Síða 1 af 1

Afturhásingar

Posted: 06.júl 2011, 13:08
frá Óskar - Einfari
Sælir félagar

Vitið þið um einhverjar góðar afturhásingar sem eru því sem næst 160cm breiðar (flangs í flangs). Ég er að hugsa þetta undir hiluxinn að aftan þannig að kúlan þarf að vera í miðjunni, helst stærra en 8" drif en ég vill geta notað 4,88 hlutföll svo ég þurfi ekki að skipta út frammdrifinu líka.... þannig að patrol rör er eiginlega ekki í myndinni því ef ég skil rétt er ekki til 1:4,88 hlutföll í patrol......

Kv.
Óskar Andri

Re: Afturhásingar

Posted: 06.júl 2011, 13:47
frá AgnarBen
Minnir reyndar að ég hafi einhvern tíman rekist á 4.88 í Patrol hásingum en það gæti hafa verið í gamla 3.3TD bílnum.

Ford 8.8 og Ford 9 tommu eru um 60" (152 cm) sem er of mjótt en gætir leyst það með boltuðum 4 cm spacerum ef þú vilt vera með svoleiðis. Fullt af kostum sem fylgja þessum hásingum, sterk drif, mikið til í þetta af lásum og hlutföllum.

Re: Afturhásingar

Posted: 06.júl 2011, 13:50
frá helgiaxel
Minni Isuzu afturhásingin 8,8" man ekki breidd
Stærri Isuzu afturhásingin 9,61" ca. 156cm flangs í flangs
Dana 44 8,5" til í öllum breiddum

Pajero 9" 152cm orginal með 4,88 eða 5,29 og loftlás
Pajero 9,5" 152cm orginal með 4,88 og loftlás


Kv
Helgi

Re: Afturhásingar

Posted: 06.júl 2011, 14:00
frá AgnarBen
´Marks 4wd Adaptors´ í Ástralíu á til 4.88 hlutföll í Patrol GQ (´90-´97) að aftan þannig að þetta er til. Nissan hefur einnig framleitt einhver drif með þessum hlutföllum.

http://www.marks4wd.com/products/diff_gears/diff_gears_ring_pinion_nissan.htm

Það má kannski bæta því við að þessir gaurar eiga allan andskotan í Patrol, tam conversion kit framan á beinskipta kassann fyrir fullt af amerískum rokkum.

Re: Afturhásingar

Posted: 06.júl 2011, 14:18
frá Óskar - Einfari
ok... það er ekki slæmt..... patrol afturhásing úr 90-97 er nefnilega helvíti nálægt þessu eða 158,5 cm að mér skilst.... þannig að patrol er ekki alveg út úr myndinni.... en ég er allur eyru fyrir einhverju öðru líka.

Re: Afturhásingar

Posted: 06.júl 2011, 14:21
frá Óskar - Einfari
úff... verðið á þessu maður... 725 AUD = 90.000,- ISK og þá á eftir að koma því hingað :/

Re: Afturhásingar

Posted: 06.júl 2011, 14:36
frá ellisnorra
Ertu í endalausu veseni með hilux hásinguna hjá þér? (vart það ekki þú?)
Leguvandamál var það ekki rétt munað hjá mér?

Re: Afturhásingar

Posted: 06.júl 2011, 14:47
frá ellisnorra
Set líka inn bendingu á breiddarþræði á torfæruspjallinu.
http://www.torfaera.is/spjall/viewtopic.php?t=292

Re: Afturhásingar

Posted: 06.júl 2011, 14:57
frá Óskar - Einfari
hmm... þarna kemur framm að 80 cruiser afturhásing sé 159,5 cm.... getur einhver staðfest þetta?

Það er væntanlega 9,5" drif en hvað með legurnar?

Re: Afturhásingar

Posted: 06.júl 2011, 17:30
frá Stebbi
Farðu í hásingu úr beinskiptum 2.8 Pajero og þá færðu 4.88, 9,5" drif sem Hiluxinn á ekki séns í að brjóta og loftlás. Hún er tæplega 160cm.

Re: Afturhásingar

Posted: 06.júl 2011, 17:43
frá Óskar - Einfari
ok... en hvernig eru legurnar? þetta snýst nefnilega ekki bara um drif... það sem ég er aðalega þreyttur á er að þurfa að skipta um afturhjólalegur á 13 mánaða fresti.... er það alveg sjálfgefið að hásing sem er með stærra drifi sé með stærri/sterkari hjólalegur?

Re: Afturhásingar

Posted: 06.júl 2011, 18:02
frá JonHrafn
við erum búnir að versla okkur afturhásingu undan wagoneer, dana 44. Minnir samt að hún sé bara um 151 cm, árgerð 1982 og yngri eru með kúluna í miðjunni að aftan,

Re: Afturhásingar

Posted: 06.júl 2011, 19:10
frá haffij
LC 80 hásing er samkvæmt smá gúggli rétt um 160 cm (63"=160,02cm) en þær eru með kúluna hægra megin við miðju. Þar fengir þú samt skotheldan legubúnað.

Re: Afturhásingar

Posted: 06.júl 2011, 19:15
frá Stebbi
Óskar - Einfari wrote:ok... en hvernig eru legurnar? þetta snýst nefnilega ekki bara um drif... það sem ég er aðalega þreyttur á er að þurfa að skipta um afturhjólalegur á 13 mánaða fresti.... er það alveg sjálfgefið að hásing sem er með stærra drifi sé með stærri/sterkari hjólalegur?


Legurnar í pajero eru eftir því sem ég best veit skotheldar, bíllinn minn er með minni hásinguna og hann var kominn í 220 þús þegar ég setti hann á stærri dekk. Núna er hann í 280þús og ekkert farið að segja til sín, 7-9-13.

Re: Afturhásingar

Posted: 06.júl 2011, 21:19
frá Óskar - Einfari
what? er 80 cruiser ekki með drifkúluna í miðjunni að aftan? hef alltaf staðið þeirri meiningu... kanski hef ég rangt fyrir mér...

En ég hef allavega eitthvað að vinna úr og leyta af núna... 80 cruiser eða pajero afturhásing hljómar ekki svo galið...

Re: Afturhásingar

Posted: 06.júl 2011, 21:36
frá Sævar Örn
Pajero hasing er alveg prýði, losnar líka við rafmagnslásinn og færð þess í stað vaacum lás sem bilar aldrei nokkurntíma.

Re: Afturhásingar

Posted: 06.júl 2011, 22:20
frá helgiaxel
Það er loftlás í Pajero ekki vacum, allavega 92-2000, það er lítil loftdæla í hólfi undir aftursætinu, lásinn vinnur á 2bar þrýstingi og svo er skynjari við lásinn sem þú getur sett inná ljós, hvort hann er á eða af

Mjög góður búnaður, hef ekki heyrt af því að þetta klikki, og eins með hásingarnar, ég hef ekki heyrt að menn séu að brjóta drif í þessu.


Kv
Helgi Axel

Re: Afturhásingar

Posted: 06.júl 2011, 22:27
frá haffij
Óskar - Einfari wrote:what? er 80 cruiser ekki með drifkúluna í miðjunni að aftan? hef alltaf staðið þeirri meiningu... kanski hef ég rangt fyrir mér...


Kúlan er allavegna ekki fyrir miðju í mínum 80 cruiser, hún er nokkra sentimetra til hægri. Þetta skal ég sanna með mynd ;)

Image

Ef þig langar í Pajeró hásingu, eða allavegna upplýsingar um þær, þá ættir þú að hafa samband við hann Þorbjörn (Dodda sem er í beltahópnum í Ársæli) í Partalandi á Stórhöfðanum. Hann á þær eflaust til á lager enda búinn að rífa heilan helling af Pajeroum í gegnum tíðina.

Re: Afturhásingar

Posted: 06.júl 2011, 23:59
frá uxinn9
hefuru ekki prufað að setja breiðari legur höfum gert það við eldri hilux og reinst ágætlega hafu bara samband ef þig vantar upplýsingar um hvernig við gerðum það kv Arnar 8683829

Re: Afturhásingar

Posted: 07.júl 2011, 00:36
frá Kiddi
120 Cruiserinn sem HSG átti var með 80 Cruiser afturhásingu. Drifið var semsagt hægra megin við miðju en millikassinn í miðjunni.

