Síða 1 af 1

spurning dagsins (lokur)???

Posted: 17.apr 2011, 10:00
frá gummoz
Ég er með Patrol 1995 2,8 og ég er að fara að skipta um lokur og sumir segja við mig að
það eigi að sjóða lokurnar, hvað segið þið um það?

Re: spurning dagsins (lokur)???

Posted: 17.apr 2011, 10:22
frá svenni g
Fá lokur frá Ægi rennismið,þær svíkja ekki .

Re: spurning dagsins (lokur)???

Posted: 17.apr 2011, 11:03
frá gummoz
$$$$$$$$$

Re: spurning dagsins (lokur)???

Posted: 17.apr 2011, 12:18
frá Baldur Örn
Kiddi Bergs sagði mér að ægislokurnar væru slæmar með það ef þær brotna eða klikka þá skemma þær öxuluinn líka svo maður situr uppi með ónýtan öxul og loku. Hann bennti mér á að það væri betra að sjóða bara orginal auto/lock lokurnar því þegar þær fara þá fer bara lokan en öxullinn skemmist ekki.

Re: spurning dagsins (lokur)???

Posted: 17.apr 2011, 13:34
frá jeepson
Ég hef heyrt að maður eigi alsekki að vera með feiti í lokunum á patrol. Frekar nota þunna olíu eða WD40. Feitin sé meðal annars valdur af því að lokurnar klikki. Einnig hef ég heyrt að gormurinn í lokunum sé hreinlega ekki nógu stífur. Og að menn hafi víxlað hægri og vinstri lokuni til að losna við þetta vandamál. Sel það ekki dýrara en ég keypti það. En mér datt einmitt í hug að prufa að þrífa alla feiti úr lokunum sem að ég er að fara að setja í pattann minn. Og setja svo ssk olíu í þær í staðinn.

Re: spurning dagsins (lokur)???

Posted: 17.apr 2011, 14:36
frá Izan
Sælir

Lokurnar hjá mér eru fastar en ekki soðnar. Það eru smávegis kostir við þá aðgerð framyfir að sjóða en ég svosum veit ekki hvort það séu bara vísindi sem aldrei rætast. Ef lokan er soðin er hún orðin 100% föst þannig að rílustykkið á enga möguleika á að hreyfast framar, hvorki fram eða til baka og það sem er verra að þá hreyfist hún ekki neitt með öxlinum heldur s.s. tekur enga hreyfingu sem öxullinn getur þurft á að halda. (ég bara veit ekki hversu mikil sú hreyfing er og þá hvort það sé einhver yfirhöfuð.

Það sem var gert hjá mér var þannig að lokan var hreinsuð algerlega að innan og síðan var rílustykkið og læsingakransinn settur alveg í botn lokunnar þannig að hún er föst. Þá voru boruð 3 göt og þau snittuð og límdar skrúfur þar í sem halda læsingakransinum skorðuðum í botni lokunnar. Rílustykkið helst á sínum stað í legunni og á öxlinum og lokan er pottþétt föst í lás. Það er einn pottþéttur kostur við þetta og hann er sá að með því að setja gírolíu inn í lokuna ca hálfa þá ertu kominn með tölverða kælingu á hjólaleguna sem er þarna fyrir innan og er ekkert sérstaklega öflug. Þessi kæling er miklu meiri en fæst nokkurntíma með Ægislokunum og framkvæmdin er eins ódýr og nokkur möguleiki er á. Ég er nýlega búinn að þessu og get ekki montað mig af reynslu en lokunni treysti ég.

Kv Jón Garðar

Re: spurning dagsins (lokur)???

Posted: 17.apr 2011, 16:25
frá jeepson
Izan wrote:Sælir

Lokurnar hjá mér eru fastar en ekki soðnar. Það eru smávegis kostir við þá aðgerð framyfir að sjóða en ég svosum veit ekki hvort það séu bara vísindi sem aldrei rætast. Ef lokan er soðin er hún orðin 100% föst þannig að rílustykkið á enga möguleika á að hreyfast framar, hvorki fram eða til baka og það sem er verra að þá hreyfist hún ekki neitt með öxlinum heldur s.s. tekur enga hreyfingu sem öxullinn getur þurft á að halda. (ég bara veit ekki hversu mikil sú hreyfing er og þá hvort það sé einhver yfirhöfuð.

Það sem var gert hjá mér var þannig að lokan var hreinsuð algerlega að innan og síðan var rílustykkið og læsingakransinn settur alveg í botn lokunnar þannig að hún er föst. Þá voru boruð 3 göt og þau snittuð og límdar skrúfur þar í sem halda læsingakransinum skorðuðum í botni lokunnar. Rílustykkið helst á sínum stað í legunni og á öxlinum og lokan er pottþétt föst í lás. Það er einn pottþéttur kostur við þetta og hann er sá að með því að setja gírolíu inn í lokuna ca hálfa þá ertu kominn með tölverða kælingu á hjólaleguna sem er þarna fyrir innan og er ekkert sérstaklega öflug. Þessi kæling er miklu meiri en fæst nokkurntíma með Ægislokunum og framkvæmdin er eins ódýr og nokkur möguleiki er á. Ég er nýlega búinn að þessu og get ekki montað mig af reynslu en lokunni treysti ég.

Kv Jón Garðar

Ekki vill svo til að þú eigir myndir af þessari aðgerð. Langar að sjá þetta á myndum til að átta mig betur á þessu:)

Re: spurning dagsins (lokur)???

Posted: 17.apr 2011, 16:44
frá arnarlogi15
Ég hef heyrt að það sé einmitt betra að hafa lokunar vel smurðar, sérstaklega þegar þú er með handvirkar lokur því þá eiga þær auðveldara með að renna á réttan stað. Hef menn talað um að þær séu að brotna útaf því þær fara ekki alveg á sinn stað.

Re: spurning dagsins (lokur)???

Posted: 17.apr 2011, 16:56
frá HaffiTopp
Þegar koppafeit frýs eða kólnar vel þá stífnar hún mikið og getur þá skemmt útfrá sér. Sé þá ekki fram á að betra sé að mjaka koppafeiti eða álíka á snertifleti og hreifanlega hluti lokunnar, frekar að vera með góða smurfeiti eða þunna feiti sem klístrast og loðir vel við og myndar þunna filmu. Einnig gott að nota þá bara nóg af koparslipp eða alúslipp þar sem það þolir að kólna og loðir vel við allt. Frekar að spá í að vera með nóg af þykkri (koppa) feiti á framhjólalegum þar sem það er á þeim sem virkilega mæðir á í þessum jeppum okkar.
Annars veit ég svo sem ekkert nákvæmlega hvernig svona handvirk loka vinnur og get því varla kallað mig neinn snilling í þeim málum. En ef miðað er við orginal lokurnar í Patrol þá má setja í samhengi að ef það þarf sér áhald til að setja þær af Auto yfir í Lock þá getur varla skift miklu máli að hafa þær það vel smurðar að auðvelt sé að setja þær á ;-)
Kv. Haffi

Re: spurning dagsins (lokur)???

Posted: 17.apr 2011, 18:09
frá jeepson
Það var einmitt það mér var sagt varðandi koppafeitina, að lokurnar næðu ekki að smella almennilega á sinn stað. En eins og ég sagði hér fyrir ofan. Þá sel ég það ekki dýrara en ég keypti það :) En mér fynst svosem alt í lagi að prufa þetta. Önnur lokan hjá mér er soðin og hin læst einhvernvegin. Þannig að ég ætla að þrífa nýju lokurnar vel og vandlega og setja annahvort þunna keðjufeiti eða sjálfskipti olíu í þær áður en ég set þær í.

Re: spurning dagsins (lokur)???

Posted: 17.apr 2011, 18:28
frá Izan
Sælir

Nei ég tók engar myndir og fékk meira að segja verkstæði hér á Egilsstöðum til að festa lokurnar fyrir mig til að ég myndi örugglega ekki klikka á einhverju og skemma. Það var óþarfa múf þvi að þetta er svo hræðilega einfalt um leið og maður skilur hvað málið er.

Byrjaðu á að rífa lokuna af nafinu og taktu allt innan úr henni. Það er stórt hringsplitti minnir mig sem er ekki gaman við að eiga og þegar maður er að fást við hana áttar maður sig á að það verður ekki aftur snúið. Með lokuna í druslum er tímabært að þrífa hana og þá er gott að setja slurk af steinolíu í fötu og láta draslið liggja þar í einhvern tíma og bursta síðan koppafeitisafgangana með tannbursta eða einhverju álíka.

Þegar lokan er hrein sérðu gróflega uppbyggingu lokunnar og áttar þig strax á því hvaða hlutir þurfa að vera til staðar til að lokan sé föst. Það er s.s. innanrílustykkið sem öxullinn fer upp á og er með legu á ytri endanum sem festist í botninn á lokunni, hann þarf að vera ásamt tannkrans sem fer utanum þann fyrrnefnda. Ætli það sé ekki upphaflega gormur bakvið þennan krans, ég man það ekki en sá þarf ekki að vera. Þessi krans þarf að liggja í botni lokunnar og sitja alveg fastur þar. Sumir hafa soðið hann fastann en með þvi að bora og snitta rétt fyrir ofan kransinn og setja skrúfur sem ná vel í gegnum lokuhúsið geturðu séð til þess að þessi krans fari ekki neitt og þá er lokan tryggilega læst. Afganginn af lokuinnyflunum hendirðu svo mikið til í ruslatunnuna, allt nema það sem þarf til að öxullinn sé festur á sinn stað.

