Musso spurningar


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Musso spurningar

Postfrá sukkaturbo » 16.apr 2011, 12:46

Sælir félagar hef aldrei átt Musso svo nú leita ég í fróðleiks brunn ykkar sem akið um á disel Musso. tökum td 1998 til 2001 Musso disel sjálfskiptan er að hugsa þetta sem sparneytinn fjölskylduvagn hvernig eru þessir bílar í akstri og viðhaldi eru miklar bilanir í þessum bílum og er Benni með góða varahlutaþjónustu við þá þó að hætt sé að framleiða þá.Er að hugsa um að skipta út 94 Grandinum sem er með 5,2 og er ótrúlega góður bíll hann er með 12 í langkeyrslu við bestu aðstæður og 21 í bæjarsnatti sem er svipað og Subaru Forestir sem ég átti á undan en hann var með 10 á langkeyrslu og 25 í bænum.kveðja Guðni áhugamaður um Musso
Viðhengi
cher7.jpg




G,J.
Innlegg: 91
Skráður: 20.feb 2011, 13:51
Fullt nafn: Guðmann Jónasson
Staðsetning: Blönduós

Re: Musso spurningar

Postfrá G,J. » 16.apr 2011, 13:17

Sæll Guðni.

Verslaði mér einn svona í vetur 33"/35", (að vísu beinskiptan) árg. 98.
Held að þessir bílar bili ekkert meira en aðrir og það litla sem ég hef þurft að
kaupa í minn hefur verið á mjög góðu verði hjá Benna (t.d. er afturljós á um 12.000kr).
Í akstri fer Musso vel með mann og alveg þokkaleg vinnsla í grútar lampanum :)
Eyðslan hefur verið frá um 11l í langkeyrslu og upp í 14l. í snattinu.
Ég átti Grand með 4l vélinni á undan þessum,svipuð eyðsla og þú ert með
(bættust ca 4 l við í eyðslu þegar ég setti hann á 38").

Kv.
Guðmann
Blönduósi
Toyota Hilux DC 89. 36"
Grand Cherokee 94. 38"
Daewoo Musso 98. 35"
Segway i2


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur