reynsla manna af galloper og nissan terrano


Höfundur þráðar
gaz69m
Innlegg: 665
Skráður: 10.mar 2010, 11:54
Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
Bíltegund: gaz69m
Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata

reynsla manna af galloper og nissan terrano

Postfrá gaz69m » 27.apr 2011, 17:06

er að spá í að fá mér galloper eða nissan terrano , en hver er reynsla manna af galloper hvernig er vélin eyðslan og að fá vara hluti hrinur vélin annanhverndag eða endist hún eithvað . og hvernig er terrano kostir gallar . og ég er spá í óbreyta bíla .


sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.


spazmo
Innlegg: 77
Skráður: 31.jan 2010, 23:13
Fullt nafn: Grétar Mar Axelsson
Bíltegund: Patrol 44"

Re: reynsla manna af galloper og nissan terrano

Postfrá spazmo » 27.apr 2011, 17:16

mín reynsla af galloper er góð, ekkert stórvægilegt bilað, og auðvelt að fá varahluti í hann.
stór plús að hafa hann 7 manna, og það er mjög gott að ferðast í þessum bílum, fínt pláss fyrir fullorðna í aftursætum, en það er ekki fyrir stóra að sitja aftast.
hann er að eyða ca. 11-13 hjá mér. svo er það þannig að ef menn hugsa um þessa bíla, þá endast þeir haug og helling.
viewtopic.php?f=9&t=1360 hér eru myndir af mínum.
Patrol 44"


Óvinurinn
Innlegg: 41
Skráður: 20.feb 2011, 20:35
Fullt nafn: Þór Ólafsson

Re: reynsla manna af galloper og nissan terrano

Postfrá Óvinurinn » 27.apr 2011, 21:30

minn terrano er breyttur þannig að eyðslan er ómarktæk miðað við óbreyttan.... en ég er rosalega ánægður með hann. vélin hefur ekki klikkað og það er góður kraftur í henni. áreiðanleg. Hann er líka merkilega rúmgóður miðað við að vera frekar lítill jeppi. ætli það sé ekki svipað og með galloperinn gott pláss aftur í en öftustu sætin eru góð fyrir litla fólkið.

fínt að fá varahluti í hann, góð partasala í hafnafirði með hluti í japanska bíla.
Nissan Patrol 2000 38"

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: reynsla manna af galloper og nissan terrano

Postfrá Sævar Örn » 27.apr 2011, 23:27

Hæhæ, gallóperinn er fínn, svolítið túrbínuvesen á þeim flestum að vísu en það held ég sé það eina, algengt að sjá olíuleka undan olíuverki á galloper, en þeir virðast alltaf ganga vel



Terranóinn er mjög góður, óþarfa slit á ballansstangarendum að framan sem er smálegt, það virðist vera árleg viðgerð á mörgum þessum bílum fyrir skoðun en það má kenna lélegri hönnun festinga á spyrnunum um þetta

einnig er leiðinda hönnun á stýrisstöngunum í þeim að framan og mjög algengt að terranó rási þrátt fyrir að vera óbreyttur, þetta orsakast af veltingi á millibilsstönginni en hann lýsir sér í því að fyrst þegar stýrið er hreyft veltur stöngin og svo tekur hún í hjólin, dauðaslag í stýrinu verður því óþarflega mikið og viðbragðið seint.

Ekkert slit er hinsvegar milli hjólanna og millibilið helst tiltölulega rétt og því er ekki gefin endurskoðun út á þetta enda í raun ekki slit heldur hönnunargalli.



mbk. Sævar
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: reynsla manna af galloper og nissan terrano

Postfrá Freyr » 28.apr 2011, 22:20

Galloper þekki ég sáralítið. Ég prófaði einusinni svoleiðis jeppa með það í huga að kaupa hann hugsanlega. Hann var í fínu standi og ekkert út á það að setja en mér þótti mjög leiðinlegt að keyra hann, greinilegt að hann er byggður á gamalli hönnun sem skilar sér í hundleiðinlegum aksturseiginleikum og þunglamalegum bíl.

Sjálfur á ég Terrano '98 2,7 diesel sem ég keypti síðasta vor. Ég er í heildina mjög ánægður með hann. Setti hann á 31" dekk en gerði sáralitlar aðrar breitingar á honum. Ég nota hann hér innanbæjar og í auðveldar ferðir þar sem hann eyðir litlu miðað við Cherokeeinn sem er á 38" (terrano er í rúml. 11 lítrum að staðaldri meðan Cherokee er 15++ eftir aðstæðum). Ef hugmyndin er ekki að nota hann í miklar jeppaferðir er Terranoinn mjög góður en það eru gallar við hann sem torfærubíl: Hann er mjór miðað við hæð svo hann er ekki eins stöðugur og margir aðrir jeppar og svo er hann mjög langur afturfyrir afturhjól sem skilar sér í svolítið kjánalegum hreyfingum og eins er hann fljótur að setjast á rassinn í skorningum.

Kostir:
-Mjög traust og áreiðanleg vél (2,7 diesel) sem er auðveld í rekstri fyrir utan tvennt, olíuverkin eru veikur hlekkur (þarf oft laga þau fyrir rúm 200k einhversstaðar milli 100 og 200 þkm.) og vatnsdælurnar endast ekki vel en það er t.t. ódýrt og mjög auðvellt að skipta um þær.
-Hef ekki heyrt um neinn sem er í veseni með gír og millikassa, þekki samt sjálfskiptingarnar ekki nógu vel.
-Mikið framboð af varahlutum, bæði nýjum og á partasölum.
-Lipur innanbæjar.
-Eyðslan er ágæt og stabíl.
-Hægt að fá þá á góðu verði hvort sem er nýlega eða gamla.
-Eru frekar áreiðanlegir í það heila og t.t. ódýrir í rekstri.

Gallar:
-Ballansstangarendar að framan endast varla árið. Er búinn að fjarlægja báðar ballansstangirnar úr mínum, hann er svolítið svagur eftirá en skemmtilegri á vondum slóðum og árfarvegum.
-Samsláttarpúðar gjarnir á að yfirgefa samkvæmið, bæði að frama nog aftan. Eru frekar dýrir en ég setti einhverja universal púða úr stál og stansar að framan og púða frá gúmmísteypu Þ. Lárusson í hann að aftan (kostaði smá smíðavinnu).
-Hef oft heyrt að þeir haldi illa hjólastillingu að framan en ekki upplifað það sjálfur (fylgir sennilega bílum á 33"+ dekkjum).
-Sjálfvirkar driflokur sem eru ekki sterkar, það er hægt að skipta þeim út (er sjálfur með manual lokur) en man ekki hvað sú breyting kostar.
-Afturljós í stuðaranum, framleidd ónýt og þarf oft að laga rafkerfið kringum þau.


Myndi í þínum sporum ekki hugsa um að fá mér Galloper en mæli hiklaust með Terrano.

Kv. Freyr


helgiaxel
Innlegg: 259
Skráður: 27.maí 2010, 19:27
Fullt nafn: Helgi Axel Svavarsson
Staðsetning: Akranes

Re: reynsla manna af galloper og nissan terrano

Postfrá helgiaxel » 29.apr 2011, 09:22

Sæll, ég er bæði búinn að eiga Galloper og Terrano,

Teranoinn var 2000 árg, sjálfskiftur með 2,7tdi, ég breytti honum fyrir 35" og var með hann á mjög grófum og breiðum 35" dekkjum.
Hann var að eiða ca. 15-16 L á þeim,
Að mínu mati ágætis bílar en það var ekki þrautalaust að eiga Terrano, Það fór í honum Túrbína, olíuverk, vél, (líklega vegna ömurlegs viðhalds frá fyrri eiganda sem gekk um þetta eins og þetta væri einskis virði) gat ekki fyrir sitt litla líf haldið hjólastillingu að framan, alltof hátt gíraður orginal til að vera með hann á stærri en orginal dekkjum, hjólin bjánalega staðsett undir honum afturhjólin of framarlega og framhjólin of aftarlega, þurfti að fara í 3" hækkun að boddý og 1" á ´fjöðrun bara til að koma þessum dekkjum undir. Þegar hann hékk í lagi þá var þetta draumur að eiga, gott að keyra hann, situr hátt í honum og sérð vel yfir, gott að ganga um hann og nóg til af varhlutum. Mér þótti vænt um þennan bíl þó hann hafi kostaðað annað augað úr, enda bíll með sál, sem mátti reyndar vel við því að fara til sálfræðings.

Galloperinn hinns vegar hefur ekkert bilað þannig hjá mér, reyndar ymislegt í rafkerfinu sem tók uppá því að hætta að virka, en gríðarlega sterkur og góður bíll, enda sjáið þið meðferðina sem þessir bílar hafa fengið, aldrei þrifnir, sjaldan smurðir, oftast notaðir til að draga grasmótora þvert yfir landið í kerrum sem eiga að vera aftan í flutningabílum og samt er mígrútur til að af þessu enþá í fínu standi.
Galloperinn hefur fengið á sig undarlegan stimpil frá mönnum sem aldrei hafa átt svona bíl og kæra sig ekki um, aðallega vegna tegundarhroka því bíllinn er framleiddur í Koreu en ekki Japan, Helsti gallir er auðvitað að þetta telst nú ekki mjög fallegur bíll miðað við aðra jeppa, og að hann er frekar máttlaus á orginal dekkjunum, en öfugt við Terranoinn þá skánar Galloperinn eftir því sem þú setur stærri dekk undir hann, Galloper kemur orginal´með 4,88 hlutföllum sem duga vel fyrir 38" og á 35" er hann sprækastur,

Ég er reyndar kominn með 3,1 tdi Izusu mótor ofan í minn, hásingu að framan, 5,29 hlutföll, loflæstur framan og aftan og 44" dekk :)

En heilt yfir ef þú er að spá í að hafa þetta á litlum dekkjum og nota þetta undir fjölskylduflutninga þá myndi ég velja Terranoinn, hugsaðu bara vel um bílinn, olíuskifti, réttan froslög, þrífa grófsíuna í olíuverkinu, og styrkja grindina milli spirnufestinga að framan, þá getur hann alveg hangið í lagi,

það bila allir bílar meiraðsegja Toyota :)

Kv
Helgi

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: reynsla manna af galloper og nissan terrano

Postfrá Freyr » 29.apr 2011, 12:16

helgiaxel wrote:Sæll, ég er bæði búinn að eiga Galloper og Terrano,

Teranoinn var 2000 árg, sjálfskiftur með 2,7tdi, ég breytti honum fyrir 35" og var með hann á mjög grófum og breiðum 35" dekkjum.
Hann var að eiða ca. 15-16 L á þeim,
Að mínu mati ágætis bílar en það var ekki þrautalaust að eiga Terrano, Það fór í honum Túrbína, olíuverk, vél, (líklega vegna ömurlegs viðhalds frá fyrri eiganda sem gekk um þetta eins og þetta væri einskis virði) gat ekki fyrir sitt litla líf haldið hjólastillingu að framan, alltof hátt gíraður orginal til að vera með hann á stærri en orginal dekkjum, hjólin bjánalega staðsett undir honum afturhjólin of framarlega og framhjólin of aftarlega, þurfti að fara í 3" hækkun að boddý og 1" á ´fjöðrun bara til að koma þessum dekkjum undir. Þegar hann hékk í lagi þá var þetta draumur að eiga, gott að keyra hann, situr hátt í honum og sérð vel yfir, gott að ganga um hann og nóg til af varhlutum. Mér þótti vænt um þennan bíl þó hann hafi kostaðað annað augað úr, enda bíll með sál, sem mátti reyndar vel við því að fara til sálfræðings.

Galloperinn hinns vegar hefur ekkert bilað þannig hjá mér, reyndar ymislegt í rafkerfinu sem tók uppá því að hætta að virka, en gríðarlega sterkur og góður bíll, enda sjáið þið meðferðina sem þessir bílar hafa fengið, aldrei þrifnir, sjaldan smurðir, oftast notaðir til að draga grasmótora þvert yfir landið í kerrum sem eiga að vera aftan í flutningabílum og samt er mígrútur til að af þessu enþá í fínu standi.
Galloperinn hefur fengið á sig undarlegan stimpil frá mönnum sem aldrei hafa átt svona bíl og kæra sig ekki um, aðallega vegna tegundarhroka því bíllinn er framleiddur í Koreu en ekki Japan, Helsti gallir er auðvitað að þetta telst nú ekki mjög fallegur bíll miðað við aðra jeppa, og að hann er frekar máttlaus á orginal dekkjunum, en öfugt við Terranoinn þá skánar Galloperinn eftir því sem þú setur stærri dekk undir hann, Galloper kemur orginal´með 4,88 hlutföllum sem duga vel fyrir 38" og á 35" er hann sprækastur,

Ég er reyndar kominn með 3,1 tdi Izusu mótor ofan í minn, hásingu að framan, 5,29 hlutföll, loflæstur framan og aftan og 44" dekk :)

En heilt yfir ef þú er að spá í að hafa þetta á litlum dekkjum og nota þetta undir fjölskylduflutninga þá myndi ég velja Terranoinn, hugsaðu bara vel um bílinn, olíuskifti, réttan froslög, þrífa grófsíuna í olíuverkinu, og styrkja grindina milli spirnufestinga að framan, þá getur hann alveg hangið í lagi,

það bila allir bílar meiraðsegja Toyota :)

Kv
Helgi


Hvar á olíuverkinu er grófsían staðsett, er hún við sjálft inntakið eða hvað????


helgiaxel
Innlegg: 259
Skráður: 27.maí 2010, 19:27
Fullt nafn: Helgi Axel Svavarsson
Staðsetning: Akranes

Re: reynsla manna af galloper og nissan terrano

Postfrá helgiaxel » 29.apr 2011, 13:46

Hún er undir banioboltanum á lögninni inn í verkið, það er gormur sem heldur henni niðri, getur verið erfitt að veiða hana uppúr, en það borgar sig ef hún stíflast eða skemmist þá fer verkið hjá þér og þa kostar yfir 400þús að fá skiftiverk fyrir þessar vélar.


Kv
Helgi Axel


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: reynsla manna af galloper og nissan terrano

Postfrá olei » 30.apr 2011, 01:50

Sælir.
Ég er með 99 terrano II og tók banjó boltann fremst á olíuverkinu - í leit að nefndri grófsíu. Ég nennti reyndar ekki að rífa frá mér vökvastýrisdæluna og það er ekki mjög þægilegt að komast að þessu þannig... en ég potaði vír niður um gatið og fiskaði svolítið í því og fann hvorki gorm né síu. Ég held að ég hafi leitað af mér allan grun.

Spurningin er: er þessi sía í öllum Terrano II, eða bara sumum?

User avatar

gudlaugur
Innlegg: 87
Skráður: 29.sep 2010, 14:35
Fullt nafn: Guðlaugur Jóhann Snorrason
Staðsetning: Garður > Suðurnes

Re: reynsla manna af galloper og nissan terrano

Postfrá gudlaugur » 03.maí 2011, 23:51

Ég var aðeins að spá í terrano sjálfur fyrir ekki svo löngu síðan,, og komst að því að það er tölvuert af svona bílum með haugryðgaða hjólaskál og þá sérstaklega bílstjórameginn. Ef ég horfði upp frá frammdekkinu sá ég í rúðupissbaukinn og á einum svona bíl var komið gat á hvalbak og ég gat snert teppið undir kúplingpedala hérumbil. Svo ég myndi ath þessa hluti vel áður en þú kaupir svona bíl. Ég var btw að skoða 1995 og 1996 bíla þrjú stk samtalls.


Höfundur þráðar
gaz69m
Innlegg: 665
Skráður: 10.mar 2010, 11:54
Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
Bíltegund: gaz69m
Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata

Re: reynsla manna af galloper og nissan terrano

Postfrá gaz69m » 21.maí 2011, 10:10

en hvernig er sjálfskiptingin í galloper að standa sig
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 15 gestir