Hvað er að gerast í skúrnum?

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá jongud » 21.jan 2013, 10:59

elliofur wrote:Eigum við ekki bara að slá saman og kaupa gám af 6BT?

Þeir eiga 100 stykki.

http://www.ebay.com/itm/5-9-CUMMINS-ENG ... bf&vxp=mtr


Þetta eru nú líklega mótorar úr rafstöðvum sem U.S.herinn notar. Þær eru líklega ekki gerðar fyrir meiri snúning en 2500/mín.
Hvað segir Mr.Cummins ?



User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Hr.Cummins » 21.jan 2013, 13:05

jongud wrote:
elliofur wrote:Eigum við ekki bara að slá saman og kaupa gám af 6BT?

Þeir eiga 100 stykki.

http://www.ebay.com/itm/5-9-CUMMINS-ENG ... bf&vxp=mtr


Þetta eru nú líklega mótorar úr rafstöðvum sem U.S.herinn notar. Þær eru líklega ekki gerðar fyrir meiri snúning en 2500/mín.
Hvað segir Mr.Cummins ?


Þá er bara að stífa upp ventlagormana, sveifarás og það stuff þolir alveg að þeyta þessu 4000rpm...

6BT úr Dodge Ram er bara gerð til að snúast 2800rpm, mín snýst nú alveg 4500rpm ;) 4000rpm under load...
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]


jongunnar
Innlegg: 220
Skráður: 14.jún 2011, 21:03
Fullt nafn: Jón Gunnar Mýrdal

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá jongunnar » 24.jan 2013, 20:19

Ég veit að hlutirnir gerast hægt hjá mér EN, Ég er allavega búinn að ryðbæta og og græja brettakantana, síðan er vélin komin inní bílskúr svo að það gerist eitthvað hjá mér. Myndir eru þarna inni.
http://www.facebook.com/media/set/?set=a.10150679929699797.421623.757209796&type=1
Ef það er ekki olía undir enskum bílum þá er ekki olía á þeim

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá jeepson » 24.jan 2013, 20:23

jongunnar wrote:Ég veit að hlutirnir gerast hægt hjá mér EN, Ég er allavega búinn að ryðbæta og og græja brettakantana, síðan er vélin komin inní bílskúr svo að það gerist eitthvað hjá mér. Myndir eru þarna inni.
http://www.facebook.com/media/set/?set=a.10150679929699797.421623.757209796&type=1


Góðir hlutir gerast hægt :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá jeepson » 02.feb 2013, 19:41

Hvað er að frétta?? Eru menn í skúrnum eða bara uppá fjöllum?? Ég er byrjaður á að græja leður sætin í pattann. Þetta átti nú að passa að mestu leiti var mér sagt. En svo heppinn er ég ekki..
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá hobo » 02.feb 2013, 19:59

Ég fór í skúrinn í dag eftir langa letitíð. Skipti um olíu og síu á vél sem er alltaf jafn glatað á þessum bíl. Losa þarf annað framdekkið og rífa frá dúkinn sem er milli grindar og boddís til að komast að síunni. svo dreifist olían um allt þegar olían lekur frá síu og pönnutappa..... Svo skánaði það ekki þegar ég tók upp vírburstann og ætlaði að tækla ryðmyndun á hurðabotnum. Burstinn rann í burtu og ég fletti upp nöglinni á þumalputtanum, fékk þá heilmikið aðsvif og þurfti að leggjast í gólfið. Já maður er alveg með´etta ;)

User avatar

JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá JonHrafn » 02.feb 2013, 22:21

Það er nú varla hægt að kalla þetta project. V10 magnum body og skipting á cummins grind og vél. Búið að taka 3 ár að koma sér í þetta. Eina vesenið á þessum cummins er fuel shut off solenoid ( ádreparinn ) , þarf að svissa á og hjálpa honum (af) , gaman gaman.

Kannski einhverjir spekingarnir hérna gætu upplýst mann um þennan vatnskælda sjálfskiptikæli sem er búið að setja utan á þetta og henda loft kælinum. Virkar allt voða fínt og virðist sem eitthvað bolt on kit.

Fá draslið til að virka og aldrei að vita nema 46" vírusinn heltaki mann. Kanntarnir eru allavega til .........

Image

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Hfsd037 » 02.feb 2013, 23:47

Það er nú bara spurning hvort lecter eða hr cummins svari á undan ;)
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá JonHrafn » 02.feb 2013, 23:53

Hfsd037 wrote:Það er nú bara spurning hvort lecter eða hr cummins svari á undan ;)


Það vantar alveg like takkan á þetta spjall


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá juddi » 03.feb 2013, 01:23

Það eru mörg ár síðan BMW mótor var settur í jeppa hér á landi bæði diesel og bensín
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Hfsd037 » 03.feb 2013, 05:10

juddi wrote:Það eru mörg ár síðan BMW mótor var settur í jeppa hér á landi bæði diesel og bensín


Áttu meira info, myndir?
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Hr.Cummins » 03.feb 2013, 10:53

hversu langt ertu kominn með samanröðunina ?

ætlaðiru að mála þetta eitthvað ?
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá juddi » 03.feb 2013, 13:58

Nei á ekki myndir en man eftir Fox með mótor úr að mig minnir 318 BMW og nærbuxnabláum Ford pickup að mig minnir sem var með BMW diesel bátamótor
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Hr.Cummins » 03.feb 2013, 15:14

juddi wrote:Nei á ekki myndir en man eftir Fox með mótor úr að mig minnir 318 BMW og nærbuxnabláum Ford pickup að mig minnir sem var með BMW diesel bátamótor


Það er ekki M57TU með CommonRail eða high tech M62TU með Vanos og öllu gramsinu...

Ekkert mál að setja BMW 318 blöndungsmótor ofan í hvað sem er... ég á Justy með M10B18 BMW mótor, needless to say þá er hann afturhjóladrifinn já!

M21 Diesel er jafn einfalt og blöndungshreyfill... en þetta virkar ekki neitt..
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá juddi » 03.feb 2013, 20:49

Hver ætlar að vera fyrstur að skella BMW mótor ofan í jeppann hjá sér?

ég er nú bara að svara þessu
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá lecter » 03.feb 2013, 21:32

,
Síðast breytt af lecter þann 19.mar 2013, 00:52, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Hr.Cummins » 04.feb 2013, 00:42

lecter wrote:það mun ekki gerast að menn setji BMW vél i jeppa hér ,, við komum með þétta 1998 ,,,þegar ég vann hjá Breyti ,, þegar þessar patrol vélar voru að hrinja svo aftur þegar 3L velin kom 2000 en hún var ekki góð heldur menn voru að nota 3 vélar á ári i nýum bilum en við vorum með V8 velina ur 700 BMW i huga þar er togið 2x meira en i ls 350 vel ,, svo ekkert gerðist á siðustu öld en heil öld er nú framundan svo en er von


Hvað meinaru, M57TU2D30 myndi algjörlega jarða allt sem að er til í jeppum hérna heima nema kannski "Three Kings in USA" (Duramax, PowerJoke og Cummins) ég þekki þessar M57 vélar eins og handarbakið á mér og veit að þetta er að vinna betur en STOCK 5.9 Cummins VP44 og P7100, og þá ekki bara á hestöflum, heldur togi líka....

Ég veit að V8 M67 væri auðvitað æði, en þær eru ekki á hverju strái hér heima (4 vélar og allar í keyrandi bílum)...

Spurning um að vera fyrstur og setja X5 á Patrol grind :)
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Kiddi » 04.feb 2013, 01:04

og þetta er hvað á mannamáli ???

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Hfsd037 » 04.feb 2013, 01:18

Hr.Cummins wrote:
lecter wrote:það mun ekki gerast að menn setji BMW vél i jeppa hér ,, við komum með þétta 1998 ,,,þegar ég vann hjá Breyti ,, þegar þessar patrol vélar voru að hrinja svo aftur þegar 3L velin kom 2000 en hún var ekki góð heldur menn voru að nota 3 vélar á ári i nýum bilum en við vorum með V8 velina ur 700 BMW i huga þar er togið 2x meira en i ls 350 vel ,, svo ekkert gerðist á siðustu öld en heil öld er nú framundan svo en er von


Hvað meinaru, M57TU2D30 myndi algjörlega jarða allt sem að er til í jeppum hérna heima nema kannski "Three Kings in USA" (Duramax, PowerJoke og Cummins) ég þekki þessarM57 vélar eins og handarbakið á mér og veit að þetta er að vinna betur en STOCK 5.9 Cummins VP44 og P7100, og þá ekki bara á hestöflum, heldur togi líka....

