Hvað er að gerast í skúrnum?

User avatar

Grásleppa
Innlegg: 164
Skráður: 08.des 2011, 21:05
Fullt nafn: Jóhann Elís Runólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Grásleppa » 05.feb 2013, 19:27

jeepson wrote:
Grásleppa wrote:Jæja, er að Turbo væða bílinn hjá mér. En það er '94 módel af Patrol sem er kominn með '89 módel af krami, td42 nánar tiltekið (4,2 nissan diesel). Fékk notaða AXT túrbínu og turbo pústgrein, sendi bínuna í uppgerð hjá Framtaki og áttu þeir allt í þetta á lager. Er búinn að rífa allt framanaf bílnum og er að fá nýjan 3 raða álvatnskassa hjá Kidda Bergs í þetta, þá vantar mig bara front mount intercooler og bíða eftir pústpakkningu og þá er hægt að raða saman. Mun taka myndir þegar ég geri meira. Kv, Jóhann


Er þessi álvatnskassi splunku nýr frá Kidda Bergs eða lítið notaður?? Ef hann er splunku nýr, hvað er þá verðið á honum?



Gleymdi að spyrja hann útí verðið... kem við hjá honum á föstudaginn þegar ég fer austur á hvolsvöll og þá kemur það í ljós. Ástæðan að ég læt taka upp túrbínuna hjá fagmönnum er sú að ég er ekki að taka áhættuna að fikta í þessu, þetta á að endast lengi og kostar alveg nógu mikið.




Caphawk
Innlegg: 22
Skráður: 03.nóv 2012, 23:28
Fullt nafn: Haukur Sigmarsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Caphawk » 06.feb 2013, 00:44

Sælir, ég er með 38" 94 árg af patrol y60 sem ég hef átt í tvö ár. Nú er komið að boddý yfirhalningu. Ryðbætingu og sprautun í kjölfarið ásamt yfirhalningu á vélinni. Ætlaði að seljan en síðan fór ég í nokkra túra og tími ekki að selja hann!! Ég hendi myndum við tækifæri


pattigamli
Innlegg: 141
Skráður: 19.jún 2011, 11:44
Fullt nafn: Óskar Gunnarsson

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá pattigamli » 06.feb 2013, 01:43

hobo wrote:Ok ekki jeppatengt, en samt skúrtengt.

Focus 2000 módel, 1,6 ltr bensín, ekinn 190þ km.
Brennir hraustlega olíu eða nálægt 700ml á 1000 km.
Í smurbók stendur að hafi verið notuð 10/40 olía og ég hef gert það í nokkur skipti sjálfur. Smurbókin er nota bene mjög góð.
Svo fer maður að klaufast til að kíkja í handbók bílsins og sé þá að nota á einungis 5/30 olíu, og að aðrar olíur þ.á.m olían sem ég nota geta leitt til minnkandi afkasta vélarinnar.

Þá er manni spurn:
Ef ég fer að nota rétta olíu, mun þetta lagast?
Hvað er að valda olíubrennslunni, vitlaus olía, stimpilhringir slitnir, ventlaþéttingar?

þú ert með óníta stimpilhringi þetta er þekkt vandamá. haltu þig við þikari olíuna brenir aðeins minna

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá ellisnorra » 08.feb 2013, 22:08

Bara svona vegna þess að þessi þráður fer út um allt..... Ég skellti uppúr þegar ég sá þetta :)

Image
http://www.jeppafelgur.is/


Caphawk
Innlegg: 22
Skráður: 03.nóv 2012, 23:28
Fullt nafn: Haukur Sigmarsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Caphawk » 09.feb 2013, 01:39

Jæja þá er byrjað að vinna í bílnum mínum. Miklar vangaveltur með lit eða liti :)
http://s1278.beta.photobucket.com/user/PatrolY60/library/Patrol%201994

Ætla að vera duglegur að henda inn myndum!