Re: Afturhásingar

Posted: 07.júl 2011, 09:15
frá Þorri
Þessir cm til hliðar skipta bara engu máli ef drifskaftið er ekki að rekast í neitt tank eða eitthvað annað. Legubúnaðurinn á þessum lc 80 hásingum er sennilega sá sterkasti af þeim sem taldar hafa verið upp í þessum þræði.

Re: Afturhásingar

Posted: 07.júl 2011, 10:24
frá Óskar - Einfari
Ég ætla að leggjast aðeins yfir þetta. Pajero hásingin er aðeins mjórri en LC80 hásingin er akkurat. Afturskaptið í Hilux er í tveimur pörtum (upphengja).... veit ekki hvort það sé betra eð vera upp á þessa hliðarfærslu að gera.... í versta falli yrði að láta breyta tanknum aðeins

Re: Afturhásingar

Posted: 07.júl 2011, 20:38
frá JonHrafn
Stál og stansar sögðu mér að það gengi ekki upp að hafa skaft með hliðar og niðurbeygju eftir upphengju.

Re: Afturhásingar

Posted: 07.júl 2011, 21:09
frá ellisnorra
JonHrafn wrote:Stál og stansar sögðu mér að það gengi ekki upp að hafa skaft með hliðar og niðurbeygju eftir upphengju.


Hver eru rökin á bakvið það? Er skaftinu ekki andskotans sama í hvaða átt það er bogið, bara ef það fer ekki yfir einhverjar gráður sem krossarnir þola miðað við átak? Ég get ekki séð hverju þetta breytir.

Kv. Elli sem er alltaf að læra eitthvað nýtt.

Re: Afturhásingar

Posted: 07.júl 2011, 22:48
frá JonHrafn
elliofur wrote:
JonHrafn wrote:Stál og stansar sögðu mér að það gengi ekki upp að hafa skaft með hliðar og niðurbeygju eftir upphengju.


Hver eru rökin á bakvið það? Er skaftinu ekki andskotans sama í hvaða átt það er bogið, bara ef það fer ekki yfir einhverjar gráður sem krossarnir þola miðað við átak? Ég get ekki séð hverju þetta breytir.

Kv. Elli sem er alltaf að læra eitthvað nýtt.


Ég þori nú ekki að reyna hafa þetta orðrétt eftir þeim. En hann talaði allavega um að líftími krossana gæti orðið lítill, spenna í skaftinu og víbringur. Þyrftir bara hringja í félagana til að fá þetta frá fyrstu hendi :þ Ég hætti allavega við að fá mér hásingu undan 77wagoneer útaf þessu og fann mér undan 82 með kúluna í miðjunni.

Re: Afturhásingar

Posted: 08.júl 2011, 10:43
frá Óskar - Einfari
hmm... gengi eitthvað betur upp að vera með heilt skapt.... það yrði ágætlega langt rör...... ég er að veltast framm og til baka í þessu.... engin ákvörðun tekin ennþá...

Re: Afturhásingar

Posted: 12.júl 2011, 12:25
frá Dodge
9" ford... þrælsterkar og skiftir engu hvað þér dettur í hug að hafa í henni, það er framleitt og flest til um allar trissur.

Það er talað um það hér að ofan að þær séu 152 á breidd, þá er væntanlega verið að tala um hásingu undan gamla bronco, svo eru til milljón aðrar útfærslur undan t.d. Econoline, stóra Bronco og svo þúsund mismunandi fólksbílum. Þær eru tildæmis skuggalega breiðar undir sveru djúnkunum eins og lincoln towncar, mercury marquis o.s.frv.

Re: Afturhásingar

Posted: 12.júl 2011, 13:04
frá Kiddi
Gallinn við 9" í þessu er að hún er ekki til með 4.88:1 heldur bara 4.86:1 sem gæti orðið leiðinlegt í hálku með 4.88:1 að framan...