Ég veit að V8 M67 væri auðvitað æði, en þær eru ekki á hverju strái hér heima (4 vélar og allar í keyrandi bílum)...

Spurning um að vera fyrstur og setja X5 á Patrol grind :)



Hérna inn á þessu spjalli ertu í raun að tala við vegg þegar þú minnist á BMW vélar
þar sem 99% af meðlimum jeppaspjallsin skilur ekki BMW mál..
Útskýrðu þetta í lítrartölum og frá hvaða línu vélin kemur úr, það gefur betri mynd af því sem þú ert að segja
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur


Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Valdi B » 04.feb 2013, 01:59

held það væri skást ef þú myndir bara sleppa því að útskýra það...
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Hr.Cummins » 04.feb 2013, 09:51

Hfsd037 wrote:
Hr.Cummins wrote:
lecter wrote:það mun ekki gerast að menn setji BMW vél i jeppa hér ,, við komum með þétta 1998 ,,,þegar ég vann hjá Breyti ,, þegar þessar patrol vélar voru að hrinja svo aftur þegar 3L velin kom 2000 en hún var ekki góð heldur menn voru að nota 3 vélar á ári i nýum bilum en við vorum með V8 velina ur 700 BMW i huga þar er togið 2x meira en i ls 350 vel ,, svo ekkert gerðist á siðustu öld en heil öld er nú framundan svo en er von


Hvað meinaru, M57TU2D30 myndi algjörlega jarða allt sem að er til í jeppum hérna heima nema kannski "Three Kings in USA" (Duramax, PowerJoke og Cummins) ég þekki þessarM57 vélar eins og handarbakið á mér og veit að þetta er að vinna betur en STOCK 5.9 Cummins VP44 og P7100, og þá ekki bara á hestöflum, heldur togi líka....

Ég veit að V8 M67 væri auðvitað æði, en þær eru ekki á hverju strái hér heima (4 vélar og allar í keyrandi bílum)...

Spurning um að vera fyrstur og setja X5 á Patrol grind :)



Hérna inn á þessu spjalli ertu í raun að tala við vegg þegar þú minnist á BMW vélar
þar sem 99% af meðlimum jeppaspjallsin skilur ekki BMW mál..
Útskýrðu þetta í lítrartölum og frá hvaða línu vélin kemur úr, það gefur betri mynd af því sem þú ert að segja


M57 er 3.0 CommonRail Turbo Diesel vél frá BMW sem að kemur í 3línu, 5línu, 6línu og 7línu BMW, þessi vél í þeirri útgáfu hendir 7línu BMW af stað frá 0-100kmh á 6,6sek, sem að verður að teljast feyki-gott þar sem að svona 7línu BMW eru oftast um 2100-2300kg (er þá að tala um E65 næst nýjasta body).

M62 er síðan V8 CommonRail Turbo Diesel sem að hægt er að finna í 7línu BMW, þessi vél þótti ekki hafa yfirburði yfir 3.0 6cyl línuvélina og er því ekki framleidd lengur. 3.0 vélin er meira að segja notuð í BMW M550d sem að er fyrsti ///M (Motorsport) diesel bíllinn frá BMW og skilar þar 381hp@4000-4400rpm og 740nm@1750-3000rpm.

Allar BMW CommonRail Diesel vélar hafa þótt mjög áreiðanlegar, það hafa þó komið upp bilanir á borð við Swirl Flaps failure og svo hafa túrbínurnar verið að fara (en þær eru jú framleiddar af Garrett), Swirl Flaps eru svona einskonar lok í soggreininni sem að á að stýra loftflæðinu í greininni til þess að lengja og stytta greinina (í þeim tilgangi að auka tog á lágu snúningunum) þessa flipa má fjarlægja til þess að fyrirbyggja þessa bilun.

