Síða 1 af 1

Talstöð

Posted: 08.jún 2011, 22:46
frá Svenni30
Er eitthvað vit í þessu http://bland.is/album/thumbnail/131948/ ... 1816_0.jpg

Ég er að leita að talstöð í bílinn hjá mér, En hef mjög lítið vit á þessum stöðum.
Hvort á maður að fá sér CB eða VHF

Re: Talstöð

Posted: 08.jún 2011, 22:49
frá arni hilux
vhf, er eiginlega betri á allavegu(mín skoðun)

Re: Talstöð

Posted: 09.jún 2011, 00:42
frá Freyr
VHF, gleymdu CB, þær draga ekki neitt (þ.e.a.s. þær sem eru í jeppunum almennt). Það eru t.d. mörg ár síðan ég hætti að setja CB í mína jeppa (reif jafnvel úr þeim því gagnið var ekkert).

Freyr

Re: Talstöð

Posted: 09.jún 2011, 11:22
frá Óskar - Einfari
Sælir...

Ég myndi skoða aðeins hvað ferðafélagar þínir eru með... ef allir eru með VHF er lítið gagn fyrir þig í CB eða öfugt..... CB er hálfgerður dyrasími við hliðina á VHF. Ef þú ferð í félag eins t.d. 4x4 ertu komin með aðgang að mjög öflugu VHF kerfi með nóg af rásum og endurvörpum víða um land og á hálendinu.

Kv.
Óskar Andri

Re: Talstöð

Posted: 09.jún 2011, 11:28
frá Svenni30
Takk fyrir góð svör strákar. þá fer ég leita að VHF stöð.

Re: Talstöð

Posted: 09.jún 2011, 12:01
frá arni87
Þetta eru mjög ólíkar stöðvar í drægni, en eins og Óskar Einfari bendir á þá er best að vera með CB ef félagarnir eru allir með CB eða öfugt.
Ef þú færð þér VHF þá myndi ég skoða að ganga í F4x4 eða FÍ til að fá aðgang að þeirra rásum.
Björgunarsveitir eru yfirleitt bæði með F4x4 rásirnar og FÍ rásirnar í VHF stöðvunum hjá sér, en það eru ekki allir björgunarsveitarbílar með CB stöðvar.

Þar með ef ég væri að skoða hvort kerfið ég myndi reiða á í jeppaferð þá myndi ég nota VHF þar sem þá eru mun meiri líkur á að ná sambandi við björgunarsveitir þegar á þarf að halda.