6.2 vél

User avatar

Höfundur þráðar
Rauðhetta
Innlegg: 51
Skráður: 01.feb 2010, 01:07
Fullt nafn: Kristján Jóhannesson

6.2 vél

Postfrá Rauðhetta » 03.júl 2011, 06:59

Sælir
Hvað er sanngjarnt að borga fyrir 6.2 gm vél sem er keyrð 50.000 kílómetra ?




spámaður
Innlegg: 291
Skráður: 19.des 2010, 09:51
Fullt nafn: hlynur þór birgisson

Re: 6.2 vél

Postfrá spámaður » 03.júl 2011, 08:57

sæll.veit um einn félaga minn sem borgaði 50.00kr fyrir 6.2 með nýskveruðum heddum og var í fínu standi.(fyrir kreppu)
ég væri tilbúinn að borga allt að 100.000 fyrir góðan mótor.svona til að gefa þér hugmynd.
kv hlynur.
Hlynur þór birgisson
'46 willys 460 bbf
Ford F250 35" 5.4L D'74
Mmc outlander turbo
Bmw 323 coupe
Ford ranger 4.0 35"


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: 6.2 vél

Postfrá Izan » 03.júl 2011, 12:48

Sæll

Ég geri mér enga grein fyrir því hvað eðlilegt er að borga fyrir svona grip. Kílómetrarnir segja ekkert mikið um ástand vélarinnar. Ég veit t.d. ekkert um hvað mín vél er ekin mikið og mér er nákvæmlega sama. Hún er allavega búin að klára einn bíl, svo mikið veit ég og ég þekki aðra svona vél sem er mun meira ekin en mín.

Ef þú fær t.d. túrbínu með þá eru svolítil verðmæti í henni.

Áður en ég setti mótorinn minn í bílinn gerði ég á henni létta upptekt s.s. skipti um höfuð og stangarlegur, olíudælu, pakknigar og pakkdósir o.s.frv. og fyrir vörurnar í þetta greiddi ég rétt rúmann hundraðkall.

Það eru ýmsar hroðasögur í gangi um þessar vélar en þær eiga til að fara þannig að þær brotni út úr boltagötunum sem halda höfuðlegubökkunum en mér var sagt um daginn að vélin yrði að vera svört en ekki rauð til að þetta gerðist ekki. Það þarf allavega að skoða þetta vel því að ef þetta er byrjað á hún ekki eftir að endast. Fundið með því að þrífa hliðarnar sem springa og setja svo þvingu á blokkina og athuga hvort seytli olía út. Mér skilst að þetta gerist gjarnan ef vélarnar eru vitlaust tímastilltar. Þetta eru ekki hlutir sem ég veit í raun neitt um nema það sem mér hefur verið sagt og það passar ekki allt vel saman.

Ertu að setja svona lagað í rauða pattann?

Mín upplifun var þannig að 2.8 vélin væri alger spyrnugræja til samanburðar við 6.2 og ef þú ert að leita þér að vél sem ýtir þér aftur í sætið ertu á vitlausri leið en ef þér finnst gaman að láta vél sem hljómar vel labba í rólegheitunum er þetta snilldin ein.

Kv Jón Garðar

User avatar

Höfundur þráðar
Rauðhetta
Innlegg: 51
Skráður: 01.feb 2010, 01:07
Fullt nafn: Kristján Jóhannesson

Re: 6.2 vél

Postfrá Rauðhetta » 03.júl 2011, 14:05

Já það er verið að fara yfir sviðið og spurja þá sem reynsluna hafa, það er ekkert ákveðið, hvort eða hvað verður sett niður, en á ég semsagt meira erinndi á kvartmíluna með 2.8 en 6.2 ?

já þetta er pæling en ég þakka svörin
kv Kristján

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: 6.2 vél

Postfrá jeepson » 03.júl 2011, 16:18

Svona að því að þú ert í 6,2 hugleiðingum. þá langar mig að vita hvort að einhver hérna viti hvað 2,8 og 6,2 eru þungar. mig daulangar að setja 5,9 cummings í pattann minn. En held nú að 6,2 sé mun ódýrari leið. Einnig sá ég hérna á spjallinu um daginn að það var verið að ræða þesar vélar og snúningin á þeim. 6,2 er nú talin vera nokkuð eyðslugrön vél miðað við stærð. En mér skylst að til þess að þessar vélar séu ekkert að eyða neitt rosalega meigi þær ekki snúast mikið meir en 1600 eða 1800sn í t.d langkeyrslu. Leiðréttið mig ef ég er að fara með einhverja vitleysu :) En ég er aðalega forvitinn um þyngdina á þessu. þar sem að ég er sjálfur að pæla í stærri vél. Annars virðist 2,8 vélin í mínum bíl vinna bara nokkuð vel miðað við þær sögur sem að maður hefur heyrt. En ég lít nú ekki á jeppann sem spyrnu græju heldur og hef enga þörf fyrir að vera fyrstur á staðin, þó svo að það geti nú verið gaman líka :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Bóndinn
Innlegg: 197
Skráður: 02.maí 2010, 10:28
Fullt nafn: Sigurgeir Runólfsson

Re: 6.2 vél

Postfrá Bóndinn » 03.júl 2011, 18:14

Þar sem 5.9 cummins er kominn í ummræðuna þá komst ég að því að 5.9 og 6.5turbo eru mjög svipaðar að þyngd um 500 kg!!!
Ég hef ekki fundið þyngdir á nissan vélunum hvorki 2.8 eða 3.0.
Ég er amk ekki hræddur við það að setja 5.9 í patrolinn hjá okkur amk ekki við þyngdina þar sem margir eru með 6.2 og 6.5 með góðum árangri.

Kveðja Geiri
Nissan Patrol 5.9 Cummins twin turbo 46"


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: 6.2 vél

Postfrá Izan » 03.júl 2011, 18:19

Sælir

6.2 mótor ásamt gírkassa úr 4.2 patrol þyngdi bílinn minn líklegast rétt um 160kg og ég held að gírkassinn hafi skipt sköpum þar. Ég á alveg eftir að finna þetta með eyðsluna á eigin skinni að 6.2 eyði litlu en það er þó að þokast í þá áttina. Hún eyðir hinsvegar greinilega meiru á hærri snúningi heldur en lægri. Engin geimvísindi en munurinn er tölverður, og það mikill að það þarf að hugsa út í það í breytingunni.

6.2 gengur lausagang um 650 sn mín og mesta tog næst úr henni í 2000 sn prmin. Þar ætti hún s.s. að vera hagkvæmust allavega undir álagi. Hjá mér gengur hún rúma 2000 sn á 100km hraða og það er of mikið. Ég prófaði að keyra á 90 frá Selfossi til Egilsstaða í sumar og þar fann ég tölverðann mun. Ég var samt ekkert í neinum sparakstri þannig að ég lét hann hafaða upp allar brekkur og hélt fullum hraða hvernig sem blés. Ætli olíuverkið sé ekki orðið slitið í þokkabót og þar gætu leynst fáeinir lítrar í viðbót.

Það fást nokkrir lítrar líka með túrbínu en ég sakna mest að hafa ekki 6. gírinn. Ég er kominn í 5. gír á Nesinu þar sem er 70km hámarkshraði.

Mér sýnist að það þurfi svolítið að læra á að fara sparlega með olíu á þessa vél því að það er auðvelt að gleyma sér og gefa meira en hún ræður með góðu móti við. Þá gerist ekkert annað en að hún fær pínulítið meiri olíu, skilar því sama og afgasið hitnar. Ég á tölvert eftir ólætr í þessum efnum.

5.9 cummings þekki ég ekki af eigin raun. Umræðan um þær eru á þann veg að þær eru kraftmiklar og eyðslugrannar, mun eyðslugrennri en 6.2 getur orðið en miklu þyngri. jafnvel svo þungar að við Patrolkarlarnir getum ekki notað þær. Það þarf allavega að skoða það vel.

Fyrir mér stóð valið á milli 4.2 patrol og 6.2 chevy og ég held að ég hafi valið rétt.

Ég varð hinsvegar svolítið hissa á hvað hún er ekki spræk. Ég átti von á meira þeytispjaldi en ég fékk en túrbína myndi klárlega breyta því eitthvað. Þetta blekkir mann svolítið því að hún er svipaðann tíma að ná 100km hraða en hún heldur þeim hraða no matter what (þannig lagað) maður er ekki kominn í 3. gír til að hafa á móti rokinu eins og 2.8 vélin átti til að bjóða manni. En á móti er þetta svínslegt hvað hún heldur áfram. Ég er á orginal hlutföllum og þarf ekki að nota olíugjöfina til að koma honum af stað hvort sem er á 38" eða 44" dekkjum og ég hef ekki enn heyrt hana vera ósátta við 1. og lága í lausagangi. Dekkin missa alltaf grip áður en að því kemur. Það er eiginleiki sem hentar mér mjög vel því að þegar ég prófaði þessa vél áttaði ég mig á því hvað ég var búinn að nota hina vitlaust.

Ef ég vil svo prófa að hafa allt aflið í bókinni kippi ég bara þessari uppúr og set 350 í staðin og tengi olíuverkið við kveikjukerfið og keyri af stað.

Kv Jón Garðar

P.s. nú laumaði Bóndinn einhverju um 5.9 vélina meðan þessi pistill var skrifaður.

User avatar

Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: 6.2 vél

Postfrá Svenni30 » 03.júl 2011, 22:34

Hérna er vél fyrir þig :) þetta er alvöru motor http://www.torfaera.is/spjall/viewtopic.php?t=5615
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 35 gestir