Ég sá ekkert annað svæði á spjallinu sem myndi henta betur undir þessa spurningu. Datt í hug að spyrja ykkur þar sem að hér eru ýmis konar menn, og eflaust einver sem er sérfróður um flutningabíla.
Ég er að fara að flytja búslóð fyrir tengdamömmu um mánaðamótin júlí/ágúst.
Ég mun þurfa lítinn flutningabíl eða mjög stórann sendibíl.
Verð með þvottavél, þurrkara, uppþvottavél, frystiskáp og ísskáp, gasgrill, stórann og þungann skenk, rúm, hillusamstæðu og fullt af kössum,
Hvar er best að leigja sér bíl til að keyra Akureyri-Seyðisfjörður-Akureyri? Ég er með meirapróf og hef reynslu af akstri flutningabíla, þarf því ekki ökumann.
Væri til í að heyra af fyrirtækjum sem leigja út bíla og einnig af einstaklingum sem leigja bílana sína út til fólks með meirapróf.
Leigja bíl til búslóðaflutninga.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 329
- Skráður: 08.mar 2010, 12:43
- Fullt nafn: Haukur Þór Smárason
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 329
- Skráður: 08.mar 2010, 12:43
- Fullt nafn: Haukur Þór Smárason
Re: Leigja bíl til búslóðaflutninga.
Takk fyrir þetta strákar.
Ég var búinn að senda Höldur fyrirspurn í gær um tilboð í leigu á bíl í flokki V50 (Benz Atego eða sambærilegann), miðað við sólarhring og 600km akstur. Er ekki búinn að fá svar ennþá.
Cargobílar eru á höfuðborgarsvæðinu og það hentar alls ekki. Auk þess eru þeir með litla bíla.
Við ætlum líka að auglýsa á Barnalandi og Geiranum eftir bíl til leigu. Það hljóta að vera bílar sem standa og eru ekki að afla eigendum sínum neinna tekja.
Ég var búinn að senda Höldur fyrirspurn í gær um tilboð í leigu á bíl í flokki V50 (Benz Atego eða sambærilegann), miðað við sólarhring og 600km akstur. Er ekki búinn að fá svar ennþá.
Cargobílar eru á höfuðborgarsvæðinu og það hentar alls ekki. Auk þess eru þeir með litla bíla.
Við ætlum líka að auglýsa á Barnalandi og Geiranum eftir bíl til leigu. Það hljóta að vera bílar sem standa og eru ekki að afla eigendum sínum neinna tekja.
Re: Leigja bíl til búslóðaflutninga.
Búslóðaflutningar hvert á land sem er, sendibílaþjónusta. Öll almenn sendibílaþjþónusta,búslóðaflutningar o.fl., hvert á land sem er.Föst verðtilboð. Ódýr og góð þjónusta í 11 ár. Er vanur akstri um land allt, kassinn er 29 rúmmetrar. Er á Akureyri. Steindór s. 897-5659 og steindorh@simnet.is
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur