Síða 1 af 1

verslunn á ebay

Posted: 28.jún 2011, 02:10
frá pattigamli
hæ er einhver vakaqndi núna sem hefur verslað á eaby

Re: verslunn á ebay

Posted: 28.jún 2011, 08:17
frá GFOTH
hef verslað mikið á ebay

Re: verslunn á ebay

Posted: 28.jún 2011, 10:44
frá pattigamli
Sæll félagi. Hvernig er best að standa að þessu.Hvert er hægt að láta senda hlutina og hvernig er bet
að koma þeim heim.Er þetta sent til Boston á skip eða flug einhver staðar

Re: verslunn á ebay

Posted: 28.jún 2011, 10:51
frá Polarbear
að versla á ebay er góð skemmtun. þetta er samt alltaf risky business og maður verður að vita dáldið hvað maður er að gera, auk þess sem það er erfitt að versla stóra hluti ef þú ert ekki með neitt "reputation" (hefur ekkert verslað áður) á ebay.

það hefur -alltaf- reynst mér ódýrast að flytja það sem ég hef keypt beint heim án milligöngu shopusa.is enda þarf undirbúning til að kaupa dót sem sent er þangað. þú þarft að skrá heimilisfangið þeirra í USA sem aukaheimilisfang á vísakortið þitt og svo framvegis.

Best af öllu er að finna hlutinn sem þú villt kaupa hjá aðila sem sendir beint "internationally" og best af öllu er að hafa samband fyrst og spyrja um verð í flutning fyrirfram -ÁÐUR- en þú býður í viðkomandi vöru nema það sé skýrt tekið fram hvað það er í lýsinguni.


þetta eru svona helstu upphafspunktarnir sem gott er að hafa í huga þegar byrjað er að versla á ebay :)

Re: verslunn á ebay

Posted: 28.jún 2011, 11:21
frá pattigamli
Takk fyrir upplisingarnar Lárus.Er að reina kaupa mér gólf í gamlan Bronco en er í vandræðum þar sem að seljandi sendir bara innanlands.

Re: verslunn á ebay

Posted: 28.jún 2011, 11:52
frá fannar79
Sendu þeim póst og spurðu hvort að það sé hægt að fá þá til að senda þér til íslands
það hefur virkað fyrir mig

Re: verslunn á ebay

Posted: 28.jún 2011, 13:14
frá stjanib
ef að þeir senda bara innanlands geturu tala við Iceglobal logistics ( igl.is ) og sent þetta á þá eins og maður gerir þegar maður notar shopusa en þeir hjá iceglobal eru víst ódýrari. Vinur minn hefur notað þá í staðinn fyrir shopusa.

Re: verslunn á ebay

Posted: 28.jún 2011, 14:04
frá pattigamli
Frábærar upplisingar strákar.þetta endar senilega með að ég get náð mér í efnivið í vetrarverkefnið.