Síða 1 af 1

Drifhlutföll

Posted: 20.jún 2011, 22:46
frá Svenni30
Veit ekki hvað hlutföll eru í bílnum hjá mér.
En getið snillingarnir ekki hjálpað mér. Þegar ég er á 90km þá snýst hann í 2200. Er á 38" hvað haldið þið ??

Re: Drifhlutföll

Posted: 20.jún 2011, 23:10
frá Izan
Sæll

Þú þarft að keyra í 4. gír því að hann er, allavega langoftast, beinn s,s, 1:1.

Dekk sem er 38" á hæð er (38x2.5) 95cm á hæð. Ummál hrings er þxpi 95x3,1415=298,45cm.

Þá ferðast bíllinn 2,98 metra fyrir hvern hring sem dekkin snúast.

Ef við segjum að þú keyrir á 100km/klst þá ertu að keyra 1666 metra á mínútu

Segjum að mótorinn snúist 2500 sn pr mín á meðan

Ef við segjum 1666/2,98=559 eru þá dekkin að snúast 559 snúninga á mínútu á meðan mótorinn snýst 2500 snúninga á mínútu.

Ef gírkassinn í 4. gír og millikassinn í háadrifi eru 1:1 sem er algengast ætti hlutfallið að liggja þarna á milli s.s. 2500/559=4,47 eða 4,47:1

Eru menn sammála þessu?

Kv Jón Garðar

Re: Drifhlutföll

Posted: 21.jún 2011, 00:25
frá Startarinn
Ef þetta er V6 hiluxinn sem Benni á Króknum smíðaði, þá er ég nánast viss um að það eru 1:4.88 hlutföll í honum, getur tjakkað annað afturhjólið upp og snúið því 2 hringi, með hitt hjólið stopp og talið hvað drifskaftið snýst marga hringi, ætti að vera rétt tæpir 5 hringir fyrir 4.88

Re: Drifhlutföll

Posted: 21.jún 2011, 17:48
frá Stebbi
Miðað við 90kmh og 2200rpm á 38" á japönskum jeppa þá ertu nokkuð örugglega á 4.88. Fimmti er yfirleitt í kringum 0.83 hjá nippanum ef þú vilt reikna þetta.

Re: Drifhlutföll

Posted: 22.jún 2011, 00:30
frá StefánDal
5.29 er mitt gisk. 5.71 er nefnilega 2500rpm í 5. á 90

Re: Drifhlutföll

Posted: 22.jún 2011, 08:53
frá Þorri
http://www.grimmjeeper.com/metric_gears.html Prufaðu að nota þessa síðu. Þú getu allavega fundið út snúninginn á vélinni miðað við mismunandi hlutföll.

Re: Drifhlutföll

Posted: 22.jún 2011, 10:10
frá Svenni30
Takk strákar fyrir svörin.
Takk fyrir greinargott svar Jón Garðar.
Þetta er einmitt sá bíll sem Benni á Króknum smíðaði, þekkir þú eitthvað til bílsins Startarinn ?
Hvaða hlutföll henda vel í hilux extra cab v6 ?

Re: Drifhlutföll

Posted: 22.jún 2011, 19:43
frá Startarinn
Svenni30 wrote:Takk strákar fyrir svörin.
Takk fyrir greinargott svar Jón Garðar.
Þetta er einmitt sá bíll sem Benni á Króknum smíðaði, þekkir þú eitthvað til bílsins Startarinn ?
Hvaða hlutföll henda vel í hilux extra cab v6 ?


Ég þekki Benna bara, og ef ég man rétt þá gafst hann upp á 5,29 hlutföllunum og setti 4,88 í bílinn, Einfaldast fyrir þig væri að hringja annaðhvort í Benna eða Unnar Egilssyni, þeir áttu bílinn þegar hann var á Sauðárkróki og framkvæmdu flestar breytingarnar. Unnar seldi einhverjum flugmanni fyrir sunnan bílinn held ég svo mér þykir ólíklegt að það hafi verið mikið átt við hann eftir það.

Ég er með 4.56 í mínum en ég er með tvo gírkassa svo ég set bara í 3ja gír á fremri kassanum ef ég þarf lægra hlutfall. En mig langar í 4.88 í hann

Með 5.71 hlutföllum þarf ekki að breyta hraðamælinum miðað við orginal

Kv.
Addi Sig.

Re: Drifhlutföll

Posted: 22.jún 2011, 22:56
frá Svenni30
Takk fyrir þetta Addi.
Ég bjalla í Benna við tækifæri.