Síða 12 af 12

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Posted: 31.jan 2016, 17:38
frá Sævar Örn
Image

Alltaf kemur eitthvað í bakið á manni, smá lélegur frágangur á slöngu við stýristjakk, nóg til að skemma fyrir manni ágætan sunnudag á fjöllum, ég var sem betur fer bara að bakka út úr bílskúrnum í bænum þegar þessi fór að frussa út...!

Nóg að gera fyrir næstu ferð eins og ég segi alltaf...!

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Posted: 31.jan 2016, 18:49
frá hobo
Er þetta ekki örugglega langlífasti þráðurinn og mest skoðaður?
En hjá mér er alltaf nóg um að vera í skúrnum.

Hér er verið að mæla hvort súrefnisskynjarinn í Jimny-inum sé ekki í lagi
Image

Svo kíkja nágrannarnir stundum við með sínar græjur
Image

Annars fer mestur tíminn í að sópa snjónum af bílunum hér nyrðra.. :)
Image

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Posted: 04.apr 2017, 22:42
frá Stóri
Rólegt á spjallinu, eigum við ekki að halda þessum þràð lifandi ? Er að setja lyftuna saman aftur eftir að stjáni rennismiður hérna í borgarnesi smíðaði fyrir mig nýjar rær.

Reyna að drîfa það af til að byrja á næsta cheroee verkefni

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Posted: 24.nóv 2017, 10:06
frá hobo
Isuzu 3.1 vél, ekin 150þ km, var dregin úr myrkrinu og inn á verkstæði. Stefnan er að taka hana í nefið í vetur og setja hana ofan í Trooper á vormánuðum. 3.0 vélin sem er í bílnum gengur eins og klukka, er komin í 299.300km.
20171124_095401.jpg
20171124_095401.jpg (2.56 MiB) Viewed 4090 times

20171119_164830.jpg
20171119_164830.jpg (4.49 MiB) Viewed 4090 times
20171124_095307.jpg
20171124_095307.jpg (4.22 MiB) Viewed 4090 times
20171124_095332.jpg
20171124_095332.jpg (4.32 MiB) Viewed 4090 times

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Posted: 24.nóv 2017, 20:11
frá íbbi
er þetta 300A mastermig sem ég sé þarna á bakvið? :)

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Posted: 24.nóv 2017, 20:39
frá hobo
Tjahh, veit það ekki nákvæmlega. Stendur 270/2 á henni.
Allavega nóg power í henni fyrir mig ;)

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Posted: 24.nóv 2017, 22:47
frá íbbi
ahh, þá hefur myndin blekkt mig, 270 vélin er minni, er hún bæði 1 og 3 fasa?

ég er sjálfur með mastermig, risa hlussa 100kg, hef nú lítið notað hana en hún er ansi öflug

hvað skúramál varðar þá varð sú breyting á að ég á loksins orðið skúr, eftir að hafa leigt aðstöður hingað og þangað síðasta áratuginn,

fyrsta og eflaust stæðsta verkefnið í skúrnum er samt klárlega skúrinn sjálfur, hann er ansi hrörlegur og ekki rennandi vatn, gjörsamlega glötuð útfærsla á þaki, hann er nokuð stór þó eða 47fm

stefnan er að smíða nýtt þak á hann og stækka hann um 12fm

svo getur maður farið að bílast..

svona uppá fönnið.. þá set ég mynd af migguni, sést hversu mikill hlunkur þetta er

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Posted: 25.nóv 2017, 09:38
frá hobo
íbbi wrote:ahh, þá hefur myndin blekkt mig, 270 vélin er minni, er hún bæði 1 og 3 fasa?


Bara 3 fasa

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Posted: 25.nóv 2017, 09:45
frá jongud
íbbi wrote:...
hvað skúramál varðar þá varð sú breyting á að ég á loksins orðið skúr, eftir að hafa leigt aðstöður hingað og þangað síðasta áratuginn,

fyrsta og eflaust stæðsta verkefnið í skúrnum er samt klárlega skúrinn sjálfur, hann er ansi hrörlegur og ekki rennandi vatn, gjörsamlega glötuð útfærsla á þaki, hann er nokuð stór þó eða 47fm...


