Síða 1 af 1

Stálu stórum jeppa úr bílskúr og fl.

Posted: 16.apr 2011, 17:14
frá Kalli
Þjófar brutust inn í bílskúr í Garðabæ í nótt og stálu þaðan stórum fjallajeppa, dekkjum, mótorhjólagöllum, verkfærum og fleiru. Þjófarnir brutu upp hurð á skúrnum.
Image
Brynjar Ævar Guðlaugsson, eigandi bílsins, segir að um sé að ræða tjón upp á milljónir króna. Hann segist hafa fengið þau svör frá lögreglu, sem tók skýrslu í morgun, að málið verði skoðað betur eftir. Brynjar segir að nánast ekkert bensín hefði verið á bílnum og því hefðu þjófarnir þurft að fara fljótlega á bensínstöð til að taka bensín. Hann segir að lögreglan hafi sagt að ekki væri hægt að skoða upptökur úr myndavélum í dag, en það sé slæmt því mikilvægt sé að stöðva þjófana strax. Brynjar segir að þetta viti þeir sem stundi þjófnað og því sé algengt að þjófar láti til skarar skríða á föstudögum og laugardögum.

Bíllinn er af gerðinni Toyota Tacoma 38' (hvítur)'. Þetta er eini bíllinn af þessari gerð á landinu. Númer hans er KJ-520.

Re: Stálu stórum jeppa úr bílskúr og fl.

Posted: 16.apr 2011, 17:30
frá armannd
þetta hafa verið gáfaðir fávitar stela toyotu en að stela jeppa sem er thja sjaldgæfur á íslandi hann á alltaf eftir að þekkjast sumt fólk er nú ekki í lagi

Re: Stálu stórum jeppa úr bílskúr og fl.

Posted: 16.apr 2011, 17:45
frá JonHrafn
Ljótt að heyra.

Re: Stálu stórum jeppa úr bílskúr og fl.

Posted: 16.apr 2011, 18:23
frá jeepson
Höldum þessu uppi.

Re: Stálu stórum jeppa úr bílskúr og fl.

Posted: 16.apr 2011, 20:58
frá joisnaer
ef einhver myndi stela jeppanum mínum og drasli úr skúrnum myndi ég örugglega troða járnkalli uppí rassgatið á þeim!

Re: Stálu stórum jeppa úr bílskúr og fl.

Posted: 17.apr 2011, 09:58
frá Jóhann
upp með þetta

Re: Stálu stórum jeppa úr bílskúr og fl.

Posted: 18.apr 2011, 10:57
frá elfar94
ég var að lesa á facebook síðu lögreglunar á höfuðborgarsvæðinu að bíllin væri fundin

Re: Stálu stórum jeppa úr bílskúr og fl.

Posted: 18.apr 2011, 12:17
frá Sævar Örn
Dekkjalaus

Re: Stálu stórum jeppa úr bílskúr og fl.

Posted: 18.apr 2011, 12:44
frá jeepson
Vonum að dekkin fynnist. Því tryggingafélög bæta ekki hjólbarða þar sem að þeir flokkast sem aukahlutur. Maður hefði nú haldið að þetta væri ekki aukahlutur þar sem að bifreiðar komast nú ekki mikið áfram nema á dekkjum.

Re: Stálu stórum jeppa úr bílskúr og fl.

Posted: 18.apr 2011, 12:48
frá joisnaer
fundust þeir sem stálu honum?

Re: Stálu stórum jeppa úr bílskúr og fl.

Posted: 18.apr 2011, 15:17
frá Kölski
Djöfullsins fávitalýður.......

Skelltu inn gerðinni af dekkjunum og sirka hvað þaug voru slitin. Þessir þroskaheftu dekkjaþjófar munu líklegast reyna losa sig við þaug á einn eða annann hátt og við verðum með augun opin.