Síða 1 af 1
Spurning um teygjuspotta?
Posted: 17.apr 2011, 09:43
frá hobo
Er það satt sem ég heyrði að þegar alvöru teygjuspottar slitna við átök detti hann niður dauður í stað þess að skjótast með látum í annan hvorn bílinn?
Re: Spurning um teygjuspotta?
Posted: 17.apr 2011, 10:03
frá Jóhann
Það er öruglega ekki rétt því að þá væri ekki teija í honum, alltaf að vera með eitthvað lagt yfir spottan þegar þarf að taka vel á spottanum.
Re: Spurning um teygjuspotta?
Posted: 17.apr 2011, 12:41
frá Rúnarinn
hvar fær maður almennilega kaðla og spotta??
Re: Spurning um teygjuspotta?
Posted: 17.apr 2011, 14:22
frá Sævar Örn
Nei það er kolrangt, hefði hinsvegar frekar trú á að venjulegur spotti sem slitnar detti niður eða þjóti amk. ekki jafn hratt í afturrúðuna hjá hinum :)
Re: Spurning um teygjuspotta?
Posted: 17.apr 2011, 14:43
frá hobo
Þá er þetta eins og ég hélt, maður þarf að taka öllu sem manni er sagt með fyrirvara.
Re: Spurning um teygjuspotta?
Posted: 17.apr 2011, 15:04
frá Sævar Örn
Rúnar ég fékk minn 25m splæstur í báða enda með gúmmihólkum 28mm þykkur í Ellingsen ódýrt fyrir fjöldamörgum árum, skoðaðu það allavega.
Re: Spurning um teygjuspotta?
Posted: 17.apr 2011, 15:27
frá Ofsi
http://www.isfell.is/vorur/Ísfell heitir fyrirtækið, nema að þú viljir borga meira, þá ferðu annað :-)
Re: Spurning um teygjuspotta?
Posted: 17.apr 2011, 18:20
frá SiggiHall
Sævar Örn wrote:Nei það er kolrangt, hefði hinsvegar frekar trú á að venjulegur spotti sem slitnar detti niður eða þjóti amk. ekki jafn hratt í afturrúðuna hjá hinum :)
Það er alltaf einhver teygja í "venjulegum" spotta, svo hann dettur ekki bara dauður niður, en hann fer ekki af sama krafti og teygjuspotti
Re: Spurning um teygjuspotta?
Posted: 17.apr 2011, 18:35
frá Izan
Sæll
Prófaðu að taka teygjuna sem er utanum póstinn hjá þe´r og togaðu hana þangað til hún slitnar og vittu hvort hún dettur dauð.
Það er prýðisregla að setja eitthvað á kaðalinn alltaf þegar er dregið. Við í Björgunarsveitinni Héraði fengum að sjá svona fyrirbæri virka þegar spilfestan rifnaði út úr snjóbíl hjá okkur. Einn smá jakkadjöfull bjargaði afturhleranum á Raminum okkar. Ég á að eiga vídeómynd af þessu. Það var dynex tóg á spili og slynkurinn aftan á jeppan var býsna mikill þó að jakkinn hefði verið. Ég set helst eitthvað allavega um leið og menn eru farnir að kippa og rykkja eitthvað, þá er mesta hættan á einhverju veseni.
Einhvernveginn minnir mig að teygjuspotti hafi brotið bæði fram og afturrúðu í sama bílnum í sama skiptið fyrir fáeinum árum. Það var bara heppni að krakkarnir voru úti að horfa.
Kv Jón Garðar
Re: Spurning um teygjuspotta?
Posted: 17.apr 2011, 18:56
frá Stebbi
Sævar Örn wrote:Nei það er kolrangt, hefði hinsvegar frekar trú á að venjulegur spotti sem slitnar detti niður eða þjóti amk. ekki jafn hratt í afturrúðuna hjá hinum :)
Reyndu að segja gömlu súkkuni minn þennan og sjáðu hvort að hún brosi ekki aðeins. Það rifnaði á hana nýtt rassgat fyrir ofan afturrúðu þegar að ekki-teygjuspottinn kom fljúgandi í hana með dráttarkrók á endanum.
Það er sama hvort að það er teygjuspotti eða ekki þetta kemur allt fljúgandi með látum þegar þetta slitnar.
Re: Spurning um teygjuspotta?
Posted: 12.maí 2011, 21:29
frá Örn Ingi
Dynex (Ofurtó) á að detta niður dautt þegar að það slitnar í jöfnu togi .þ.e.a.s þegar verið er að draga eithvað bíl t.d
enn eins og einhver sagði hérna þegar er verið að rykkja í þetta með látum og eithvað slitnar þá kemur þetta á ferðinni!