Síða 1 af 1

eyðsla á 3,3 túrbó dísel patta

Posted: 26.jún 2011, 23:51
frá magnusv
er að pæla hvort eitthver gæti svarað mér um hvað 3,3 túrbó patrol er að eyða? þetta er 1987 árgerð breyttur fyrir 38 en er á 35 var að heyra tölur uppá 10 en mér fynnst það bara eitthvað svo ólíklegt er eitthver hérna sem gæti svarað þessu fyrir mig?

Re: eyðsla á 3,3 túrbó dísel patta

Posted: 27.jún 2011, 00:56
frá JonHrafn
10-12 lítrar á 38" 16 lítrar í 20metra mótvindi druslan staðin flöt og keyrt eftir hitamælinum með 700kg í eftirdragi, reyndar á 33". 30lítrar á jökli á 40" á 7klukkutímum.

Þessar vélar eru snilld.

Greyið þarf reyndar smurolíusjúss inn á milli

Re: eyðsla á 3,3 túrbó dísel patta

Posted: 27.jún 2011, 01:23
frá magnusv
snilld eru þessar tölur bara frá langkeyrslu? og hvað er þetta að eyða á 35" dekkjum sem þetta er núna á? er að reyna að koma mér inní þetta jeppasport þannig ég veit EKKERT hvað ég er að segja

Re: eyðsla á 3,3 túrbó dísel patta

Posted: 27.jún 2011, 12:17
frá JonHrafn
Reiknaðu bara með 14-15 að jafnaði þá ertu nokkuð nálægt því.

Re: eyðsla á 3,3 túrbó dísel patta

Posted: 27.jún 2011, 23:15
frá magnusv
eru þetta góðir mótorar? bilanalitlir er að fara að fá svona græju sem er keyrð 380 + veit ekkert um viðhaldið á henni 87háþekjubíll og er eitthvað svona almennt sem égætti að skoða áður en ég tek þetta? hann er ekki mikið riðgaður kemur úr sveit þessi bíll en algengir slitpartar og svoleiðis gírkassar kúplingar hvað er það sem fer í þessum bílum?