Síða 1 af 1
Andfúl miðstöð
Posted: 23.maí 2011, 23:26
frá Óskar - Einfari
Sælir félagar
Miðstöðin í Einfara er orðin hrikalega andfúl... hvað er það sem þarf að þrífa... þarf að fara í alla miðstöðvarstokka eða er einhver sía/filter einhverstaðar?
Kv.
Óskar Andri
Re: Andfúl miðstöð
Posted: 23.maí 2011, 23:28
frá Óskar - Einfari
Þetta er meira áberandi í köldum blæstri heldur en heitum
Re: Andfúl miðstöð
Posted: 24.maí 2011, 00:01
frá Járni
Spurning með frjókornasíu, er oftast bakvið hanskahólfið. Þekki þetta samt ekki sérstaklega í Hilux.
Re: Andfúl miðstöð
Posted: 24.maí 2011, 00:01
frá Freyr
Það er til hreinsir til að úða í inntakið á miðstöðvum til að drepa bakteríugróður í miðstöðvum sem lykta illa, myndi klárlega byrja á því og sjá hvort það dugar. Sjálfsagt er svona hreinsir til frá mörgum aðilum en í fljótu bragði man ég því miður bara eftir honum frá Bell Add sem fæst í Vélalandi. Því miður segi ég því eigandinn þar fór illa með mig í viðskiptum fyrir nokkrum árum, kostaði mig mikinn tíma og svolítinn pening.
Best að taka fram að ég hef ekki notað svona hreinsi sjálfur en kanski virkar hann??????
Kv. Freyr
P.S. Ef ekkert gengur með Einfara þá færðu þér bara Cherokee ;-)
Re: Andfúl miðstöð
Posted: 24.maí 2011, 12:33
frá Óskar - Einfari
Hvað segirðu Freyr, er Cherokee miðstöð????
Re: Andfúl miðstöð
Posted: 24.maí 2011, 13:38
frá nobrks
Er bíllinn með aircondition?
Re: Andfúl miðstöð
Posted: 24.maí 2011, 14:02
frá Óskar - Einfari
Já, og það er sér rofi sem kveikir á loftkælingunni.... finnst þetta ekki vera háð því hvort það er kveikt á aircon eða ekki
Re: Andfúl miðstöð
Posted: 24.maí 2011, 15:35
frá StefánDal
Ef það er AC í bílnum eru líkur á því að það slagi inn í miðstöðvar lögnum. Það gæti svo safnast í polla og fúlnað. Ég myndi prufa að láta miðstöðina þurrka sig með miklum og heitum blástri (eða ísköldum AC blástri) og nota svo efnið sem Freyr benti á.
Re: Andfúl miðstöð
Posted: 24.maí 2011, 17:45
frá Cruser
Sæll Óskar
Veit að Grettir Vatnskassar hafa verið með græju til að hreinsa svona, þetta eru óhreinindi sem setjast á miðstöðvar elementin, og þetta þarf að hreinsa á 4-5 ára fresti. Ég myndi prufa að tala við þau þar 577-6090
Kv Bjarki
Re: Andfúl miðstöð
Posted: 24.maí 2011, 17:59
frá Óskar - Einfari
Takk fyrir svörin, ég ætla að reyna þetta sjálfur áður en ég fæ einhvern annan í þetta en það er gott að vita af þeim hjá Gretti.
Re: Andfúl miðstöð
Posted: 24.maí 2011, 19:16
frá Einar
Einu sinni fyrir langa löngu lenti ég í því að þurfa að setja músagildru í bíl sem ég átti til að veiða mús sem settist að í miðstöðinni, ef hún hefði látið lífið þar inni hefði það örugglega ekki lyktað vel þannig að ég þorði ekki að reyna að svæla hana út.
Ég er samt ekki viss um að þetta gæti gerst í nútímabílum, allskonar síur og dót sem loka leiðinni fyrir svoleiðis laumufarþegum.
Re: Andfúl miðstöð
Posted: 24.maí 2011, 20:39
frá AgnarBen
Þessar mýs eru nú duglegar, félagi minn fann músarskít og með því í hanskahólfinu sínu þegar hann sótti hann í geymslu út á Keflavíkurflugvelli núna um daginn. Þarna hafði hún það greinilega nokkuð gott á meðan hann sleikti sólina, þetta er nokkurra ára gamall Pathfinder .... Líklega er músunum kalt þarna í Keflavík !
Re: Andfúl miðstöð
Posted: 24.maí 2011, 21:28
frá HaffiTopp
Gætir prófað að nota svona
http://www.scholl.com/en-GB/Odour-Control-Shoe-Spray-150ml/10002070/ProductDetail.raction í skóna þína til að byrja með, og ef það skánar ekkert og konan heldur áfram að kvarta þá er um að gera að prófa þetta hér
http://stilling.is/vorur/vara/TESOA150/ eða samsvarandi frá snillingunum hjá Wurth
https://verslun.wurth.is/efnavara/bila-efnavorur/2-254-snar-ferskur.html og að endingu færðu þetta
https://verslun.wurth.is/efnavara/bila-efnavorur/2-251-sotthreinsiu-i.html sem var búið að benda á hér að ofan. Svo ef ekkert gengur verðuru bara að henda bílnum, þar sem þetta er nú bara Toyota ;)
Kv. Haffi
Re: Andfúl miðstöð
Posted: 25.maí 2011, 11:07
frá ingolfurkolb
Ég hef þurft að hreinsa miðstöð þar sem mús hafði gert sér hreiður. Allt drapst annað hvort við að fara í viftu spaðan eða bara úr hita. Þetta var í Baleno, en þvílík liktin sem kom úr miðstöðinni, það var ólíft í bílnum.
Re: Andfúl miðstöð
Posted: 26.maí 2011, 00:55
frá ssjo
Eina sem ég veit er að það er hólf fyrir frjókornasíu í Hilux (allavega í 2008 árg.), á bak við hanskahólfið eins og einhver benti á, en bílarnir koma síulausir. Gætir opnað hólfið og kíkt inn. Ég keypti fjórkornasíu í minn bíl og tek hana úr við og við og lem mest ruslið úr henni. Verður fljótt skítug en mesta gagnið gerir hún með því að taka við laufblöðum og alls konar rusli sem kemur inn um loftinntakið.
Re: Andfúl miðstöð
Posted: 26.maí 2011, 17:54
frá sveinnelmar
Það er spurning hvort mús hafi skriðið í miðstöðina og drepist. Ég veit af einsu svoleiðis tilfelli.