Hvað er að gerast í skúrnum?


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá birgthor » 11.des 2011, 09:22

@Hobo, hefurðu ekkert velt því fyrir þér að vera með karltengið í stuðaranum og kerlinguna á slöngunni. Ég hef alltaf verið með þetta svoleiðis og því er kúplingin ávallt heit og hrein þegar á að nota hana.


Kveðja, Birgir

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá hobo » 11.des 2011, 09:31

Hef reyndar ekki pælt mikið í því.
Kerlingin sem er gölluð tengist ekkert kuldanum, hún er alltaf laus og liðug en skýtur bara kallinum út ef kallinum er snúið inn í kellingunni..... (vá hvað þetta hljómar ekki vel!)

Þar að auki geymi ég slönguna alltaf á pallinum þannig að það bíttar engu.
Er meira til í að hafa kúplingu að aftan svo maður þurfi ekki að labba fram fyrir bílinn til að stinga í samband. (já maður er orðinn latur jeppamaður)

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá hobo » 11.des 2011, 09:35

Ef karlinn er á stuðaranum, þá er loftkerfið orðið opið þegar slangan er ekki á og get þá ekki byggt upp þrýsting. Þetta er fínt eins og þetta er..

Ég er vanur að kveikja á loftdælunum fara svo út að dæla. En ef ég sný þessu við þarf ég þá ekki að fyrst að fara út og taka hetturnar af svo þær skjótist ekki af?

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Hjörturinn » 11.des 2011, 10:56

Ég er vanur að kveikja á loftdælunum fara svo út að dæla. En ef ég sný þessu við þarf ég þá ekki að fyrst að fara út og taka hetturnar af svo þær skjótist ekki af?

Bara setja krana á lögnina
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Startarinn » 14.mar 2012, 11:30

Ég komst að þeirri niðurstöðu um daginn að afturhásingin væri bogin í hiluxinum hjá mér, svo ég kippti henni undan og fór að skoða og ákvað að reyna að rétta hana.
Það var ekki hlaupið að því að finna hvar hún væri bogin eða hvort þetta væri jafnt yfir allt rörið svo ég ákvað að sjóða bara í hana endilanga.
Ég læt myndirnar tala, verst að ég gleymdi að taka mynd af mátanum eftir að ég var búinn :(
Photo0187.jpg
Réttskeiðin

Photo0189.jpg
Réttskeiðin

Photo0188.jpg

Photo0192.jpg
Búið að leggja niður tvo strengi hvoru megin

Photo0194.jpg
Bætt við 4 strengjum þeim megin á hásinguna sem ég vissi að væri verri eftir hjólastöðumælingu á bílnum áður en hásingin var tekin undan

Photo0197.jpg
Allt klárt og skekkja komin niður í 0,5 mm mælt milli enda á réttskeiðum á flöngsum (var 8mm í hina áttina áður en ég byrjaði að sjóða)


Það sem liggur fyrir núna er að koma Wide band AFR nema og mæli fyrir í bílnum, narrow band pústskynjarinn var hvort sem er ónýtur og kostaði litlu meira að fara í Wide band en fæ í staðinn upplýsingar um hvernig eldsneytisblandan er.
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá jeepson » 14.mar 2012, 17:16

Þar sem að skúrinn minn er of lár, þá þarf ég að era alt útá hlaði. En ég var að enda við að skipta um startarann í jeppanum mínum. En þar síðustu helgi var skipt um glóðarkerti og afturhásingu. Nú er maður kominn með læsingu handstýrð glóðarkerti. Svo ef að veður leyfir á næstkomandi helgum þá fer maður í að skipta um framöxla og pakkdósir og liðhúsa pakdósir :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Startarinn » 14.mar 2012, 19:44

Photo0185.jpg
Þessi er því sem næst klár, hún verður sett aftur í volvo til prófana og fer svo í Hilux í haust ef plönin ganga upp
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá jeepson » 14.mar 2012, 20:00

Startarinn wrote:
Photo0185.jpg


nau nau. Lego dublo mótor :D Litirnir gefa það til kynna hehe.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Startarinn » 14.mar 2012, 20:23

jeepson wrote:Þar sem að skúrinn minn er of lár, þá þarf ég að era alt útá hlaði. En ég var að enda við að skipta um startarann í jeppanum mínum. En þar síðustu helgi var skipt um glóðarkerti og afturhásingu. Nú er maður kominn með læsingu handstýrð glóðarkerti. Svo ef að veður leyfir á næstkomandi helgum þá fer maður í að skipta um framöxla og pakkdósir og liðhúsa pakdósir :)


Þetta er meiri dugnaðurinn að skipta um hásingu úti á plani um hávetur, en maður verður víst að redda sér með það sem maður hefur

Hehe, þú ert ekki sá fyrsti sem nefnir lego litina
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá jeepson » 14.mar 2012, 21:39

Startarinn wrote:
jeepson wrote:Þar sem að skúrinn minn er of lár, þá þarf ég að era alt útá hlaði. En ég var að enda við að skipta um startarann í jeppanum mínum. En þar síðustu helgi var skipt um glóðarkerti og afturhásingu. Nú er maður kominn með læsingu handstýrð glóðarkerti. Svo ef að veður leyfir á næstkomandi helgum þá fer maður í að skipta um framöxla og pakkdósir og liðhúsa pakdósir :)


Þetta er meiri dugnaðurinn að skipta um hásingu úti á plani um hávetur, en maður verður víst að redda sér með það sem maður hefur

Hehe, þú ert ekki sá fyrsti sem nefnir lego litina


Hehe. Pabbi var með renault sendi tík einusinni og við kölluðum hann lego dublo. Hann var raður,grænn og gulur minnir mig, maður verður nú að hafa gaman að þessu. Og já það gleymdist víst að taka það fram að það var sipt um hásingu innan dyra. Hjá Kristjáni félaga mínum. örninn hérna á spjallinu :) En annars gerir maður þetta bara út á plani. En það þýðir líka að maður verður að stíla inná veðrið.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Svenni30 » 14.mar 2012, 21:43

Líst vel á að setja þessa í hiluxinn. Verður gaman að fylgjast með þessu hjá þér.
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"


uxinn9
Innlegg: 104
Skráður: 10.feb 2011, 22:51
Fullt nafn: Arnar Þór Hjaltason
Bíltegund: Toyota hilux Dc
Staðsetning: Akureyri

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá uxinn9 » 14.mar 2012, 22:35

Billin hjá mér er búinn að vera inni í skúr síðustu vikur er að verða búinn að smíða undir hann hásingu
ásamt lofttjakk á aftur læsinguna ofl það eru einhverjar mindir á síðuni minn http://spec.123.is//
kv Arnar

User avatar

nobrks
Innlegg: 327
Skráður: 31.jan 2010, 21:12
Fullt nafn: Kristján Arnór Gretarsson

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá nobrks » 14.mar 2012, 22:59

Brettakantasmíði í hjólageymslunni ;)

Pláss fyrir áfyllingarlok í afturkanti
Image
Framkantur heflaður til
Image

User avatar

Baikal
Innlegg: 59
Skráður: 01.feb 2010, 02:27
Fullt nafn: Jón Kristjánss
Bíltegund: Hilux

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Baikal » 15.mar 2012, 00:25

Startarinn wrote:
Photo0185.jpg

Naunau!!!!! bara Gay pride motor hehe
I don't suffer from insanity, I enjoy every minute of it....

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá jeepson » 17.jún 2012, 12:39

Jæja. Hvað er að frétta úr skúrnum hjá ykkur?? Pattinn minn tendur inní skúr hjá bróðir mínum og bíður eftir trissu framan á sveifarásinn. Trissann losnaði og skemdi kílsporið. Kílsporið á ásnum skaddaðist eitthvað líka. En ég ætla að líma hina trissuna með legulími og botlan líka. Svo verður þetta hert 5-10nm yfir hersluna sem að á að vera á þessu.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá hobo » 17.jún 2012, 12:55

Ég ryðbætti afturhlerann í vor, sauð nýjan topp á hann og sprautaði svo.
Lagaði líka stuðarann undir hleranum, sparslaði og sprautaði.
Næst er að taka afturkantana af og laga til undir þeim, það er farið að myndast leiðinda ryð fyrir framan og aftan þá.

Annars er maður lítið búinn að hugsa um jeppann síðasta mánuðinn, farinn að ferðast allt á reiðhjóli. Sparnaðurinn af því fer auðvitað í meira bensín næsta vetur.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Startarinn » 17.jún 2012, 22:01

Skúrinn minn er í tveimur landshlutum í augnablikinu, það eru ekki miklar framkvæmdir, ég er að flytja frá Keflavík á Sauðárkrók í næsta fríi og er kominn með nánast allt úr skúrnum og stórann hluta af búslóðinni norður, það bergmálar í stofunni í Keflavík.
Að öllum líkindum gerist eitthvað í skúrnum í september þegar ég er búinn að koma mér fyrir
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

LFS
Innlegg: 579
Skráður: 10.apr 2010, 11:39
Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
Bíltegund: nissan patrol y60

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá LFS » 17.júl 2012, 20:17

keypti þennan i vor ætla að taka hann i gegn i rolegheitunum
Image

skipta um silsa
Image
Image
Image

svo er verið að gera sd33t klara ofan i pattann !
Image

og boddyið sett á til prufu
Image
1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá -Hjalti- » 17.júl 2012, 22:59

Flottur letti ! Gaman að eiga svona útá plani en ekki mikið meira en það :)
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

LFS
Innlegg: 579
Skráður: 10.apr 2010, 11:39
Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
Bíltegund: nissan patrol y60

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá LFS » 17.júl 2012, 23:59

-Hjalti- wrote:Flottur letti ! Gaman að eiga svona útá plani en ekki mikið meira en það :)


hehe það er nefnilega akkurat þannig þettað verður bara for show en hann er fornbill svo eg grenja það ekki að hafa hann óhreyfðan a numerum !
1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"


jongunnar
Innlegg: 220
Skráður: 14.jún 2011, 21:03
Fullt nafn: Jón Gunnar Mýrdal

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá jongunnar » 14.okt 2012, 08:26

Jæja ég er eitthvað byrjaður að gera núna. Stefni á að vera klár í Janúar ( veit ekki hvaða ár samt)
http://www.facebook.com/media/set/?set=a.10150679929699797.421623.757209796&type=3
Þar sem ég kann ekki ennþá að setja inn myndir hér þá er myndasafnið opið á feisinu.
Ef það er ekki olía undir enskum bílum þá er ekki olía á þeim

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá hobo » 14.okt 2012, 10:00

Flott hjá þér Jón Gunnar.
Það stefnir þá í hitting á fjöllum í vetur.


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá birgthor » 14.okt 2012, 11:17

Þetta er lokað albúm hjá þér Jón Gunnar, allavega fyrir svona antifeisbúkka eins og mig :)
Kveðja, Birgir

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá hobo » 14.okt 2012, 11:28

Já ég þurfti reyndar að stelast inná annan aðgang til að geta skoðað þetta, magnað hvað þessi feisbook bóla ætlar að hanga ;)

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá jeepson » 14.okt 2012, 11:51

hobo wrote:Já ég þurfti reyndar að stelast inná annan aðgang til að geta skoðað þetta, magnað hvað þessi feisbook bóla ætlar að hanga ;)


Ertu ekki með facebook drengur? Annars er lítið ða frétta úr skúrnum hjá mér. En maður fer að fara að byrja að gera eitthvað.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

GFOTH
Innlegg: 1025
Skráður: 18.apr 2010, 20:42
Fullt nafn: G.Fannar Ó.Thorarensen
Bíltegund: NISSAN PATROL

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá GFOTH » 14.okt 2012, 16:03

Ég er aðeins að taka minn patta í gegn fyrir veturinn

neðsta myndinn er eins og hann var
Viðhengi
20120923_181152.jpg
20120916_010022.jpg
patti2.JPG
Nissan Patrol 2000 44" Y61
Nissan Patrol 1991 33" Y60 SELDUR
Nissan Terrano 1999


jongunnar
Innlegg: 220
Skráður: 14.jún 2011, 21:03
Fullt nafn: Jón Gunnar Mýrdal

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá jongunnar » 14.okt 2012, 20:18

birgthor wrote:Þetta er lokað albúm hjá þér Jón Gunnar, allavega fyrir svona antifeisbúkka eins og mig :)

Biggi þú verður að vera á feisbúkk til að sjá en þetta er opið albúm. Síðan geturðu bara kíkt í kaffi á skagann ;)
Ef það er ekki olía undir enskum bílum þá er ekki olía á þeim

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá -Hjalti- » 14.okt 2012, 23:08

Er að láta sprauta Runnerinn aftur þessa dagana og skipta út ónýtum afturhurðum.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá kjartanbj » 14.okt 2012, 23:21

hobo wrote:Já ég þurfti reyndar að stelast inná annan aðgang til að geta skoðað þetta, magnað hvað þessi feisbook bóla ætlar að hanga ;)


magnað hvað þú ætlar að vera þrjóskur lengi ;) :Þ
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá kjartanbj » 14.okt 2012, 23:23

annars er ég alltaf að gera eitthvað við minn, ýmislegt viðhald og breyta og bæta, en stendur samt klár fyrir veturinn fyrir utan
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

GFOTH
Innlegg: 1025
Skráður: 18.apr 2010, 20:42
Fullt nafn: G.Fannar Ó.Thorarensen
Bíltegund: NISSAN PATROL

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá GFOTH » 20.des 2012, 11:03

[quote="GFOTH"]Ég er aðeins að taka minn patta í gegn fyrir veturinn

þá er hann að fara að vera tilbúinn
Viðhengi
Patti_fyrir_og_eftir.jpg
006.JPG
Nissan Patrol 2000 44" Y61
Nissan Patrol 1991 33" Y60 SELDUR
Nissan Terrano 1999

User avatar

joisnaer
Innlegg: 482
Skráður: 03.feb 2010, 16:03
Fullt nafn: Jóhann Snær Arnaldsson

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá joisnaer » 20.des 2012, 12:36

þetta er ferlega flottur litur, hvaða lakk er þetta?
Land Rover Defender tdi300 næstum 44" breyttur


silli525
Innlegg: 109
Skráður: 27.okt 2011, 08:54
Fullt nafn: Sigvaldi Þ Emilsson

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá silli525 » 20.des 2012, 17:57

Geggjaður litur.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá jeepson » 20.des 2012, 18:22

Þessi blái litur bara svo flottur að mig á eftir að dreyma um að hafa pattann minn í þessum lit næstu nætur. En svona smá að fara að gerast í skúrnum hjá mér. Ég var að fá leður sæti úr grand cherokee sem eru rafstýrð. Ég keypti sem sætin sem ljós grá og taldi það henta vel í bílinn þar sem að sætin eru ljós grá sem eru í honum. En svo eru þau brúnleit. En það verður að hafa það.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá -Hjalti- » 20.des 2012, 18:39

GFOTH wrote:
GFOTH wrote:Ég er aðeins að taka minn patta í gegn fyrir veturinn

þá er hann að fara að vera tilbúinn


ánægður með að þú settir ekki klunnalegu "nýju" kantana á hann :)
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá kjartanbj » 20.des 2012, 18:42

lítið að gerast í mínum "skúr" þarf að græja pinnbolta í liðhúsinu hjá mér sem er brotin, semsagt einn af fjórum er brotinn, græja það á næstu dögum, allavega þannig hann verði klár fyrir næstu ferð sem er plönuð beint eftir áramót , kannski möguleiki á einhverri dagsferð samt milli jóla og nýárs
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá jeepcj7 » 20.des 2012, 19:01

-Hjalti- wrote:
GFOTH wrote:
GFOTH wrote:Ég er aðeins að taka minn patta í gegn fyrir veturinn

þá er hann að fara að vera tilbúinn


ánægður með að þú settir ekki klunnalegu "nýju" kantana á hann :)

Djöfull er ég sammála þarna þetta nýja kantalúkk er bara ekki að gera sig að mínu mati.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Fetzer
Innlegg: 376
Skráður: 31.okt 2010, 21:28
Fullt nafn: Aron Agnarsson

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Fetzer » 20.des 2012, 19:27

Flottur litur !
Land Cruiser 70 1989 í uppgerð
Hyundai Terracan 38"

User avatar

GFOTH
Innlegg: 1025
Skráður: 18.apr 2010, 20:42
Fullt nafn: G.Fannar Ó.Thorarensen
Bíltegund: NISSAN PATROL

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá GFOTH » 20.des 2012, 20:08

þá er hann að fara að vera tilbúinn[/quote][/quote]

ánægður með að þú settir ekki klunnalegu "nýju" kantana á hann :)[/quote]
Djöfull er ég sammála þarna þetta nýja kantalúkk er bara ekki að gera sig að mínu mati.[/quote]


Mér finnst nýju kantanir ekki flottir,
en það voru nokkrir sem voru að reyna að fá mig til að setja nýju kantana á hann.
þetta voru 44" kantar breikkaðir um 7cm og leingdir um 7cm að framan.
Nissan Patrol 2000 44" Y61
Nissan Patrol 1991 33" Y60 SELDUR
Nissan Terrano 1999

User avatar

Fetzer
Innlegg: 376
Skráður: 31.okt 2010, 21:28
Fullt nafn: Aron Agnarsson

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Fetzer » 20.des 2012, 20:17

áttu ekki mynd á 44" ?
Land Cruiser 70 1989 í uppgerð
Hyundai Terracan 38"


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 8 gestir