Heppinn, og til hamingju með skúrinn.
Hér í borgríkinu þarf núorðið að gefa handlegg fyrir skúr af þessari stærð. Liggur við að maður óski eftir öðru efnahagshruni svo að húsnæðismarkaðurinn nái einhverju viti aftur.

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Posted: 25.nóv 2017, 12:24
frá hobo
Ég seldi 100fm íbúðina mína í Kópavogi með 32fm bílskúr á 36millj. árið 2015, og keypti gamlan sveitabæ í Eyjafirði á tæpa 31millj. Hér á ég 220fm íbúðarhús og ca 600fm af útihúsum. Hitaveita og 3ja fasa rafmagn.
Endalausir möguleikar til að leika sér.
Svo tekur 10 min að sækja vinnu úr sveitinni til Akureyrar.

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Posted: 25.nóv 2017, 15:40
frá íbbi
já fasteignaverðið í bænum var alveg að gera mann vitlausan, ég var búinn að leigja í 10 ár á höfuðborgarsvæðinu og var bara kominn með nóg af því.

ég kem upprunalega að vestan og við ákváðum að láta bara vaða og keyptum hús þar. ég hafði fylgst með fasteignamarkaðinum hérna í nokkur ár orðið og síðasta árið var ég farin að taka eftir töluverðum hækkunum, auk frétta um að fólksfækkunin væri skyndilega farin að minnka, og nú síðast hætta, þannig að ég sá fyrir mér að það yrði annaðhvort að gera þetta núna eða ekki.
á þeim tíma síðan ég kom þá skil ég í raunini ekki hvað ég var að hangsa, af hverju ég gerði þetta ekki fyrir mörgum árum

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Posted: 25.nóv 2017, 16:26
frá Járni
Til að vera með í skúraeignarmálum, úr blokkaríbúð í Grafarvogi yfir í einbýli með ~45fm bílskúr á Selfossi. Það er asskoti mikið betra.

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Posted: 26.nóv 2017, 15:54
frá hobo
hobo wrote:
íbbi wrote:ahh, þá hefur myndin blekkt mig, 270 vélin er minni, er hún bæði 1 og 3 fasa?


Bara 3 fasa


Nei annars, hún er líklega gerð fyrir bæði miðað við töfluna.
Eða hvað segja sérfræðingar?
20171126_131316.jpg
20171126_131316.jpg (4.65 MiB) Viewed 3708 times

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Posted: 26.nóv 2017, 16:11
frá jongud
hobo wrote:
hobo wrote:
íbbi wrote:ahh, þá hefur myndin blekkt mig, 270 vélin er minni, er hún bæði 1 og 3 fasa?


Bara 3 fasa


Nei annars, hún er líklega gerð fyrir bæði miðað við töfluna.
Eða hvað segja sérfræðingar?
20171126_131316.jpg


Ég er nú ekki rafvirki, en ég man að þegar ég keypti eldavél í kringum aldamótin þá var hægt að tengja bæði 1 og 3ja fasa rafmagni inn á hana. Ætli rafsuðan sé ekki eins?

EDIT, jú það sést hérna, bæði 1 og 3ja fasa
http://telwin.it/webtelwin/telwinimg.nsf/TelWinImg/954419/$FILE/954419.pdf

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Posted: 26.nóv 2017, 18:24
frá íbbi
án þess að þora að fullyrða það þá held ég að /2 í nafninu á henni gefi akkurat það til kynna, stærri mastermiggurnar 300 og 400 eru svo bara 3 fasa

það er einmitt töluvert af telwin vélum sem bjóða upp á þetta, flestar úr næstu seríu fyrir neðan

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Posted: 26.nóv 2017, 19:59
frá kaos
jongud wrote:EDIT, jú það sést hérna, bæði 1 og 3ja fasa
http://telwin.it/webtelwin/telwinimg.ns ... 954419.pdf


Hmm, ég sé ekki neina tilvísun í einfasa tengingu. Hvar er talað um hana? Hinsvegar er hægt að víra hana fyrir bæði 230V og 400V. Getur verið að það sé að rugla?

Til upplýsingar þá eru mörg eldri hús og hverfi með sk. 3x230V kerfi, þar sem eru 230 volt á milli fasa, og ekkert núll. Rafmagnstöflur fyrir þessi kerfi þekkjast gjarnan á því að það eru tvö öryggi (eða eitt tvöfalt öryggi) fyrir hverja (einfasa) grein.

Öll nýrri hverfi hér á landi eru með 230/400V kerfi, þar sem eru 230V á milli fasa og núlls (miðju í stjörnutengdum spenni), og 400V á milli fasa.

--
Kveðja, Kári.

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Posted: 26.nóv 2017, 20:17
frá Sævar Örn
Þetta er skemmtileg umræða, ég er með rafsuðu í mínum skúr sem er eingöngu hugsuð fyrir 230v á 20 amp, en ég hef engan tengil sem er 20 amp, hinsvegar hef ég 3 fasa bílalyftu sem er á 32amp~360v tengli og hafði ímyndað mér að geta tengt inn á hann og skilið einn fasa eftir og fengið því ~220v inn á suðuna með yfirdrifnum straum

einfasa tenglarnir hjá mér eru 10 og 16 amper og slá báðir út ef verið er að sjóða af ákveðni.


hér eru menn sem kunna meir á rafmagn en ég, og geta etv. ráðlagt mér, vandamálið er að ég er í niðurstúkuðu iðnaðarhúsnæði og rafmagnstaflan er ekki inn í mínu bili heldur sameiginlegu bili í c.a. 35m fjarlægð(í vírum talið)

er þetta eitthvað sem hægt væri að framkvæma eða er ég að bulla? er nú bara að spyrja áður en ég ræði við rafvirkjann minn, vil ekki að hann fari að hlæja að mér :)

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Posted: 26.nóv 2017, 20:58
frá kaos
Jú það ætti að vera hægt, en ráðfærðu þig samt við rafvirkjann. Sjálfur er ég rafeindavirki (eða smáspennuhommi samkvæmt rafvirkjum :-), en hef unnið töluvert í kringum veiturafmagn.

Sævar Örn wrote:32amp~360v


Getur ekki verið að þetta sé frekar 380V? Þá er þetta 230/400V kerfi, sem hét áður 220/380V þar til viðmiðunarspennan var hækkuð í 230V í einhverri Evrópusamhæfingunni. Ef að núllið er til staðar, sem það ætti að vera, þá geturðu náð þér í einfasa 32A grein með því að taka einn fasann á móti núllinu. Til að uppfylla ýtrustu öryggiskröfur væri kannski rétt að setja 20 eða 25A útsláttaröryggi á fasann, ef það er það sem er uppgefið á suðunni. Það getur líka verið til þægindaauka ef taflan er óaðgengileg, þar sem það öryggi ætti að slá út á undan 32A örygginu þar.

Ath. að þú ættir ekki að nota venjulegann "schuko" tengil við svo stórt öryggi, þar sem þeir eru bara gefnir upp fyrir 16A. Annaðhvort að fasttengja suðuna eða setja öflugan tengil, t.d. eldavélatengil eða bara þrífasa tengil.

--
Kveðja, Kári.

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Posted: 26.nóv 2017, 21:12
frá Sævar Örn
já meiningin væri að setja þrífasatengil þó hann yrði ekki nýttur til fulls, ég fæ fagmann í verkið ég treysti mér í flest en læt þessa hluti í friði!

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Posted: 19.mar 2019, 08:50
frá Startarinn
Til að vekja gamlan þráð, þá er ég að dunda mér við að mála lyftinga drumb sem ég smíðaði fyrir konuna í haust, ásamt almennri tiltekt í skúrnum áður en ég byrja á ryðbótum á Patrol haugnum sem ég fékk í skiptum fyrir Bölverk

20190318_202928.jpg
20190318_202928.jpg (3.07 MiB) Viewed 2748 times

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Posted: 19.mar 2019, 21:07
frá Gisli1992
Bara svona til að vera með þá keypti eg mer pajero sport v6 bensin sem var farinn a heddpakningum og ætlaði að laga hann en svo var vist meira a bakvið það en við var að búast þegar hedd voru tekinn af sást að hann var sprunginn a báðum heddum og sprunga a milli 2 og 3 sylender þannig þá var ákveðið að breyta honum bara i 2.5td sem er ættuð úr pajero sport svo verður farið i 38-44” breyttingu án þess að skell honum a hasingu að framan

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Posted: 20.mar 2019, 07:10
frá sukkaturbo
Jamm er með langtímaverkefni Unimog 406 Tracktor 1970.Til að ég komist inn í hann verð ég að lengja húsið um 25 cm og er það langt komið

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Posted: 20.mar 2019, 17:55
frá íbbi
svona með velferð spjallsins í huga þá er kannski um að gera að henda þessu hingað. þó é ghafi nú sagt frá þessu í þræðinum um bílinn.


