Síða 1 af 1

ford econoline 350 árg. 1988 tregur í gang

Posted: 22.jún 2011, 18:14
frá thorarinnarni
er með ford econoline árg. 1988 með 7,3 diesel. Hann er tregur í gang þegar hann er búinn að vera í gangi í nokkurn tíma og vel heitur, en þegar hann er hefur staðið í nokkra stund og er orðinn kaldur rýkur hann í gang.

það virðist ekki vera neitt loft inn á vélinni, ný hráolíusía , glóðarkerti í lagi. þegar hann er kominn í gang þá gengur hann mjög vel.

ég er ekki nógu vel að mér í þessum bílamálum til að sjá hvað er að þannig ég var að spá hvort einhver hérna gæti verið með nytsamleg ráð handa mér :D

Re: ford econoline 350 árg. 1988 tregur í gang

Posted: 29.jún 2011, 21:54
frá arnarlogi15
Hvað er hann búin að standa lengi, ertu viss um að hann sé búin að kólna alveg og hvernig gengur hann fyrst þegar hann er kominn í gang?

En ég myndi prófa að þjöppumæla alla cylendra og athuga hvort einhverjir þeirra sé kannski að þjappa eitthvað minna en aðrir.