Túrbínubilanirnar má síðan rekja til meðferð eigendanna, en menn eru kannski að koma með afgashitann í botni inn í innkeyrslu og drepa á... cooka olíuna í túrbínunni og steikja allt draslið...

Hef oft verið að velta því fyrir mér hvort að ekki væri góð hugmynd að setja rafmagns-olíudælu (dry sump) á þetta til þess að flæða áfram gegnum túrbínuna eftir að drepið er á...

valdibenz wrote:held það væri skást ef þú myndir bara sleppa því að útskýra það...


Vilt þú ekki bara skríða inn í Stjörnuna þína og vera þar ;) hehehe
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá lecter » 04.feb 2013, 11:05

,,,,,,,,,
Síðast breytt af lecter þann 19.mar 2013, 00:49, breytt 2 sinnum samtals.


Þorri
Innlegg: 322
Skráður: 02.feb 2010, 12:55
Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
Bíltegund: Musso cherokee ofl

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Þorri » 04.feb 2013, 11:58

Gallinn við að nota allar þessar yngri vélar alveg sama hvað þær heita í svona mix er rafkerfið. Ekki að það sé slæmt slæm sem slíkt heldur er immobiliser unitið eitthvað sem er ekki hægt að komast framhjá. Það þarf að fá nánast allt rafkerfi bílsins sem vélin kemur úr og líka lykilinn af honum því í honum er flagan sem virkjar immobiliserinn sem virkjar vélartölvuna. Ef þið kunnið leið framhjá þessu megið þið láta mig vita því ég á einn bíl með ónýtum immbiliser.

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Hr.Cummins » 04.feb 2013, 15:18

svopni wrote:Þar sem að þið eruð ekki að swappa "I dont give a fuck" vél úr "no one gives a fuck" bíl í jeppa í skúrnum hjá ykkur, nenniði þá plís að hætta þessu á þessum þræði! Þetta er þráður um það sem menn eru að brasa í skúrnum. Þetta spjall á fullan rétt á sér og er eflaust rosalega áhugavert fyrir einhverja aðra en mig. En ég er þá ekki að pirra mig á því ef það er á sér þræði. Svo er til sér spjallborð sem heitir bmwkraftur.is en þið vitið eflaust allt um það. Það hafa verið stofnaðir sér þræðir hér á JS sem heita t.d skemmtilegati V-8 mótorinn og þetta ætti betur heima þar.


Sigurbjörn, þessi þráður er stofnaður svo að menn geti rætt "off-topic" hvað er að gerast í skúrum landsmanna...*

En svo að ég svari manninum hér að ofan, þá er hægt að senda t.d. BMW ECU út (DME og MS unit) til þess að disable-a eða synca tölvurnar..

Ég er t.d. að vinna í að færa mótor úr 5línu í 3línu...

ALLAR BMW vélar eru með "standalone" rafkerfi, rafkerfi vélar er fráskilið rafkerfi bílsins, þetta hookast t.d. saman við rafkerfi bílsins í nýrri bílunum í vélartölvunni sjálfri...

Það þarf ekki mikla vinnu til þess að samtvinna tölvuna á þessum BMW vélum við hvaða bíl sem er, eða jafnvel setja við þetta standalone tölvu (kostar c.a. 140þ með vinnu og stillingum íkomið) og þá er vandinn endanlega leystur..
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá lecter » 04.feb 2013, 15:53

,,
Síðast breytt af lecter þann 19.mar 2013, 00:51, breytt 1 sinni samtals.


Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Valdi B » 04.feb 2013, 16:40

haha viktor ég skríð seint uppí benz stjörnuna mína... og skil ekki hvað það kemur því við eitthvað í samband við það að þú og lecter hérna getið ekki séð sólina fyrir öðru en cummins og bmw greinilega... getið þið ekki bara spjallað saman á facebook eða eitthvað ? ég er allavega búinn að heyra nóg af cummins/bmw hjali fyrir árið...

mér persónulega finnst þið vera að eyðileggja þessa annars mjög góðu spjallsíðu með því að vera að troðast allstaðar inn og þurfa að fara með allt útí vitleysu tengda cummins og eða bmw... ÞETTA ER ÓÞOLANDI!
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000


Dúddi
Innlegg: 198
Skráður: 13.feb 2010, 12:57
Fullt nafn: rúnar ingi árdal

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Dúddi » 04.feb 2013, 17:20

Hvar er like takkinn nuna.


einsik
Innlegg: 116
Skráður: 24.jún 2011, 19:15
Fullt nafn: Einar S. Kristjánsson

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá einsik » 04.feb 2013, 17:21

valdibenz wrote:haha viktor ég skríð seint uppí benz stjörnuna mína... og skil ekki hvað það kemur því við eitthvað í samband við það að þú og lecter hérna getið ekki séð sólina fyrir öðru en cummins og bmw greinilega... getið þið ekki bara spjallað saman á facebook eða eitthvað ? ég er allavega búinn að heyra nóg af cummins/bmw hjali fyrir árið...

mér persónulega finnst þið vera að eyðileggja þessa annars mjög góðu spjallsíðu með því að vera að troðast allstaðar inn og þurfa að fara með allt útí vitleysu tengda cummins og eða bmw... ÞETTA ER ÓÞOLANDI!




Læk á það Valdi.
Einar Kristjánsson
R 4048

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Hr.Cummins » 04.feb 2013, 18:17

valdibenz wrote:haha viktor ég skríð seint uppí benz stjörnuna mína... og skil ekki hvað það kemur því við eitthvað í samband við það að þú og lecter hérna getið ekki séð sólina fyrir öðru en cummins og bmw greinilega... getið þið ekki bara spjallað saman á facebook eða eitthvað ? ég er allavega búinn að heyra nóg af cummins/bmw hjali fyrir árið...

mér persónulega finnst þið vera að eyðileggja þessa annars mjög góðu spjallsíðu með því að vera að troðast allstaðar inn og þurfa að fara með allt útí vitleysu tengda cummins og eða bmw... ÞETTA ER ÓÞOLANDI!


Hvað ertu að bulla Valdi, ég hef bara haldið mig alveg á mottunni... það er Hannibal sem að hrúgar þessu inn allstaðar :D

En svo að ég svari þér Hannibal, þá þekki ég persónulega nokkra aðila sem að koma að Black Betty verkefninu...

Þetta er náttúrulega alveg mega vel úthugsað og pælt hjá þeim, en þetta er ekki nauðsynlegt, flæðið cappast jú fremst og aftast í heddinu og ég veit vel af þessu, en það er ekkert MUST að runna þetta eins og hann gerir...

Það má vel vera að þetta sé Tímasprengja hjá mér, en ég er með slátur í heilan annan svona mótor ef að þetta springur... ég þarf bara verkið mitt af þessum mótor og túrbínurnar :)

Hjá mér er þetta challenge, hvað kemst ég langt áður en að þetta springur.... so far so good 5,5bar... og ekki sprakk mótorinn heldur túrbína... ;)
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá villi58 » 04.feb 2013, 18:23

Getur þú bara notað íslenskuna, jú það er það móðurmál sem við flestir höfum.

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Hr.Cummins » 04.feb 2013, 18:25

villi58 wrote:Getur þú bara notað íslenskuna, jú það er það móðurmál sem við flestir höfum.


Var þetta virkilega óskiljanlegt með öllu ?
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá villi58 » 04.feb 2013, 18:28

Hr.Cummins wrote:
villi58 wrote:Getur þú bara notað íslenskuna, jú það er það móðurmál sem við flestir höfum.


Var þetta virkilega óskiljanlegt með öllu ?

Ég er íslendingur og tala íslensku þannig mál ætti að nota, þú tekur kanski eftir því að það eru fleiri sem skilja ekki baun af því sem þú ert að segja.

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá -Hjalti- » 04.feb 2013, 18:40

villi58 wrote:Getur þú bara notað íslenskuna, jú það er það móðurmál sem við flestir höfum.


Image
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá jeepson » 04.feb 2013, 22:43

Eigum við ekki að halda okkur jeppa skúra verkefnin? Þetta nú hið íslenska jeppaspjall. Ekki fólksbíla spjall :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Grásleppa
Innlegg: 164
Skráður: 08.des 2011, 21:05
Fullt nafn: Jóhann Elís Runólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Grásleppa » 05.feb 2013, 14:43

Jæja, er að Turbo væða bílinn hjá mér. En það er '94 módel af Patrol sem er kominn með '89 módel af krami, td42 nánar tiltekið (4,2 nissan diesel). Fékk notaða AXT túrbínu og turbo pústgrein, sendi bínuna í uppgerð hjá Framtaki og áttu þeir allt í þetta á lager. Er búinn að rífa allt framanaf bílnum og er að fá nýjan 3 raða álvatnskassa hjá Kidda Bergs í þetta, þá vantar mig bara front mount intercooler og bíða eftir pústpakkningu og þá er hægt að raða saman. Mun taka myndir þegar ég geri meira. Kv, Jóhann
Viðhengi
IMG_1134.JPG

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Hfsd037 » 05.feb 2013, 14:53

Afhverju gera menn ekki upp túrbínunar sínar sjálfir? það er ekki eins og það sé flókið verkefni, er ballansering á öxli að hindra menn í því?

Ég er allavega að fara í upptekt á túrbínu á einum bíl sem ég er hugsanlega að fara að kaupa, ég þori ekki öðru en að gera það..
Það væri líka algjör snilld að getað tekið túrbínunar sínar upp sjálfur :)
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur


Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá Valdi B » 05.feb 2013, 16:21

Hfsd037 wrote:Afhverju gera menn ekki upp túrbínunar sínar sjálfir? það er ekki eins og það sé flókið verkefni, er ballansering á öxli að hindra menn í því?

Ég er allavega að fara í upptekt á túrbínu á einum bíl sem ég er hugsanlega að fara að kaupa, ég þori ekki öðru en að gera það..
Það væri líka algjör snilld að getað tekið túrbínunar sínar upp sjálfur :)



ég held að það sé bara vegna þess hvað menn hafa heyrt...

sumar túrbínur þarf að ballancera með hjólunum á öxlinum og í sumum túrbínum er allt ballancerað sér... miðað við video á youtube þá þarf ekki að balancera 16g evo túrbínu saman, það er allt balancerað sér..

mér langar dálítið að prófa að gera upp túrbínu sjálfur, á nokkrar liggjandi uppá borði inní skúr..
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá jeepson » 05.feb 2013, 18:50

Grásleppa wrote:Jæja, er að Turbo væða bílinn hjá mér. En það er '94 módel af Patrol sem er kominn með '89 módel af krami, td42 nánar tiltekið (4,2 nissan diesel). Fékk notaða AXT túrbínu og turbo pústgrein, sendi bínuna í uppgerð hjá Framtaki og áttu þeir allt í þetta á lager. Er búinn að rífa allt framanaf bílnum og er að fá nýjan 3 raða álvatnskassa hjá Kidda Bergs í þetta, þá vantar mig bara front mount intercooler og bíða eftir pústpakkningu og þá er hægt að raða saman. Mun taka myndir þegar ég geri meira. Kv, Jóhann


Er þessi álvatnskassi splunku nýr frá Kidda Bergs eða lítið notaður?? Ef hann er splunku nýr, hvað er þá verðið á honum?
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá hobo » 05.feb 2013, 19:02

Ok ekki jeppatengt, en samt skúrtengt.

Focus 2000 módel, 1,6 ltr bensín, ekinn 190þ km.
Brennir hraustlega olíu eða nálægt 700ml á 1000 km.
Í smurbók stendur að hafi verið notuð 10/40 olía og ég hef gert það í nokkur skipti sjálfur. Smurbókin er nota bene mjög góð.
Svo fer maður að klaufast til að kíkja í handbók bílsins og sé þá að nota á einungis 5/30 olíu, og að aðrar olíur þ.á.m olían sem ég nota geta leitt til minnkandi afkasta vélarinnar.

Þá er manni spurn:
Ef ég fer að nota rétta olíu, mun þetta lagast?
Hvað er að valda olíubrennslunni, vitlaus olía, stimpilhringir slitnir, ventlaþéttingar?

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Hvað er að gerast í skúrnum?

Postfrá jeepson » 05.feb 2013, 19:26

Ég ætla að skjóta á ventlaþéttningar. Það var altaf vesen á gömlu 2gja lítra sierra bílunum.. En auðvitað er altaf best að nota það sem framleiðandinn gefur upp.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 23 gestir