Góðan dag
Mig vantar breytingaskoðun á óbreyttan (30mm hækkun á gormum) Patrol og til þess þarf hann að vera annaðhvort hækkaður um a.m.k. 55mm eða vera á 35" dekkjum (skv.Frumherja), sem komast undir hann, en ég á ekki til. Ég á ný 33" dekk sem ég myndi helst vilja nota áfram.
Veit einhver hvað svona hækkun á td gormum (55mm ca) myndi kosta mig úti í bæ og hvar þá helst eða eru menn hérna á Spjallinu sem myndu vilja gera þetta fyrir ákveðna upphæð og hver myndi sú upphæð þá vera, svona ca? Hvað er eiginlega hagstæðast í þessu?
Kveðja
Hansi
8679792
Breytingaskoðun og hækkun á gormum
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 128
- Skráður: 30.jan 2010, 22:35
- Fullt nafn: Eiður Ágústsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Breytingaskoðun og hækkun á gormum
Hversvegna viltu breytingaskoðun ef þess er ekki þörf?
Upprunalegu dekkin undir Patrol eru held ég rétt um 30 tommur svo þú ættir geta fengið breytingaskoðun fyrir 33".
Upprunalegu dekkin undir Patrol eru held ég rétt um 30 tommur svo þú ættir geta fengið breytingaskoðun fyrir 33".
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1069
- Skráður: 30.jan 2010, 23:08
- Fullt nafn: Gísli Sverrisson
- Bíltegund: Ford Transit
- Staðsetning: Mosó
- Hafa samband:
Re: Breytingaskoðun og hækkun á gormum
Hvaða dekkjastærð er í skráningarskírteini?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 221
- Skráður: 01.feb 2010, 13:00
- Fullt nafn: Hans Magnússon
- Bíltegund: Lexus LX470
Re: Breytingaskoðun og hækkun á gormum
Fæ ekki rekstraleyfi á hann nema hann sé formlega breyttur. En ég er búinn að fatta þetta, ég þarf bara að fá lánuð 35" dekk og fá hann þannig skráðan sem breyttan hjá Frumherja. Þeir segja að dekkin þurfi að fara í og yfir 85,4mm til að ná 10% umfram orginal dekkin sem eru 265/70R16 (77,7mm) í skráningarskírteini, og þannig fái ég formlega breytingaskoðun. Ekki mikið mál ef ég fæ dekkin einhversstaðar.
Á einhver 35" dekk á 6gata felgum til að lána mér í hálfan dag?? Ég mun auðvitað borga einhverskonar leigu eða tryggingu!
Kv
Hansi
Á einhver 35" dekk á 6gata felgum til að lána mér í hálfan dag?? Ég mun auðvitað borga einhverskonar leigu eða tryggingu!
Kv
Hansi
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur