Síða 1 af 1
Eyðsla og samanburður á Pajero og Cruiser
Posted: 09.jún 2011, 19:08
frá dannyocean
Sælir spjallarar,
Getur einhver sagt mér hvað MMC Pajero 3,2 dísel, sjálfskiptur 2007 35" og Toyota Land Cruiser 120 VX dísel, sjálfskiptur 35" 2005 eru að eyða per 100 km??
Mér standa báðir þessir bílar til boða á sama verði og gott væri ef einhver hér hefði einhverja reynslusögu að segja sem gæti hjálpað mér í þessu vali.
Re: Eyðsla og samanburður á Pajero og Cruiser
Posted: 09.jún 2011, 23:06
frá snöfli
Hef átt þá báða í 38" sem er ekki alveg það saman. Fann ekki stóran mun 12.0 til 13.5 ltr/100km. Crúserinn á að vera örlítið sparneytnari en Pajeroinn en raunmunur ekki mikill ef nokkur. Ath. tölvan í krúsanum sýnir lægri eyðslu en mæling með fullum tank í fullan tank. Combóið vél og skipting í krúsanum einstaklega skemmtilegt og eftir að settur var alvöru millikassi í hann þá er hann ef eitthvað er skemmtilegri. Ertu að segja okkur að þér bjóðist 2005LC og 2007Pæja á sama verði?
Re: Eyðsla og samanburður á Pajero og Cruiser
Posted: 10.jún 2011, 00:09
frá dannyocean
Takk fyrir þetta innlegg og já á sama verði nema LC er keyrður 120þús á meðan Pæjinn er keyrður 50þús.
Re: Eyðsla og samanburður á Pajero og Cruiser
Posted: 10.jún 2011, 00:27
frá -Hjalti-
dannyocean wrote:Takk fyrir þetta innlegg og já á sama verði nema LC er keyrður 120þús á meðan Pæjinn er keyrður 50þús.
hahah Toyota heilaþvottur Íslendinga er alveg á ótrúlegur!
Re: Eyðsla og samanburður á Pajero og Cruiser
Posted: 11.jún 2011, 00:56
frá nobrks
dannyocean wrote:Takk fyrir þetta innlegg og já á sama verði nema LC er keyrður 120þús á meðan Pæjinn er keyrður 50þús.
Þá myndi ég ekki hika við að taka Pajeroinn, ég var með 2001 óbreyttan Pajero sama eyðsla og Snöfli nefnir.