Hvað er að gerast í skúrnum?

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá hobo » 19.aug 2013, 21:04

Maður situr ekki auðum höndum með Trooper, það er nú víst.
Alltaf gott að vita að það bíður manns eitthvað heima, ef ekki viðgerðir þá tölvuhangs að skoða workshop manual eða erlendar Troopersíður.

Ég er að fá dísel ofan í pönnu og er búinn að skipta um spíssahulsuþéttingar og ekkert lagaðist.
Mig grunar að heddið sé sprungið, ekki ólíklegt miðað við forsögu þessa bíla. Vélarnar mega ekki hitna, þá springur heddið.
Bíllinn lak vatni þegar ég keypti hann og vantaði eitthvað af frostlegi. Svo það er ekki ólíklegt að hann hafi fengið að hitna í fortíðinni.
Ef heddið er OK þá koma spíssarnir næst upp í vitnastúku, og þarnæst háþrýstismurolíudælan.

Er að spá í að taka bara alla vélina úr, af því mig langar það svo mikið. Einnig svo ég geti virt þetta vélarundur betur fyrir mér.



Image



User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá jeepson » 19.aug 2013, 21:59

Lítið búið ða gerast í skúrnum hjá mér undanfarið. Á laugardaginn tókum við 2 vinnufélagarnir til og skiptum um kúplingu í frúar pattanum. Eftir skiptin snuðaði bíllinn enþá. Ég reyndi að telja mér trú um að aflið væri bara svo mikið og rétt búinn að hringja og panta sverustu kúplingu fyrir cummins. hohoho. Ég reiddist bílnum svo mikið að ég rauk útí húdd og aftengdi vacumið inná höfuðdæluna fyrir kúplinguna. Þá gat ég nú brunað upp fagradalin til þess að komast heim. Á leiðinni heim sló ég á þráðinn til hans Guðna vinar míns á Sigló. Eftir smá spjall og spekúleringar var ákveðið að taka höfuðdæluna ásamt vacum kútnum úr varahluta bílnum hjá litla bróðir til þess að prufa. Og vitið menn. Eftir að hafa skipt um dæluna ásamt vökva virkaði alt voða fínt. Og ég hugsaði mikið um hversu vitlaust það var að splæsa í nýja kúplingu. Jú ég hafði í það minsta nýja kúplingslegu þar sem að sú gamla var komin á tíma. Svo skrapp ég úr sólinni hérna á Eskifirði í rigninuna uppá héraði. Á leiðinni heim tók ég eftir því að kúplingin var eitthvað farin að taka mjög ofalega, og pedallinn farinn að stífna. Þá var maður farinn að verða pirraður aftur. Þegar heim var komið var hringt í patrol sérfræðing að nafni Jónas Jónasson. og spjallað smá við hann. Niðursstaðan var sú að ég myndi prufað auka slagið á pedalanum aðeins meira. Svo var farið og prufað og keyrt upp Hólmahálsin á 3000sn í fimta gír og svo prufað að kúpla. Og alt virðist vera í lagi. Næst á dagskrá verður að endurnýja bremsurörin sem eru á afturhásinguni. Það fór eitt rör á laugardaginn og en og aftur var farið í varahlutabílinn hjá litla bróðir og rifið úr.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Sævar Örn » 20.aug 2013, 19:10

Hobo, Ég samhryggist.

Ég hef gert það sama á ágætis launum sem bifvélavirki og mér fannst það samt hörmung :)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Stjáni
Innlegg: 460
Skráður: 28.apr 2010, 13:36
Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
Bíltegund: Jeep cj5
Staðsetning: Reykjavík

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Stjáni » 20.aug 2013, 19:26

erum einmitt búnir að vera að vandræðast með einn svona trooper, bíllinn "var í lagi" þegar hann kom til okkar og við skiptum um dísur í honum og núna er hann erfiður í gang og reykir mjög miklu hvítu og grútmáttlaus, búnir að skipta um flestalla skynjara og engin breyting!

Afsakið að ég stelist með þetta inní þennan þráð hehe sá bara að Hobo er eitthvað að brasa í svona herlegheitum ;)

kv. stjáni

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá hobo » 20.aug 2013, 20:09

Takk fyrir samhuginn.
Eins gott að maður hafi gaman að vélaviðgerðum, og að leysa vandamál. Annars hefði ég ekki keypt þennan :)

Annars er þetta ekkert mál, ég bíð bara eftir snjó á suðvesturhorninu. Þá verður ekki farið lengra en a Úlfarsfell og Mosfellsheiði.

Nú súpa sjálfsagt margir Jeep/Willys kallar hveljur, en mér finnst eitt líkt með þeim bílum og Trooper. Þeir eru eins í hvíldarstöðu, inn í skúr með opið húdd.

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá gislisveri » 20.aug 2013, 23:24

hobo wrote:Takk fyrir samhuginn.
Eins gott að maður hafi gaman að vélaviðgerðum, og að leysa vandamál. Annars hefði ég ekki keypt þennan :)

Annars er þetta ekkert mál, ég bíð bara eftir snjó á suðvesturhorninu. Þá verður ekki farið lengra en a Úlfarsfell og Mosfellsheiði.

Nú súpa sjálfsagt margir Jeep/Willys kallar hveljur, en mér finnst eitt líkt með þeim bílum og Trooper. Þeir eru eins í hvíldarstöðu, inn í skúr með opið húdd.


Willys er nú oftast ekki með neitt húdd inni í skúr, jafnvel bara með gluggastykki, grill og stóra drauma.

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá StefánDal » 20.aug 2013, 23:31

gislisveri wrote:
hobo wrote:Takk fyrir samhuginn.
Eins gott að maður hafi gaman að vélaviðgerðum, og að leysa vandamál. Annars hefði ég ekki keypt þennan :)

Annars er þetta ekkert mál, ég bíð bara eftir snjó á suðvesturhorninu. Þá verður ekki farið lengra en a Úlfarsfell og Mosfellsheiði.

Nú súpa sjálfsagt margir Jeep/Willys kallar hveljur, en mér finnst eitt líkt með þeim bílum og Trooper. Þeir eru eins í hvíldarstöðu, inn í skúr með opið húdd.


Willys er nú oftast ekki með neitt húdd inni í skúr, jafnvel bara með gluggastykki, grill og stóra drauma.


"jafnvel bara með gluggastykki, grill og stóra drauma."

Þú ert alveg að lýsa mínum Willys. Skúffa, grill, húdd, hellingur af gramsi og mjög stórir draumar. Drífur miklu meira en þinn samt.


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá biturk » 21.aug 2013, 11:09

hobo wrote:Maður situr ekki auðum höndum með Trooper, það er nú víst.
Alltaf gott að vita að það bíður manns eitthvað heima, ef ekki viðgerðir þá tölvuhangs að skoða workshop manual eða erlendar Troopersíður.

Ég er að fá dísel ofan í pönnu og er búinn að skipta um spíssahulsuþéttingar og ekkert lagaðist.
Mig grunar að heddið sé sprungið, ekki ólíklegt miðað við forsögu þessa bíla. Vélarnar mega ekki hitna, þá springur heddið.
Bíllinn lak vatni þegar ég keypti hann og vantaði eitthvað af frostlegi. Svo það er ekki ólíklegt að hann hafi fengið að hitna í fortíðinni.
Ef heddið er OK þá koma spíssarnir næst upp í vitnastúku, og þarnæst háþrýstismurolíudælan.

Er að spá í að taka bara alla vélina úr, af því mig langar það svo mikið. Einnig svo ég geti virt þetta vélarundur betur fyrir mér.



Image


Það leiðir ekkert gott af sèr að virða þennan mótor fyrir sér. Allt frá því að þú opnar húddið og þar til þú lokar því aftur áttu ömurlegustu stund ævi þinnar
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá hobo » 21.aug 2013, 15:17

Það er greinilega þín reynsla Gunnar.
Mér finnst bara gaman að stússast í þessu.


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá biturk » 21.aug 2013, 16:04

Haha já enda ekkert nema gott við að menn hafi misjöfn áhugamál..og kannski gott þar sem ég á varahlutabíl:)
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá StefánDal » 21.aug 2013, 16:40

biturk wrote:Haha já enda ekkert nema gott við að menn hafi misjöfn áhugamál..og kannski gott þar sem ég á varahlutabíl:)


Svona er fólk misjafnt. Ég myndi tildæmis aldrei nenna að krukka í gamalli Ferozu ;)


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá biturk » 21.aug 2013, 17:26

StefánDal wrote:
biturk wrote:Haha já enda ekkert nema gott við að menn hafi misjöfn áhugamál..og kannski gott þar sem ég á varahlutabíl:)


Svona er fólk misjafnt. Ég myndi tildæmis aldrei nenna að krukka í gamalli Ferozu ;)


En..þær eru æðislegar...enda á ég 3 ;)
head over to IKEA and assemble a sense of humor


Stjáni
Innlegg: 460
Skráður: 28.apr 2010, 13:36
Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
Bíltegund: Jeep cj5
Staðsetning: Reykjavík

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Stjáni » 21.aug 2013, 23:56

Þetta er það sem er að gerast hægt og rólega hjá mér,
Nenni ekki akkúrat núna að leggjast yfir það að læra að setja myndir hér inn en það kemur að því von bráðar hehe svo ég set bara link á myndir hér og albúmið er öllum opið :)

https://www.facebook.com/krissimar/medi ... 239&type=3

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Startarinn » 20.sep 2013, 18:02

Mig vantaði helminginn af hakkinu sem ég átti í frystikistunni og ákvað að fara auðveldu leiðina:
Photo0388.jpg
Photo0388.jpg (149.64 KiB) Viewed 11534 times
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá gislisveri » 20.sep 2013, 22:24

Startarinn wrote:Mig vantaði helminginn af hakkinu sem ég átti í frystikistunni og ákvað að fara auðveldu leiðina:
Photo0388.jpg


Hva, áttu ekki slípirokk eða?

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá ellisnorra » 20.sep 2013, 22:31

gislisveri wrote:
Startarinn wrote:Mig vantaði helminginn af hakkinu sem ég átti í frystikistunni og ákvað að fara auðveldu leiðina:
Photo0388.jpg


Hva, áttu ekki slípirokk eða?



NEXT TIME! Og muna að pósta mynd!
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá HaffiTopp » 20.sep 2013, 22:46

Nei nei. Nota bara gas og súr og brenna þetta í tvennt ;)

User avatar

Gilson
Innlegg: 70
Skráður: 21.aug 2012, 22:28
Fullt nafn: Gísli Þór Sigurðsson

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Gilson » 21.sep 2013, 00:08

Já, svona two in one. Hakkið í tvennt og tilbúið til átu :)


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá kjartanbj » 21.sep 2013, 00:50

ég er að lækka hlutföllinn í Land Cruisernum, fara úr 4.10 í 4.56 og svona smá dunderí meðþví
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Hr.Cummins » 23.sep 2013, 22:10

Gafst upp á beinbíttinu, seldi NV4500 kassann og kúplinguna góðu...

Er með RE47 úr 2002 Cummins RAM, komin á borðið og byrjaður að slíta úr henni innyflin...

Er síðan með TF727 úr 1989 Cummins RAM, hún fer í bílinn og verður í honum fyrir innanbæjarsnattið á meðan að ég smíða hinn gírinn upp....

Þannig að ég er með RE47 gírinn á skurðborðinu og er búinn að versla eftirfarandi;

5 diska ATS Converter
Suncoast "Constant" High Pressure Reverse-Manual Ventlabox
ATS krómstál input, main og output öxlar...
Torrington legur í ALLT nema output öxul, Borg Warner roller bearing þar.
Planið er síðan að bora húsið til að auka smur á "rear roller clutch".
Keypti overdrive plánetu sem að er með 5 pinion.
RED ALTO diskar í allt og KOELENE stál.
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Freyr » 24.sep 2013, 12:03

Lýst vel á þetta mr. Cummins, hvaða fjall á svo að færa ;-)


Heiðar Brodda
Innlegg: 623
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Heiðar Brodda » 24.sep 2013, 13:30

Sælir er að vinna í 4runner '86 er að skipta út tímakeðju,hjólum,sleðum og strekkjara sem sagt allt nýtt og það var komin tími á dótið og færsla á afturhásingu er í myndinni svona á milli 12-36cm einnig úrhleypi búnaður aircon dæla úr pajero eða vw +loftkútur-ar jafnvel stækkun á tönkum en ætla að byrja á færslu kv Heiðar Brodda

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá hobo » 28.sep 2013, 19:33

Búinn að vera að gera varaheddið klárt í dag. Kom í ljós að einn ventillinn er aðeins skakkur og þarf ég að kaupa nýjan. Svo er bara að ventlastilla og get ég gert það upp á borði. Þegar allt er klárt þá er fljótlegt að svissa heddum þegar það ónýta er komið úr bílnum.

Hvað finnst ykkur um að nota mismunandi glóðarkerti? Öll eru þau 11V auðvitað, en eitt er ónotað, og hin 3 mjög lítið notuð. Þá eru þau af þremur gerðum(tegundum)...


Image

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Freyr » 28.sep 2013, 20:48

Blessaður prófaðu bara þessi kerti sem þú átt. Muna bara að setja vel af koparslip og þá er euðvelt að ná þeim úr seinna ef þörf er á.

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá hobo » 28.sep 2013, 21:09

Já best að prófa þetta bara, tími ekki alveg að kaupa ný kerti þegar maður á þau til lítið notuð.
Þreif kertagötin vel með mjóum vírbursta. Svo var kónninn hreinsaður sérstaklega í kertagatinu, þar sem aðalvandamálið er að það sótar framhjá kóninum og upp með kertinu og þá er allt fast.


olafur f johannsson
Innlegg: 703
Skráður: 14.aug 2010, 21:35
Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
Staðsetning: Akureyri

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá olafur f johannsson » 28.sep 2013, 21:19

Það sem er næst á dagskrá í 4runner hjá mér er að setja nýjan skinjar fyrir hitamælin á vélinni og aðra kastar að framan já og ný framljós þessi gömlu lýsa ekkert séstaklega vel núna
Síðast breytt af olafur f johannsson þann 29.sep 2013, 18:19, breytt 1 sinni samtals.
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá jeepson » 28.sep 2013, 21:21

Ég sé ekki að það sé neitt að því að nota kertin þó svo að þau séu ekki öll að sömu tegund. Svo lengi sem að þau virka.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

ofursuzuki
Innlegg: 270
Skráður: 31.jan 2010, 15:47
Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
Staðsetning: Skagaströnd
Hafa samband:

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá ofursuzuki » 29.sep 2013, 17:27

Er aðeins að krukka í Patrol. Eitt og annað sem laga þarf og eitt af því er að losna við "pallhúsið" því það er orðið mjög lélegt.
Bíllinn er ekki mikið ryðgaður en það er smá aftast í skúffunni, sennilega vegna þess að þar hefur setið vatn því húsið hélt ekki vatni. Henti hér inn nokkrum myndum.
Image
Sullaði smá lit á felgurnar, þetta eru gamlar krómfelgur sem hafa verið málaðar en það er komið mikið af pollum í þær.
Verður látið duga að sinni.
Image
Bara ónýtt, af með þetta.
Image
Hókus pókus, farið, nú á ég Patrol pickup.
Image
Hugmyndin er að búa til skúffu og setja ofan á hliðarnar til að loka þeim.
Image
Smá ryð.
Image
Og smá meira ryð.
Image
Allt í vinnslu.
Image
Þetta er allt að koma.
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá hobo » 22.okt 2013, 21:02

Dagurinn hjá mér fór í að koma rafmagns loftdælunni fyrir. Ætlaði að hafa hana í kassa aftan á hlera en mér hugnaðist ekki leggja rafmagn þangað.
Fann góðan stað fyrir framan vatnskassa og fyrir aftan grill, útbjó mér festingu og er rafmagnið langt komið með takka inni. Ætla svo að græja slöngur fyrir loftinntakið fyrir dæluna á einhvern góðan stað þar sem snjór og bleyta kemst ekki að.
Kostirnir við þennan stað er lítið spennufall og góð kæling.

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá AgnarBen » 22.okt 2013, 22:07

hobo wrote:Dagurinn hjá mér fór í að koma rafmagns loftdælunni fyrir. Ætlaði að hafa hana í kassa aftan á hlera en mér hugnaðist ekki leggja rafmagn þangað.
Fann góðan stað fyrir framan vatnskassa og fyrir aftan grill, útbjó mér festingu og er rafmagnið langt komið með takka inni. Ætla svo að græja slöngur fyrir loftinntakið fyrir dæluna á einhvern góðan stað þar sem snjór og bleyta kemst ekki að.
Kostirnir við þennan stað er lítið spennufall og góð kæling.


Hvernig dælu ertu með Hörður ?
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá hobo » 22.okt 2013, 22:13

Kínversku 2ja stimpla dæluna frá Tryggva í stýrsvþj.

User avatar

joisnaer
Innlegg: 482
Skráður: 03.feb 2010, 16:03
Fullt nafn: Jóhann Snær Arnaldsson

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá joisnaer » 22.okt 2013, 23:31

er að taka land roverinn minn í gegn, ryðbæta og breyti hjólaskálum í leiðinni.

svona leit þetta út.
Image
Image

Frussaði aðeins í þetta gat. Lítur ekkert sérlega vel út, en þarna átti eftir að slípa spasla.
Image

tók þetta aðeins í gegn og málaði.
Image

svona kemur hjólaskálin út sem ég smíðaði úr gömlum subaru topp.
Image

Hérna sést hvað þarf að færa hjólaskálina mikið til að hún rúmi 44" dekkin almennilega.Geri ráð fyrir 7-10cm hásingafærslu.
Image
Land Rover Defender tdi300 næstum 44" breyttur

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá íbbi » 23.okt 2013, 00:57

enginn jeppi ennþá.

en keypti mér hinsvegar 73árg af Cadillac, sem er klárlega stæðsta fólksbifreið sem ég hef átt
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Hr.Cummins » 23.okt 2013, 01:00

íbbi wrote:enginn jeppi ennþá.

en keypti mér hinsvegar 73árg af Cadillac, sem er klárlega stæðsta fólksbifreið sem ég hef átt


Og eflaust ofarlega á topp10 listanum yfir þær flottustu ;)
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá íbbi » 23.okt 2013, 09:49

hann er sjarmafullur sá gamli :)
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá -Hjalti- » 26.okt 2013, 01:03

hobo wrote:Dagurinn hjá mér fór í að koma rafmagns loftdælunni fyrir. Ætlaði að hafa hana í kassa aftan á hlera en mér hugnaðist ekki leggja rafmagn þangað.
Fann góðan stað fyrir framan vatnskassa og fyrir aftan grill, útbjó mér festingu og er rafmagnið langt komið með takka inni. Ætla svo að græja slöngur fyrir loftinntakið fyrir dæluna á einhvern góðan stað þar sem snjór og bleyta kemst ekki að.
Kostirnir við þennan stað er lítið spennufall og góð kæling.


Flott lausn , skil bara ekki þegar menn nenna að hafa þessar rafmagns dælur inni í bíl , hávaðin í þessu verður fljótt þreytandi
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá hobo » 26.okt 2013, 09:36

Takk.
Það hefur aldrei verið inn í myndinni að hafa dæluna inn í bíl. Kannski já ef þetta væri hardcore snjójeppi bara fyrir mig, en ekki fyrir fjölskyldu ferðabíl.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Startarinn » 26.okt 2013, 10:31

Meðfram vinnunni í bílnum er ég að dunda mér við að koma upp tölvu í skúrnum, aðallega vegna þess að ég er að verða brjálaður á að heyra bara rás 2 og bylgjuna í útvarpinu.
Ég smíðaði mér borð undir lyklaborðið á Fab Lab námskeiði í FNV http://wiki.fablab.is/wiki/Fab_Lab/%C3%8Dslenska

IMG_1220.JPG
IMG_1220.JPG (94.13 KiB) Viewed 10370 times


IMG_1219.JPG
IMG_1219.JPG (97.91 KiB) Viewed 10370 times


Fyrir þá sem fatta ekki brandarann: http://youtu.be/71hnoVqwkGo
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Hr.Cummins » 26.okt 2013, 14:06

Við feðgar erum að byrja að dunda okkur við að breyta Suburban...

Efnið í smíði á 4link að aftan er komið á gólfið og fljótlega má hefjast handa:
Image
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá íbbi » 02.nóv 2013, 21:04

fékk 02 pajero upp í um daginn, sem er ætlaður betri helmingnum, voða basic bíll, í normal ástandi bara,

var búinn a vera spá í að uppfæra úr littla fjölskyldubimmanum okkar í 04+ montero/pajero, svo komu flutningar og tilheyrandi inn í dæmið og ég endaði á 02 leðurlausum+ milligjöf og ætlaði að vera sáttur

en þið vitið hvernig það er.. ég var að koma inn úyr dyrunum eftir að hafa slátrað 03+ limited bíl og hirt úr honum complete svarta leður innréttingu með öllu rafstýrðu og allskonar fídusum sem ekki voru í hinum fyrir, fékk leður/viðarstýri líka og 03+ pajero felgur
stefni á að reyna finna kanta eða 03+ plöstin og mála part af honum og koma upp Tv og dvd fyrir stelpuna okkar, og almennilegar festingar fyrir fjallahjólin.

verður skítfínt soccer mom ride :)
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 30 gestir