Það sem ég lét gera var að bora fjórða gatið og skilja eftir 5mm bolta í því gati. Þar get ég, eftir að hafa sett leguna saman í legufeiti, sett góðann slurk af gírolíu til að þynna legufeitina og flytja hitann frá legunni út í yfirborðið á lokunni.

Ef ég skil dæmið rétt þá er koppafeiti og gírolía mikið til sama smurefnið en koppafeitin inniheldur aukaefni sem veldur því að hún er svona þykk og festist allstaðar. Þetta þýðir í mínum huga að ég get áhuggjulaust notað gírolíu þar sem venjulega er koppafeiti svo fremi að pakkningar og pakkdósir halda olíunni á sínum stað. Gírolían hinsvegar hefur þann kost klárlega framyfir að vera duglegri að flytja varma og ef eitthvað hjálpar henni við að kólna er þessi fídus algerlega gefins með.

Ég ætla að taka það fram að þetta er ekki á nokkurn hátt mínar hugmyndir, ekkert af þessu en ýmis ráð og annað héðan og þaðan styðja það að þetta raunverulega virki svona.

Kv Jón Garðar

P.s. það skiptir engu máli hvernig hnappur er framan á lokunni og hvort honum sé snúið með handafli eða með lykli það má alls ekki vera koppafeiti í autoloku á Patrol. Ég held reyndar að flestum loku sé djöfullega við koppafeiti en Patrollokunni er hreint skelfilega við hana. Það er af því að það er þónokkur hreyfing inní lokunni sem þarf að vera algerlega óhindruð og koppafeitin er klárlega olía sem veldur hindrun á hlutum sem ferðast með aðstoð lítilla gorma.

Re: spurning dagsins (lokur)???

Posted: 17.apr 2011, 18:53
frá Stebbi
Í rebuild manual yfir Aisin lokur sem eru bestu lokur í heimi geimi þá er talað um að smyrja alla snertifleti með mjög þunnu lagi af koppafeiti þegar hún er sett saman. Þegar ég var að byrja í þessum bransa svona rétt um það leiti sem jesú gamli var að fá hár á hann þá sögðu reynsluboltarnir alltaf við mann að nota bara nóg af koppafeiti í þetta og þá klikaði lokan aldrei. Svo þegar að maður komst í bókmenntir um þessa hluti og sá það svart á hvítu að þetta á að vera númer eitt tvö og þrjú algjörlega hreint og með mjög þunnu lagi af feit þá fyrst hættu lokurnar að vera með leiðindi.
Ég gæti trúað því að í dag sé best að nota bara Teflon á þetta þegar maður raðar saman, en það var ekki í boði fyrir almúgan fyrr en Davíð Oddsson komst til valda.

Re: spurning dagsins (lokur)???

Posted: 17.apr 2011, 23:12
frá Freyr
Í sambandi við að nota gírolíu í hjólalegur get ég vottað að það virkar vel. Var einusinni með D44 að aftan undir jeppa hjá mér. Það hafði víst verið hjólaleguvesen í þessari hásingu en það er bara ein hjólalega hvoru megin og pakkdós fyrir innan og utan leguna. Stuttu eftir að ég eignaðist jeppann var ónýt legan hm., ég skipti um hana og um leið fjarlægði ég innri pakkdósirnar og setti svo aðeins rúmlega af gírolíu á drifið. Eftir það lak gírolían frá drifinu út í hjólalegurnar svo olían var stöðugt að sullast í og úr legunni. Eftir þessa aðgerð voru legurnar alveg til friðs en ekki mjög löngu eftir þetta fór að bera á olíusmiti út úr hásingunni beggja vegna en það varð aldrei meira en smá smit, mun skárra en að vera með hjólaleguvesen.

Freyr

Re: spurning dagsins (lokur)???

Posted: 18.apr 2011, 12:19
frá Sævar Örn
Ég spreya White Lithium Grease inn í mínar manual lokur og þær svínvirka.

Það sem gerist einna helst í kulda er að gormurinn nær ekki að draga rílustikkið fram og til baka vegna viðnáms í þykkri olíunni.