ég er nú ekki ennþá búinn að gera upp þennan blessaða skúr. ég er hinsvegar að verða búinn að gera upp húsið sem hann tilheyrir. það er að komast upp í vana að fresta ætluðum breytingum og bætingum á skúrnum. skúrinn hefur þjónað tryggilega því verki og þessi tvö sumur hef ég notað hann til að hræra steypu, saga, smíða, klippa til bárujárn.

svo hefur verið eitthvað hömluleysi í gangi með þennan blessaða ram minn og ég bæti bara og bæti á listann yfir áætlaðar aðgerðir þar, og því hefur skúrinn tekið höggið og er ég búinn að vera dunda í bílnum þarna inni í vetur.

ég er nú samt eitthvað búinn að gera, ég lagði rafmagn í hann og setti 3ja fasa tengla, og kom upp almennilegum ljósum. og svo var alveg verkefni út af fyrir sig að hreinsa draslið út úr honum sem var sumt hvert jafn gamalt skúrnum.

ég ætlaði að fara í skúrinn í sumar, en m.v stöðuna á bílnum þá hugsa ég að ég haldi bara áfram með bílinn og fresti skúrnum aftur. ég er búinn að eyða síðustu tveim sumrum eins og þau leggja sig í húsaviðgerðir og græt það svosum ekki að minnka þær örlítið þetta sumarið

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Posted: 13.apr 2019, 16:32
frá jeepson
Ég þykist vera að smíða upp jeppann. En geri meir af því að panta í hann en að gera eitthvað af viti. En stefnan er að koma auka mælum fyrir á morgun, það týnist hægt og rólega inn frá kínamann í úrhleypi búnað. Þarf að finna nennu svo til að framkæma meir. Maður er búinn að vera frekar latur uppá síðkastið.

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Posted: 13.apr 2019, 18:36
frá snowflake
Það bærináhugavert að fá linka frá kínamann yfir það sem þú ert búinn að panta í úrhleypibúnað o.fl :)

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Posted: 13.apr 2019, 20:10
frá jeepson
snowflake wrote:Það bærináhugavert að fá linka frá kínamann yfir það sem þú ert búinn að panta í úrhleypibúnað o.fl :)


Þetta eru aðalega slöngur, legrís og gegnumtök. Ásamt realy til að stjórna svo. En ég skal sjá hvort að ég geti ekki grafið þetta upp. annars leitaði ég bara af pneumatic solinoid valve og þá komu ýmsar uppástungur líka. Er svona að skoða hvaða loka ég mun taka. Það er að ýsmu að huga þegar að það kemur að þeim sé ég. Búinn að finna held ég mælana sem að ég reikna með að nota.

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Posted: 14.apr 2019, 01:42
frá olei
innlegg um segulloka flutt á sérþráð..

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Posted: 14.apr 2019, 19:32
frá íbbi
maður notar tækifærið meðan bíllinn er úti og uppfærir vinnuaðstöðuna. náði mér í 2 þrepa loftpressu 425l/min og dró sanblásturskassan úr geymsluni og setti kefli á vegginn

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Posted: 18.apr 2019, 17:18
frá jeepson
20190418_131950.jpg
20190418_131950.jpg (3.96 MiB) Viewed 1860 times
20190418_132019.jpg
20190418_132019.jpg (4.14 MiB) Viewed 1860 times
Skellti 4stk af KC daylighter á jeppann í dag. Legan komin í AC dæluna. Nú þarf bara að fara græja það saman og setja dæluna í. Á eftir að skoða betur hvernig ég græja lagnirnar. Reikna með að skera orginal lagnirnar af og snitta fyrir nipplum og smíða nýjar slöngur. Legg svo hluta af loft kerfinu í plast slöngum.