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Hr.Cummins » 09.feb 2013, 03:32

Vin Diesel er með sagging bitchtits á þessari mynd !
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]


JóiE
Innlegg: 142
Skráður: 23.sep 2012, 13:45
Fullt nafn: Jóhann Einarsson
Bíltegund: Durango

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá JóiE » 09.feb 2013, 13:04

Hérna er núverandi verkefni hjá mér..
Lengdur DC, með 2.4 efi ( sem er að hrekkja mig með að fara ekki í gang).
Núverandi verkefnalisti er að skipta um afturrúðu.. koma vélinni í gang, skipta um í afturbremsum, sandblása grindina og síðan að spá og spekúlera í mismunandi útfærslu á palli...
Viðbótar afturhásing.jpg
6 hjóla? neee bara aukahásing

Lengd grind.jpg
Lengd grind.. fyrir e-cab pall

CAM00012.jpg
Skipta um afturrúðu..

CAM00019.jpg
framendinn.... já það þarf líka að mála húddið!!

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Hfsd037 » 01.mar 2013, 00:17

Þessi er kominn inn í skúr sem er ofur lágur í lofthæð, það mátti litlu muna að hann næði ekki inn.
Ekkert merkilegt að ske hjá mér en ætla að massa og bóna, setja nýja olíudælu í frá aukatanki, lóða saman raflagnir
jafnvel eitthvað meira ef nennan er fyrir hendi :)

Image

Image

Image
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá hobo » 02.mar 2013, 18:58

Fór í að fríska aðeins upp á mótorinn, 22R-E

Image

Image

Image

Image

Image

..og það spáir frosti í næstu viku :/

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá jeepson » 02.mar 2013, 19:00

Þrif og svo olíu skipti á cherokee í skúrnum í kvöld í mínum skúr. cherokee var svo skítugur og mikið af tjöru á honum að hann breytti hreinlega um lit eftir þrifin.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Doddi23
Innlegg: 194
Skráður: 14.jún 2012, 21:59
Fullt nafn: Þórður Már Björnsson
Bíltegund: Jepp Cherokee 91 4,0
Staðsetning: Rvk

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Doddi23 » 02.mar 2013, 19:09

Fyrir ekki svo löngu ákváðum við að breyta innbyggða úrhleypibúnaðinum í utanáliggjandi þar sem annar afturöxullinn hjá mér og búnaðurinn á honum skemmdist í haust, og ljóst var að viðgerðin hefði orðið dýrari en þessi breyting. Nú er þetta klárt og virðist virka fullkomlega :) Við erum sérstaklega ánægð með litinn á spöngunum á felgunum ;) Var gríðarlega fyndið að sjá svipinn á fólkinu í bænum þegar við fórum prufu rúnt með þetta tengt :D
1.jpg
Og svona lítur þetta út, er mjög sáttur :D

2.jpg
Hér sést hvernig slöngurnar liggja og hvað þær fara langt út frá bílnum

3.jpg
Í einu orði sagt glæsilegt :)

4.jpg
Kranakistan var til staðar í bílnum en ég hafði mig loksins í að merkja alla kranana á henni :)

8.jpg
Hér sést svo hvar ég kom mælunum fyrir, 0-1 bara mælir fyrir lágþrýsting (0-15 Psi) og svo 0-6 bara mælir fyrir hærri þrýsting (sýnir ca 10-90 Psi)
Síðast breytt af Doddi23 þann 02.mar 2013, 23:04, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

LFS
Innlegg: 579
Skráður: 10.apr 2010, 11:39
Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
Bíltegund: nissan patrol y60

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá LFS » 02.mar 2013, 19:28

er að koma gamla á 38 " var á 33"

Image

Image

Image
1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá -Hjalti- » 02.mar 2013, 19:40

undirbúningur fyrir stórferð f4x4 í gangi hér á bæ.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

xenon
Innlegg: 110
Skráður: 28.aug 2010, 20:51
Fullt nafn: Snorri Arnarson
Bíltegund: LC 80

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá xenon » 02.mar 2013, 19:46

Doddi23 wrote:
Hér sést svo hvar ég kom mælunum fyrir, 0-1 bara mælir fyrir lágþrýsting (0-15 Psi) og svo 0-4 bara mælir fyrir hærri þrýsting (sýnir ca 10-80 Psi)



Fékkstu 0-1 bar mælin í Landvélum ?

Kv Snorri

User avatar

Doddi23
Innlegg: 194
Skráður: 14.jún 2012, 21:59
Fullt nafn: Þórður Már Björnsson
Bíltegund: Jepp Cherokee 91 4,0
Staðsetning: Rvk

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Doddi23 » 02.mar 2013, 19:51

xenon wrote:
Doddi23 wrote:
Hér sést svo hvar ég kom mælunum fyrir, 0-1 bara mælir fyrir lágþrýsting (0-15 Psi) og svo 0-4 bara mælir fyrir hærri þrýsting (sýnir ca 10-80 Psi)



Fékkstu 0-1 bar mælin í Landvélum ?

Kv Snorri



Já það passar ;)

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Freyr » 02.mar 2013, 21:51

Notaði daginn í cherokeeinn. Setti stífu til að styrkja þverstífuturninn að framan, breytti millikassabitanum og svo almenn yfirferð, olíuskipti o.þ.h.

Sjá fleiri myndir hér: http://www.facebook.com/media/set/?set= ... 985&type=3

Image

Image

Image

Image

Kveðja, Freyr

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá AgnarBen » 02.mar 2013, 22:04

xenon wrote:
Doddi23 wrote:
Hér sést svo hvar ég kom mælunum fyrir, 0-1 bara mælir fyrir lágþrýsting (0-15 Psi) og svo 0-4 bara mælir fyrir hærri þrýsting (sýnir ca 10-80 Psi)



Fékkstu 0-1 bar mælin í Landvélum ?

Kv Snorri


Síðast þegar ég var í Barka þá voru þeir með 0-10 psi mæla til sölu á að mig minnir hóflegu verði. Þeir voru samt ekki svona nettir.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Doddi23
Innlegg: 194
Skráður: 14.jún 2012, 21:59
Fullt nafn: Þórður Már Björnsson
Bíltegund: Jepp Cherokee 91 4,0
Staðsetning: Rvk

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Doddi23 » 02.mar 2013, 23:09

AgnarBen wrote:
xenon wrote:
Doddi23 wrote:
Hér sést svo hvar ég kom mælunum fyrir, 0-1 bara mælir fyrir lágþrýsting (0-15 Psi) og svo 0-4 bara mælir fyrir hærri þrýsting (sýnir ca 10-80 Psi)



Fékkstu 0-1 bar mælin í Landvélum ?

Kv Snorri


Síðast þegar ég var í Barka þá voru þeir með 0-10 psi mæla til sölu á að mig minnir hóflegu verði. Þeir voru samt ekki svona nettir.


Þetta er reyndar 0-6 bara mælir sem ég er með. Það var hægt að fá 0-8 og 0-10 líka en þeir voru ekki nógu nákvæmir fyrir mig þar sem ég nota þennan mælir líka fyrir dekkin frá 15-30 Psi. það voru til jafnvel minni mælar í Barka en þá var orðið erfit að lesa á þá nema mjög nálægt :(
(0-1 bara mælirinn var líka ekki til hjá þeim núna og var frekar löng bið eftir þeim)


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá kjartanbj » 03.mar 2013, 16:18

-Hjalti- wrote:undirbúningur fyrir stórferð f4x4 í gangi hér á bæ.



Næsta helgi fer í það hjá mér, Olíu skipti á skiptingu og vél, smyrja í koppa , laga rafmagnsrúðuna farþegamegin og svona sitthvað
sem maður þarf að yfirfara
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


Stjáni
Innlegg: 460
Skráður: 28.apr 2010, 13:36
Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
Bíltegund: Jeep cj5
Staðsetning: Reykjavík

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Stjáni » 06.mar 2013, 20:00

Doddi23 wrote:Fyrir ekki svo löngu ákváðum við að breyta innbyggða úrhleypibúnaðinum í utanáliggjandi þar sem annar afturöxullinn hjá mér og búnaðurinn á honum skemmdist í haust, og ljóst var að viðgerðin hefði orðið dýrari en þessi breyting. Nú er þetta klárt og virðist virka fullkomlega :) Við erum sérstaklega ánægð með litinn á spöngunum á felgunum ;) Var gríðarlega fyndið að sjá svipinn á fólkinu í bænum þegar við fórum prufu rúnt með þetta tengt :D
1.jpg

2.jpg

3.jpg

4.jpg

8.jpg


Sá þennan fyrir utan dominos í gær ;) mjög verklegur og flottur bíll, ég var á grænu súkkunni við hliðina á þér í stæðinu hehe

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá hobo » 10.mar 2013, 19:39

Þá er mótorinn kominn saman hjá mér og malar eins og feitur fress. Ný heddpakkning, tímagír og vatnsdæla ásamt betri kambás og vippum. Lér plana heddið, slípaði ventla og skipti um ventlaþéttingar.
Það var kominn tími á vatnsdæluna þar sem hún var með slag í sér ásamt því að gróft hljóð var í henni. Einnig tók ég eftir að vatnshitamælirinn er neðar en áður.
Blindaði í leiðinni EGR dótið.

Næst á dagskrá er að endurnýja fremri helminginn af pústinu, þá er hann orðinn nokkuð góður greyjið.

User avatar

LFS
Innlegg: 579
Skráður: 10.apr 2010, 11:39
Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
Bíltegund: nissan patrol y60

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá LFS » 10.mar 2013, 19:50

hobo wrote:Þá er mótorinn kominn saman hjá mér og malar eins og feitur fress. Ný heddpakkning, tímagír og vatnsdæla ásamt betri kambás og vippum. Lér plana heddið, slípaði ventla og skipti um ventlaþéttingar.
Það var kominn tími á vatnsdæluna þar sem hún var með slag í sér ásamt því að gróft hljóð var í henni. Einnig tók ég eftir að vatnshitamælirinn er neðar en áður.
Blindaði í leiðinni EGR dótið.

Næst á dagskrá er að endurnýja fremri helminginn af pústinu, þá er hann orðinn nokkuð góður greyjið.



hvernig kambás fórstu i og er finnanlegur munur ? og er þa ekkert tikk hljoð i motornum finnst vera tikk hljoð i ollum þeim 22 re motorum sem eg hef heyrt i alltað einsog að þeir þurfi ventlastillingu eða einhvað slikt :)
1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá hobo » 10.mar 2013, 19:57

Fékk mér varahlutavél sem var með fínum kambás, bara normal ás held ég.
Ég ventlastillti auðvitað, og það er þýður gangur ekkert tikk. Man reyndar ekki eftir því að hún hafi tikkað mikið fyrir aðgerð.


Heiðar Brodda
Innlegg: 623
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Heiðar Brodda » 10.mar 2013, 20:07

Er að fara í að skipta um þéttingar í loftlásnum að framan og hugsanlega smíða dráttarbeisli fyrir stórferðina næstu helgi kv Heiðar Brodda

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá hobo » 23.mar 2013, 17:55

Búinn að festa drullutjakkinn framan á stuðara sem er að mér finnst, besti staðurinn í mínu tilfelli.
Gluggaplast komið á hurðar sem er svakalega næs.
Og svo komið nýtt 2" púst undir allan bílinn.
Öfugt við aðra jeppakalla þá minnkaði ég hjá mér pústið. Það var 2,5" fyrir og gerði það ekkert nema framkalla meiri hávaða, enda bara lítil óbreytt bensínrella undir húddinu.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá ellisnorra » 23.mar 2013, 19:58

hobo wrote:Búinn að festa drullutjakkinn framan á stuðara sem er að mér finnst, besti staðurinn í mínu tilfelli.
Gluggaplast komið á hurðar sem er svakalega næs.
Og svo komið nýtt 2" púst undir allan bílinn.
Öfugt við aðra jeppakalla þá minnkaði ég hjá mér pústið. Það var 2,5" fyrir og gerði það ekkert nema framkalla meiri hávaða, enda bara lítil óbreytt bensínrella undir húddinu.


Já en... það eru hestöfl í hávaðanum!
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá hobo » 23.mar 2013, 20:17

Já sumir virðast halda það hehe.


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá biturk » 23.mar 2013, 21:34

ég er að breita eins og einni ferozu í skúrnum mínum, var að klára að sprauta eitt frambretti í litnum sem bíllinn verður í, tókst líka svona ljómandi vel :)
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá jeepson » 23.mar 2013, 23:06

Vorum 2 félagarnir að rífa framdrifið úr pattanum mínum. Það fer uppá hérað á morgun í legu skipti. Svo bíða nýjar pakkdósir ásamt öðrum öxlum eftir að komast í þegar að framdrifið kemur aftur. Þannig að maður ætti að geta spænt eitthvað uppá fjöllum um páskana.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Stebbi » 24.mar 2013, 09:20

elliofur wrote:
hobo wrote:Búinn að festa drullutjakkinn framan á stuðara sem er að mér finnst, besti staðurinn í mínu tilfelli.
Gluggaplast komið á hurðar sem er svakalega næs.
Og svo komið nýtt 2" púst undir allan bílinn.
Öfugt við aðra jeppakalla þá minnkaði ég hjá mér pústið. Það var 2,5" fyrir og gerði það ekkert nema framkalla meiri hávaða, enda bara lítil óbreytt bensínrella undir húddinu.


Já en... það eru hestöfl í hávaðanum!


Þessu má alveg redda með hestafla-límmiðum frá Greddy eða FOX.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Startarinn » 24.mar 2013, 12:36

elliofur wrote:
Já en... það eru hestöfl í hávaðanum!


Bwahahaahaha
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá juddi » 24.mar 2013, 12:40

Tékkaðu á legunum í bílanaust kom lang best út þegar ég tók patta afturdrif um daginn

jeepson wrote:Vorum 2 félagarnir að rífa framdrifið úr pattanum mínum. Það fer uppá hérað á morgun í legu skipti. Svo bíða nýjar pakkdósir ásamt öðrum öxlum eftir að komast í þegar að framdrifið kemur aftur. Þannig að maður ætti að geta spænt eitthvað uppá fjöllum um páskana.
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


SævarM
Innlegg: 165
Skráður: 05.feb 2010, 16:19
Fullt nafn: Sævar Már Gunnarsson
Staðsetning: Sandgerði

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá SævarM » 24.mar 2013, 15:20

http://www.facebook.com/pages/TurboCrew ... 6478625605

Skúrinn hjá mér....
kemur reglulega eitthvað þarna inn sem er að gerast
Jeep willys 64, Torfærubíll
TurboCrew Offroad Team

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Hr.Cummins » 31.mar 2013, 23:40

SævarM wrote:http://www.facebook.com/pages/TurboCrew-Offroad-Team/213936478625605

Skúrinn hjá mér....
kemur reglulega eitthvað þarna inn sem er að gerast


Á þá ekki að fara að setja Twin Turbo á þessa V8 :?:

Fyrst þetta er Turbo Crew OffRoad Team :!:
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá jeepson » 12.apr 2013, 19:50

juddi wrote:Tékkaðu á legunum í bílanaust kom lang best út þegar ég tók patta afturdrif um daginn

jeepson wrote:Vorum 2 félagarnir að rífa framdrifið úr pattanum mínum. Það fer uppá hérað á morgun í legu skipti. Svo bíða nýjar pakkdósir ásamt öðrum öxlum eftir að komast í þegar að framdrifið kemur aftur. Þannig að maður ætti að geta spænt eitthvað uppá fjöllum um páskana.


Sæll. Ég keypti legur frá ljónstaðabræðrum. Þær kostuðu 17þús á meðan þær áttu að kosta 40þús í þessu blessaða okur umboði. En núna er pattinn aftur kominn inn í skúr og að þessu sinni er ég að setja upp nýjar stýrringar fyrir aftur læsinguna, og svo annan vacum pung á aftur hásinguna fyrir lásinn. Svo eru komnir í hús kvart tommu kúlu lokar og suðu múffur til setja í 15,5 breiðu felgurnar mínar. Þegar að ég er búinn að sjóða múffurnar í fara felgurnar í sandblástur og grunn. Og kanski læt ég verða að því að henda 38" dekkjunum yfir á þær. Annars verða þær bara klárar fyrir næsta vetur.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá jeepson » 14.apr 2013, 22:44

Öxlarnir komnir úr. En ekkert gerðist í patrol í dag þar sem að ég ákvað að smíða mér búkka. Ég er með búkka sem að ég keypti á markaði í Hnífsdal þegar að ég bjó fyrir vestan. En þeir eru varla nothæfir í neitt nema undir fólksbíla. Þannig að ég brá á það ráð að smíða mér búkka. Þeir eru 35cm háir í neðsu stöðu og 59cm í efsu stöðu.
Image
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

GFOTH
Innlegg: 1025
Skráður: 18.apr 2010, 20:42
Fullt nafn: G.Fannar Ó.Thorarensen
Bíltegund: NISSAN PATROL

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá GFOTH » 06.maí 2013, 12:41

þá fer hann að verða allveg klár
svona smotterí eftir
þetta eru kanski ekki bestu myndirnar teknar á síma
Viðhengi
patti 121.jpg
311318_4708537793645_1395023729_n.jpg
581527_4708539113678_544882730_n.jpg
598829_4708539793695_1726246094_n.jpg
Nissan Patrol 2000 44" Y61
Nissan Patrol 1991 33" Y60 SELDUR
Nissan Terrano 1999

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá HaffiTopp » 06.maí 2013, 15:38

Er ekki frá því að ég hafi séð þennann á ferðinni um daginn, man bara ekki hvar það var.

Sjálfur var ég að skipta um pinionspakkdós á afturdrifinu, bletta riðbletti á afturhásingu og nokkra vel valda staði á grindinni. Og svo var gjöf frá Víkurvögnum (held ég allavega) í formi rafmagnsþjófa sem tengdu kapalinn fyrir kerrutengilinn við víralúmið undir farþegasætinu. Því var reddað með tini og herphólkum. Svaka professional hjá þessum fyrirtækjum stundum.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá jeepson » 16.jún 2013, 17:23

Smá update hér. Það er lítið að gerast í stóra patta núna þar sem að ég er að bíða eftir legum í afturdrifið. Það er verið að taka það í gegn fyrir mig. En hinsvegar keypti ég annan patrol 33" breyttan og er með hann á 31" núna. Hann er ætlaður sem fjölskyldu bíll. En hann var þó ekki alveg gallalaus þegar að ég keypti hann. Það er auðvitað ryð hér og þar sem þarf að laga. Grindin er mjög góð í honum. Rageymirinn var nú við það að yfirgefa svæðið þegar að ég keypti hann.. Í gær ryðbætti ég geyma sætið og hluta af innri brettinu.

Image

Image

Image
Þetta er nú frekar ílla unnið eftir suðu vinnuna. En ég ætlaði heldur ekkert að fara að keppa í útlits keppni. Það skiptir öllu þetta heldur. En ég hefði nú alveg mátt eyða meiri tíma í að slípa þetta niður.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


emmibe
Innlegg: 250
Skráður: 20.mar 2013, 08:43
Fullt nafn: Elmar þór Benediktsson
Bíltegund: ssangyong musso

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá emmibe » 17.jún 2013, 13:58

33" breyting á ´97 Sidekick. Ekkert hækkaður bara klippt en setti smá ofaná afturgormanna til að fá bílinn í rétta hæð vegna slappra afturgorma.
Svo á ég boddýhækkunina inni þegar farið verður í 35 tommuna.
20130606_165111.jpg
Smá prufa

Það er svosum fullt af plássi þarna
20130602_141453.jpg

Klippa prufa og svo klippa meira
20130609_121754.jpg

Nagar í kanntinn sestur á samsláttinn sem var lengdur um nokkra cm, ekkert mál að redda því.
20130616_201616.jpg

Ætli maður fari svo ekki í Gúmmísteypuna og fá sokkaefni og Bílasmiðinn til að breikka kanntana um 4 Cm.
Nokkuð sáttur við útkomuna, en fullt af dundi eftir svosem að setja stigbrettin á drullusokkana kítta kanntana breyta loftinntaki sem var í hægra frambrettinu og mikið fyrir, rafmgnsvifta fyrir framan kassa, þetta held ég að verði aldrey búið :-)
Kv Elmar
Viðhengi
20130616_205858.jpg
20130616_201707.jpg
Elmar Þór Benediktsson
emmibe@gmail.com
SsangYong Musso E32


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 31 gestur