Horny Performance reynsla


Höfundur þráðar
tommi3520
Innlegg: 210
Skráður: 31.mar 2010, 19:18
Fullt nafn: Tómas Karl Bernhardsson

Horny Performance reynsla

Postfrá tommi3520 » 14.apr 2011, 00:29

Mig langaði að fá að vita reynslu manna af Horny Performance. Ég hélt alltaf að þetta væri frekar solid fyrirtæki og að maður gæti gengið að því vísu að geta hent skiptingunum í bílana og að það ætti ekki að vera vesen. Ég veit af 2 tilfellum sem menn hafa skipt við þá og þau tilfelli eru slæm, sérstaklega annað þeirra, bara kjaftur í síman og þess háttar.

Þannig ég spyr bara eru þessi 2 tilfelli bara 2 af fáum eða eru menn gjörsamlega að fara á mis.

Tommi




arnarlogi15
Innlegg: 51
Skráður: 13.júl 2010, 22:19
Fullt nafn: Arnar Logi Þorgilsson

Re: Horny Performance reynsla

Postfrá arnarlogi15 » 15.apr 2011, 00:31

Eru þeir ekki með einhverja ábyrgð á vinnuni hjá sér??


Höfundur þráðar
tommi3520
Innlegg: 210
Skráður: 31.mar 2010, 19:18
Fullt nafn: Tómas Karl Bernhardsson

Re: Horny Performance reynsla

Postfrá tommi3520 » 15.apr 2011, 08:57

Jújú en ábyrgðin nær ekkert lengra en það sem þeir hefðu átt að gera í fyrsta lagi - að skila af sér því stykki sem maður var að borga fyrir. Auka vinna og tími fer í að leiðrétta vonandi bara einangruð mistök því ég hef ekki fengið nein viðbrögð, kannski eru fáir hér að skipta við þá.

Persónulega ef ég myndi skila af mér skiptingu sem á að vera nýupptekin og virkar síðan ekki, myndi ég koma henni strax í flug til AK og sú skipting færi efst á lista í forgangsröðun, ég myndi gera við hana eins og maður og senda síðan strax aftur til kaupanda. Ásamt afsökunarbeiðni og íhuga alvarlega að endurgreiða manninum eitthvað.

En svona vinnubrögð eins og ég lýsi hér að ofan virðast ekki vera nálægt því sem ég hef séð frá þeim. Virðingin er ekki mikil.

Tommi


Dodge
Innlegg: 288
Skráður: 05.okt 2010, 15:05
Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
Bíltegund: Jeep Wrangler
Staðsetning: Akureyri

Re: Horny Performance reynsla

Postfrá Dodge » 15.apr 2011, 12:33

Hann gerir upp nokkrar skiftingar á viku þannig að viðskiftin eru talsverð, reynslan almennt jákvæð en vissulega eru til nokkur dæmi um vandamál, en þá hefur hann held ég alltaf bara boðist til að rúlla yfir hana aftur mönnum að kostnaðarlausu.

Það er samt eins þarna og á öllum öðrum verkstæðum að ef viðkomandi aðili tekur skiftinguna ekki úr og í líka þá dekkar ábyrgðin ekki þann hluta vandans.
En munurinn er hinsvegar sá að þú þarft ekki að borga hundruði þúsunda fyrir upptektina.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Horny Performance reynsla

Postfrá jeepcj7 » 15.apr 2011, 13:01

Ég er með skiptingu sem bara virkar eftir yfirferð frá Horny.Hún fær alveg að vinna fyrir sínu þegar dótið er á ferðinni sem er reyndar alltof sjaldan.
Heilagur Henry rúlar öllu.


SævarM
Innlegg: 165
Skráður: 05.feb 2010, 16:19
Fullt nafn: Sævar Már Gunnarsson
Staðsetning: Sandgerði

Re: Horny Performance reynsla

Postfrá SævarM » 15.apr 2011, 13:22

Búin að versla 2 skiptingar af honum önnur fór í uppgerð hina keypti ég bara af honum og báðar voru og eru fínar.
Lenti meira að segja í að setja ónýtan converter á fyrri skiptinguna úr cruisernum mínu og hann tók og yfirfór hana aftur og þreif fyrir klink.

hef ekki heyrt margar svona sögur eins og þú ert að segja. en auðvitað er alltaf eitthvað.
Voða fá verkstæði eða menn sem aldrei gera mistök eða lenda í veseni.
Jeep willys 64, Torfærubíll
TurboCrew Offroad Team


Höfundur þráðar
tommi3520
Innlegg: 210
Skráður: 31.mar 2010, 19:18
Fullt nafn: Tómas Karl Bernhardsson

Re: Horny Performance reynsla

Postfrá tommi3520 » 15.apr 2011, 20:04

Gott að heyra Sævar


Eli
Innlegg: 107
Skráður: 10.mar 2010, 01:36
Fullt nafn: Jón Ársælsson

Re: Horny Performance reynsla

Postfrá Eli » 08.maí 2011, 20:36

Ég lenti í að skiptingin var vitlaust samansett og tók óratíma að sannfæra þá um að svo væri, sendi skiptinguna norður (sem er vesen) og var orðinn svo leiður á að bíða eftir henni að ég dúndraði bara norður og náði í hana aftur eftir að þeir gerðu við hana - en þeir gerðu allavega við hana á endanum sem er jákvætt.

þá keypti converter af þeim sem var þó fullur af drullu og ónýtur - fékk hann samt ekki endurgreiddan, bara "sorry". Þar næst keypti ég millikassa sem hefur virkað fínt, skipti stöngin brotnaði þó fljótlega við engin átök. Svo keypti ég Benz skipti og borgað vel fyrir en hann brotnaði líka.


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Horny Performance reynsla

Postfrá Izan » 08.maí 2011, 22:28

og menn kaupa aftur og aftur af sama aðila eftir hver hörmungarviðskiptin á fætur öðrum.

Ætla að taka skýrt fram að ég þekki þetta ekki neitt, vissi ekki að Horny Performans væri til og því síður að það væri á Íslandi.

Mér hefur alltar fundist neikvætt þegar fyrirtæki eru tekin fyrir á einhverjum vefum og rifin niður í druslur. Þetta hefur verið gert við hin ýmsu fyrirtæki og meðal annars fyrirtæki sem áttu það ekki skilið, svo að ég ætla að biðja ykkur, jeppasjpallverjar, að gæta orða ykkar.

Eli skrifaði " sendi skiptinguna norður, sem er vesen" ! Welcome to the real world. Nákvæmlega jafnmikið vesen fyrir þig að senda skiptinguna norður og alla landsbyggðamenn að fá sérhæfða viðgerðaþjónustu. Í versta falli lendum við í að senda heilu bílana í viðgerð og það er ekki alltaf þægilegt.

Ég hef ekki trú á öðru en að reglur um ábyrgð gildi um þetta fyrirtæki eins og önnur og það er eitthvað til sem heitir neytendasamtökin eða eitthvað svoleiðis ef einhver þráast við. Auðvitað geta komið upp álitamál en það á við um allflest fyrirtæki. Þeir þekkja það sem hafa þurft að ræða við tryggingafélagið sitt.

Kv Jón Garðar


Eli
Innlegg: 107
Skráður: 10.mar 2010, 01:36
Fullt nafn: Jón Ársælsson

Re: Horny Performance reynsla

Postfrá Eli » 09.maí 2011, 01:56

Jón Garðar skrifaði : "og menn kaupa aftur og aftur af sama aðila eftir hver hörmungarviðskiptin á fætur öðrum." Ég keypti þetta allt á sama tíma.

Það er ekki verið að "rífa eitt eða neitt niður í druslur" heldur bara deila reynslusögum og það kemur fram hér uppi að það sé 90% jákvætt hjá þeim - róum okkur aðeins.

"nákvæmlega jafn mikið vesen fyrir þig að senda skiptinguna norður og alla landsbyggðamenn að fá sérhæfða viðgerðarþjónustu." say what??
Ég veit að það er ekkert minna vesen fyrir mig að senda hana norður en nokkurn annan mann. Næ þessu ekki hjá þér. Þú talar um "við" ...hverjir erum "við" ??

Jújú þeir tóku ábyrgð á þessu og gerðu við þetta sem og ég tók fram að væri jákvætt.

welcome to the real world sömuleiðis.

Kv.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur