Síða 1 af 1

Gallar eigin jeppa

Posted: 10.apr 2011, 12:24
frá hobo
Hjörturinn wrote:Merkilegt hvað menn hafa þörf fyrir að drulla alltaf yfir aðrar bíltegundir en sínar.


Í kjölfar þessara orða úr Orange Tacoma þræðinum fann ég kjörið tækifæri til að starta nýjum.
Nú er tækifærið til að opna sig, vera stór maður og viðurkenna galla eigin jeppa.
(Einnig má gera ráð fyrir að þessi þráður verði tómt klúður og snúist upp í andhverfu sína)

Re: Gallar eigin jeppa

Posted: 10.apr 2011, 12:25
frá hobo
Minn er auðvitað vitamáttlaus, hjólabúnaðurinn er gerður úr pappír og plássið er ekki neitt fyrir 4 manna fjölskyldu.

Re: Gallar eigin jeppa

Posted: 10.apr 2011, 12:28
frá Hjörturinn
Versta við minn bíl er hvað hann bilar lítið, fæ aldrei að nota fínu verkfærin mín :(

Re: Gallar eigin jeppa

Posted: 10.apr 2011, 12:36
frá Stebbi
Versta við bílinn minn er hvað hann drífur mikið, ég fæ aldrei að nota spottann nema til að hjálpa öðrum.

Re: Gallar eigin jeppa

Posted: 10.apr 2011, 13:00
frá Sævar Örn
Það versta við minn var fjöðrun að framan og læsingar sem voru engar, en ég er að kippa því í laginn með smá Toyota íblöndun.

Re: Gallar eigin jeppa

Posted: 10.apr 2011, 13:47
frá Lindi
Þetta fynst mér sniðugur þráður
ef ég hefði tildæmis vitað að það væri sniðugt að olíu baða Hilux hurðarnar að innan þá væru þær kanski ekki svona riðgaðar núna. :D

Re: Gallar eigin jeppa

Posted: 10.apr 2011, 14:08
frá -Hjalti-
númer 1,2,OG,3.Gallaður AFTURHLERI... sniðug hugmynd fyrir 20árum

Re: Gallar eigin jeppa

Posted: 10.apr 2011, 14:51
frá Haukur litli
Ætli ég verði ekki að nefna hedd og framdrif hjá mér.

Re: Gallar eigin jeppa

Posted: 10.apr 2011, 14:58
frá KÁRIMAGG
Það sem ég verð að nefna er ryð og frágangur fyrri eigenda á rafkerfi

Re: Gallar eigin jeppa

Posted: 10.apr 2011, 16:04
frá StefánDal
Veikar hásingar, ryð og draugur í millikassanum.

Re: Gallar eigin jeppa

Posted: 10.apr 2011, 16:22
frá vidarv
Tjah já. T.d. of hörð fjöðrun, gólfið alltof hátt upp þannig að ekki er fyrir stóra menn að ferðast í honum, bensín of dýrt... En það er svosem ekki bílnum að kenna fyrir utan bensíneyðsluna... :) Annars ágætis bíll, einfaldur og bilar lítið. Og já, Mitsubishi Pajero Sport.

Re: Gallar eigin jeppa

Posted: 13.apr 2011, 17:31
frá 222
alltof lítil dekk til að hægt sé að nota hann á fjöll! minn væri vígalegur á 46"!