Síða 1 af 1
RR gormar í Musso
Posted: 19.maí 2011, 18:40
frá G,J.
Hvaða skoðun hafa menn á Range Rover aftur gormum í Musso?
Þá er ég að tala um annars vegar Police Special og hins vegar Progressive,
ræddi við þá hjá BSA í dag og komst að því að báðar gerðir hafa verið notaðar
í Mussóið.
Væri gaman að heyra frá Mussó eigendum sem hafa prófað þessa gorma í sínum bílum.
Kv.
Guðmann
Re: RR gormar í Musso
Posted: 19.maí 2011, 19:42
frá Bóndinn
Sæll
Ég á til par af Progressive gormum með lita kóða bleikur og fjólublár fást báðir á 10 þús
Kv Geiri
8949838
Re: RR gormar í Musso
Posted: 20.maí 2011, 09:44
frá helgiaxel
Ég veit ekki með Musso, en ég er með Police special að framan hjá mér í Galloper á 44", kemur mjög vel út. Frábært að versla við BSA því þeir vita nákvæmlega hvað gormarnir eiga að standa komnir undir bílinn, og ef gormurinn sem þú kaupir af þeim er ekki að passa þá færðu að skifta honum út fyrir annan (ef þú rispar hann ekki eða skemmir), Police special gormurinn á að standa 31cm ef hann er rétti gormurinn fyrir þyngd bílsins, ef hann stendur 30cm er hann of mjúkur og ef hann stendur 32cm þá er hann of stífur. Bara prófa sig áfram,
lang besta verð á gormum hjá BSA af öllum sem ég talaði við og þeir vita hvað þeir eru að selja
Kv
Helgi Axel
Re: RR gormar í Musso
Posted: 20.maí 2011, 21:08
frá G,J.
helgiaxel wrote:Ég veit ekki með Musso, en ég er með Police special að framan hjá mér í Galloper á 44", kemur mjög vel út. Frábært að versla við BSA því þeir vita nákvæmlega hvað gormarnir eiga að standa komnir undir bílinn, og ef gormurinn sem þú kaupir af þeim er ekki að passa þá færðu að skifta honum út fyrir annan (ef þú rispar hann ekki eða skemmir), Police special gormurinn á að standa 31cm ef hann er rétti gormurinn fyrir þyngd bílsins, ef hann stendur 30cm er hann of mjúkur og ef hann stendur 32cm þá er hann of stífur. Bara prófa sig áfram,
lang besta verð á gormum hjá BSA af öllum sem ég talaði við og þeir vita hvað þeir eru að selja
Kv
Helgi Axel
Einmitt sú tilfinning sem ég fékk þegar ég spjallaði við sölumann hjá BSA að þar væru menn sem vissu allt sem
hægt væri að vita um sína vöru :)
Kv.GJ
Re: RR gormar í Musso
Posted: 24.maí 2011, 16:01
frá G,J.
Jæja,þá er ákveðið að skella RR gormum undir afturendann á apparatinu, spurning hvað maður gerir við framendann.
Hvað er hægt að skrúfa þetta klafa dót mikið upp áður en allt hættir að virka,og hafa menn verið að skipta út
orginal vindustöngum fyrir HD stangir úr bensínbílnum (3.2l)?
Vonandi hafa menn hér meiri skoðanir á þessu en á spjallinu hjá F4x4 :)
Kv.Guðmann
Re: RR gormar í Musso
Posted: 24.maí 2011, 17:30
frá hfreyr
ég er með gorma frá þeim og skrúfaði allt upp að fram á musso á 35 og hann er hastari en allt þannig að ég mæli með að þú síkir stífurnar að aftan og ská stífuna og einnig síkír kleifana að framan til að hann verði eins og hann á að vera
ég er búinn að skrúfa minn til baka eins og ég get fyrir 35" en finnst hann en of stífur að framan
Re: RR gormar í Musso
Posted: 24.maí 2011, 17:44
frá G,J.
Ef eitthvað er þá væri ég alveg til í að hafa minn stífari að framan,
framfjöðrunin er eiginlega of mjúk fyrir minn smekk.
kv.GJ
Re: RR gormar í Musso
Posted: 24.maí 2011, 21:05
frá Þorri
Ég er með gorma frá bsa að aftan í mínum og 2" upphækkunnar klossa og svo skrúfaði ég hann upp að framan sleppti því alveg að hækka boddí. Þannig kem ég undir hann 36" en er með hann á 35" Ég á eftir að síkka stífurnar að aftan er búinn reyndar með skástífuna og bíllinn lagaðist helling. Hins vegar borðar hann öxulhosur með bestu list og er of mjúkur að framan ef eitthvað er. Ég átti von á því að hann yrði verri á vegi en raun varð þar sem ég fiktaði ekkert í hjólastillingu hann þyrfti á henni að halda. Ég er að verða klár með hásinguna sem á að fara undir hann þannig að ég er ekkert á leiðinni að láta hjólastilla fyrr en hún er komin undir.
Re: RR gormar í Musso
Posted: 25.maí 2011, 07:35
frá G,J.
Takk fyrir þetta Þorri, svona af forvitni hvaða hásingu ætlar þú að setja undir þinn ?
kv.GJ
Re: RR gormar í Musso
Posted: 25.maí 2011, 11:43
frá Þorri
Stefnan er sett á dana 30 reverse undan cherokee þó gæti það farið svo að ég klári að smíða dana 44 ég á fest allt í hana nema innri öxlana. Dana 30 reverse er nógu sterk ef maður styrkir liðhúsin og setur tein undir hana drifið er sterkara en orginal svo ég hef ekki áhyggjur af því. Núna er það pælingin hvernig ég leysi vandamálið með gatadeilinguna fyrir felguna.
Re: RR gormar í Musso
Posted: 25.maí 2011, 12:42
frá G,J.
Fyrst þú ætlar þessa leið er þá ekki einfaldara að fá aðra öxla í afturhásinguna?
kv.GJ
Re: RR gormar í Musso
Posted: 25.maí 2011, 13:16
frá Þorri
Þá er þarf ég að skipta út bremsukerfinu að aftan er ég hræddur um. Svo finnst mér meira vit í að vera á 6 gata felgum þar sem nær allir sem ég verið að ferðast með eru á 6 gata og nóg til af felgum sem passar á þetta.
Re: RR gormar í Musso
Posted: 27.maí 2011, 23:10
frá G,J.
Smá update.
Verslaði RR (progressive) gorma af "Bóndanum" og skellti þeim undir í dag, bíllinn hækkaði um
rúma 5 cm sem var það sem ég var að leita eftir....mikill munur á fjöðrun,hraðahindranir og
þvottabretti eru orðin eins og nýmalbikaður þjóðvegur og ég brosi eyrna á milli :)
Er mikið að spá í að fjarlægja jafnvægisstöngina að aftan fljótlega og sjá hvort hann teygir sig ekki
aðeins lengra en hann gerir í dag.
Kv.GJ
Re: RR gormar í Musso
Posted: 27.maí 2011, 23:35
frá Bóndinn
Gott að heyra að þú sért sáttur við gormana.
Svo er bara að hysja upp um sig sokkabuxurnar og setja musso á hásingu að framan ;-)
Kveðja Geiri
Re: RR gormar í Musso
Posted: 28.maí 2011, 08:17
frá G,J.
Hehe... það er alveg spurning hvort maður fari ekki í rörun ef maður dettur niður á góða
hásingu, þetta klafa dót er bara til leiðinda.....og drulluþungt.
kv.GJ