi

Re: VHF pælingar

Posted: 07.júl 2011, 15:34
frá AgnarBen
Átti svona stöð (hét reyndar Vertex í mínu tilfelli, sama stöffið) og ég er sammála Haffa, fín stöð en engin baklýsing í tökkunum sem var alveg óþolandi í myrkri. Það var reyndar baklýsing í skjánum hjá mér.

Re: VHF pælingar

Posted: 07.júl 2011, 16:09
frá Svenni30
Takk fyrir þetta, já það er ekki alveg nógu sniðugt að hafa ekki baklýsingu, en hvað myndi þið borga fyrir stöðina ? get fengið hana á 20 kall

Re: VHF pælingar

Posted: 07.júl 2011, 16:31
frá hobo
Maður er fljótur að átta sig á tökkunum í myrkri, þarft bara að leggja þá á minnið.
Bílstöðvar fara ekki mikið neðar í verði en 20 þús þannig að þetta er bara í lagi.

Re: VHF pælingar

Posted: 07.júl 2011, 16:49
frá Svenni30
Já það er líka hægt. Nú hef ég aldrei verið með stöð áður. Hvernig er að tengja þetta, er það nokkuð mál ?
Það eru engar 4x4 stöðvar inn á henni. hvernig græjar maður það ?

Re: VHF pælingar

Posted: 07.júl 2011, 17:50
frá hobo
Nee bara plús og mínus og loftnet.
N1 græjar fyrir þig rásirnar í þessa stöð þ.e.a.s ef þú ert í f4x4, það kostar kring um 2000 kall held ég.

Re: VHF pælingar

Posted: 07.júl 2011, 18:17
frá Stebbi
Fínar og stabílar stöðvar. Mundu bara að tengja loftnetið og hafa loftnet á bílnum áður en þú byrjar að tala. Þær þola ekki vel að senda með ekkert tengt aftaní þær.

Re: VHF pælingar

Posted: 07.júl 2011, 21:13
frá Hilmar Örn
Er búinn að vera með svona stöð í 10 ár og hún bara virkar, aldrei verið neitt vesen á henni. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að það sé ekki bak lýsing á tökkum því maður notar bara 3 takka þegar maður er ferðast og puttarnir læra furðu fljótt að rata á rétta staði. Auk þess er maður ekki alltaf í myrkri þegar maður er að ferðast.

Re: VHF pælingar

Posted: 08.júl 2011, 10:42
frá Svenni30
Takk kærlega fyrir þetta strákar. Er búinn að kaupa hana.