Síða 1 af 1

vantar upplýsingar

Posted: 26.maí 2011, 10:59
frá Jaki
sælir félagar hérna nú er ég svona byrjaður að skemma mikið af verkfærum bara af því að þau eru í lélegum gæðum...
helst þá fastir lyklar og svona
hvert ert best að fara til að kaupa sér eðal verkfæri svona eins og þið reyndustu eru að nota? eða eruð þið bara að panta að utan?
svo annað.. hvert er best að fara til að redda sér logsuðu tæki? (helst kaupa nema kannski kútana) hef alltaf getað fengið lánað hjá tengdó en hann seldi hana svo þegar hann þurfti hana ekki lengur....

með fyrirfram þökk

Ísak ;o)

Re: vantar upplýsingar

Posted: 26.maí 2011, 12:35
frá Startarinn
Þetta snýst náttúrulega um hvað þú ert tilbúinn að borga mikið.

Fossberg er með Stahlwille verkfæri, sem eru alveg toppverkfæri en að sama skapi dýr
Logey er með Kraftwerk
N1 með Beta

Þetta er allt góð verkfæri, málið er bara að skoða og velja bestu samsetningu af verði/gæðum sem maður er tilbúinn að borga fyrir.
Þessi þrjú merki eru alla vega það sem ég myndi skoða af því sem ég veit til að er selt á Íslandi.
Snap-on og Craftsman eru líka góð merki en ég veit ekki til þess að neinn selji þau hér.

Re: vantar upplýsingar

Posted: 26.maí 2011, 12:46
frá G,J.
Sæll.
Stahlwille (fossberg) Facom (Ísól) og Kraftwerk (Logey) eru þau merki
sem mér detta fyrst í hug, annað merki sem ég er persónulega mjög
ánægður með er Hazet en ég held að það sé enginn að selja Hazet í dag :(

kv.GJ

Re: vantar upplýsingar

Posted: 26.maí 2011, 12:52
frá KÁRIMAGG
Prófaðu að tala við Frikka hjá POULSEN hann finnur eitthvern díl fyrir þig.
Ég er með verkfæri þaðan sem búið er að nauðga hressilega í talsverðan tíma og ekkert brotið enþá

Re: vantar upplýsingar

Posted: 26.maí 2011, 13:49
frá Jaki
heyrðu já takk fyrir þetta :D þá er maður kominn með mission fyrir morgundaginn :O)

Re: vantar upplýsingar

Posted: 26.maí 2011, 14:19
frá Jaki
en með logsuðutækið.. er AGA ekki bara málið eða eru fleiri með svona græjur?

Re: vantar upplýsingar

Posted: 26.maí 2011, 14:56
frá stjanib
Sindri eru byrjaðir að selja mjög góð verkfæri fyrir sanngjarnan pening, keypti mér kistu þar og er mjög ánægður með hana, það er líka lífstíðarábyrgð á eins og föstum lyklum og toppum sem maður er aðalega að brjóta, þannig að maður nær sér bara í nýtt.

Svo er vélar og verkfæri í skútuvogi að selja snap on, verðið er svipað því sem það kostar í usa en maður þarf að bíðja stundum í nokkra mánuði eftir að fá þau til að fá þau á því verði, það var allavega þannig fyrir nokkrum árum.

k.v
Stjáni

Re: vantar upplýsingar

Posted: 26.maí 2011, 14:58
frá stjanib
já gleymdi, með logsuðutæki þá er t.d gastech með logsuðu kit en það kostar að mig minnir 60-80 þús þori samt ekki alveg að fara með það og þetta kit er frá AGA.

Stjáni

Re: vantar upplýsingar

Posted: 27.maí 2011, 12:23
frá Dodge
Ég er búinn að vinna á vörubílaverkstæði í 6 ár og í bíladellu í 12 ár og hef því prufað ýmislegt við erfiðar aðstæður.
KS tools er í algeru uppáhaldi hjá mér, sterk og góð verkfæri á sæmó verði.

Þei bjóða t.d. uppá skralllyklasett með toppum sem er tær snilld, það hef ég ekki séð frá neinum öðrum framleiðanda.

Straumrás á Akureyri er með umboð fyrir KS tools, ég veit ekki hver það er fyrir sunnan, hugsanlega Landvélar.

Re: vantar upplýsingar

Posted: 28.maí 2011, 01:48
frá oggi
Landvélar eru komið með umboð fyrir kamasa þau eru nokkuð góð svo er Wurth með góð verkfæri líka facom er topp merki kraftwerk er góð miðavið verð
en með gasið þá færðu þér kúta hjá Strandmöllen í hafnafirði (AgA er skítafyrirtæki) en tækin er hægt að fá
hjá landvélum, klif, jak, gastek, sindra,svo eru margir með tæki líka man bara eftir þessum í augnablikinu

Re: vantar upplýsingar

Posted: 28.maí 2011, 06:45
frá Ofsi
http://www.stilling.is/vorur/verkfaeri/verkfaerasett
Stilling er að selja verkfæri sem heita Jonnesway. Við höfum verið að nota topplyklasettin frá þeim á verkstæðinu hjá okkur. Núna er ½-1/2 sett hjá þeim á tilboði á 12000 kall sem eru góð kaup. Þetta er þræl sterkt og ódýrt

Re: vantar upplýsingar

Posted: 28.maí 2011, 09:34
frá Sævar Örn
Get vottað fyrir styrkleika jonnesway amk. m.v. verð.

Hef verið að slíta sundur stífubolta 14mm svera með skrallinu... Kæruleysi ég veit en það hefur enn ekki skemmst.

Re: vantar upplýsingar

Posted: 28.maí 2011, 20:05
frá joias
Öll verkfæri sem búið er að stinga uppá eru mjög góð, en mig langar að benda á JAK í Hafnarfirði í sambandi við rafsuðu og logsuðugræjur, svo er Verkfærasalan bæði með bílskúrs og iðnaðarverkfæri, veit ekki hvort að þeir eru með logsuðutæki.

En með kútana sjálfa er ódýrast að fara í Strandmöllen í Hafnarfirði.

Re: vantar upplýsingar

Posted: 28.maí 2011, 22:01
frá magni87
kraftverk myndi ég segja :)

Re: vantar upplýsingar

Posted: 29.maí 2011, 10:28
frá Freyr
Facom, Stahlwille, Wurth: Mjög góð en að sama skapi dýr.

Kraftverk: Mun ódýrari (oft margfallt) en þessi 3 að ofan en gæðin eru líka langt í frá þau sömu. Þeir í Logey fá samt hrós fyrir frábæra þjónustu og verkfærin þeirra eru mjög góð m.v. verð.

Verkfæraskápurinn minn í vinnunni er u.þ.b. 50% kraftverk á móti 50% Wurth/Facom. Ég hef aldrei skemmt Wurth/Facom fyrir utan eitt gamalt skrall sem var orðið haugslitið frá Wurth og einnig örfá skrúfjárn en það er vegna illrar meðferðar (notuð sem spennijárn, meitlar o.s.frv...). Hinsvegar skemmast Kraftverk verkfærin reglulega, toppar brotna, tangir skekkjast og missa bitið o.s.frv....

Sjálfur kaupi ég yfirleitt vönduð verkfæri nema þau sem ég nota sjaldan, þá tími ég því ekki og kaupi frá t.d. Logey.

Freyr

Re: vantar upplýsingar

Posted: 30.maí 2011, 15:26
frá Jaki
Úff mikið úr að velja XD
Ég vil endilega þakka ykkur öllum fyrir frábær svör og sýnir mér hversu mikið menn hér eru í að hjálpa hvor öðrum (miðað við önnur spjöll....)
en ég held ég muni byrja á að skoða þau öll og gefa mér smá gaum yfir þessu þó ég get sagt að stahlwille og jonnesway koma sterk inn (hef átt áður stahlwille) en eins og sagt er þá eru þau fja*di dýr..
Annars bara enn og aftur takk kærlega fyrir hjálpina :D
alltaf gaman að vita að við jeppamennirnir stöndum saman ;o)

Kv Jaki.

Re: vantar upplýsingar

Posted: 30.maí 2011, 15:29
frá jeepson
En hvernig eru verfærin sem verkfæralagerinn er að selja?? Ég keypti sett af fastlyklum þar um daginn og borgaði hátt í 8þús fyrir settið. minnir að það hafi verið 8mm-19mm lyklar í settinu.

Re: vantar upplýsingar

Posted: 30.maí 2011, 16:13
frá jeepcj7
Alveg hiklaust hægt að mæla með kamasa verkfærum virkilega góð og sterk tól sem mér skilst að Landvélar séu að selja núna eftir að N1 skeit upp á bak með þetta dót.
Og svo á ég reyndar enn algerlega óbrotið stórt toppasett sem ég fékk á sínum tíma í fermingargjöf og er búinn misnota allsvakalega af gerðinni Stanley Workmaster bara fínt dót.