Síða 1 af 1

hilux með bakflæði

Posted: 08.apr 2011, 20:57
frá kalliguðna
Hvað getur verið að plaga gamlan hilux diesel ´91 . þannig er að þegar að lítið er eftir á tanknum (minna en hálfur) þá er eins og það renni til baka frá vél ef hann stendur yfir nótt öll olía og tæmir líka hráolíu síuna. Er þetta eitthvað sem menn þekkja og gætu kannski gefið mér góð ráð.
kv:Kalli

Re: hilux með bakflæði

Posted: 08.apr 2011, 22:12
frá Polarbear
er enginn dísel-leki sjáanlegur þegar bíllinn er í gangi? smitar olíuverkið eða slöngurnar einhversstaðar?


svo er smá séns á að öndunin í áfyllingarlokinu sé stífluð og í tankinum myndist vacuum (lofttæmi?) sem sogar olíuna til baka frá verkinu þegar bíllinn er ekki í gangi, en þá þyrfti samt sem áður að vera einhversstaðar smá gat eða eitthvað á leiðslum til að loft komist "bakdyramegin" inná olíuverkið.

svo er smá séns á að -retour- rörið ofaní tankinum nái ekki lengur niður í botn á tankinum sem gæti lýst sér í því að það renni til baka olían þegar loft kemst innum það rör.

Re: hilux með bakflæði

Posted: 08.apr 2011, 23:02
frá kalliguðna
já þeta er athugunarvert , það ætti þá að vera nóg til að prófa að taka lokið af eða hvað ??
það eru allar slöngur nýjar fyrir utan slöngur við tank og það er engin olíuleki er sjáanlegur ,
mér fynnst þessi kenning með retor rörið nokkuð góð,
takk fyrir þetta

Re: hilux með bakflæði

Posted: 08.apr 2011, 23:12
frá Polarbear
já allt í lagi að prófa að opna lokið þegar þú leggur að kvöldi, það er nóg að opna og loka aftur, þetta þarf ekki að vera opið yfir nótt.

mér finnst sennilegri neðri skýringin ef þetta gerist bara þegar bíllinn er minna en hálfur að þá tæmist alveg útaf kerfinu en ef hann er rétt rúmlega hálfur þá gerist ekki neitt.

Re: hilux með bakflæði

Posted: 08.apr 2011, 23:18
frá Sævar Örn
Þetta vandamál má leysa með að setja einstreymiloka milli hráolíusíu og olíutanks.

Re: hilux með bakflæði

Posted: 08.apr 2011, 23:39
frá kalliguðna
já ég hef hugsað um einstreymisloka til að leysa málið . vita menn hvar svona loki fæst?

Re: hilux með bakflæði

Posted: 08.apr 2011, 23:43
frá Sævar Örn
Hann fékkst í N1, annars auðvitað í Barka og landvélum

Re: hilux með bakflæði

Posted: 09.apr 2011, 01:05
frá kalliguðna
takk fyrir góð ráð. þá er bara að gera tilraun.

Re: hilux með bakflæði

Posted: 09.apr 2011, 10:36
frá Stebbi
Er þá ekki kúlulokinn í síuhúsinu ónýtur ef að hann tæmir síuna.

Re: hilux með bakflæði

Posted: 09.apr 2011, 13:21
frá kalliguðna
Hvað gerir þessi kululoki ? er hann einstefnuloki?

Re: hilux með bakflæði

Posted: 09.apr 2011, 16:38
frá Stebbi
Já hann er einstefnuloki. Ef að það þarf að starta upp olíu að olíuverki þá er hún annað hvort að leka út um lagnir frá síu að olíuverki með tilheyrandi óþef og viðbjóði eða að hún rennur aftur í tank afþví að einstefnulokinn er ónýtur.

Re: hilux með bakflæði

Posted: 10.apr 2011, 11:26
frá soðlappinn
Sælir félagar Þetta er nokkuð þekkt vandamál á gömlum dísel bílum það sem er mjóg líklega að gerast hjá þér er að olíulögnin er farinn að tærast ættir að að sjá olíu smit einhverstaðar frá tank að síu,svo þegar bíllinn stendur yfir nótt þá dregur hann loft inn um gatið og olían lekur öll aftur í tank
kv Vignir

Re: hilux með bakflæði

Posted: 10.apr 2011, 17:51
frá kalliguðna
sælir vignir , nei það er engin leki svo loftið hlýtur að koma annarstaðar frá, en takk samt .
það er nú þannig að ég er ekki á bílnum sjálfur , heldur guttinn minn og þegar ég fór að spyrja hann betur um málið þá virðist koma mikið soghljóð þegar hann opnar tankinn sem gæti bent til að fyrri kenningin sé rétt , en nú er verið að prófa og ég læt það hér inn hvernig gengur.
enn og aftur kærar þakkir félagar.
kv:Kalli

Re: hilux með bakflæði

Posted: 10.apr 2011, 22:50
frá Freyr
Ef það kemur mikið soghljóð þegar áfyllingarlokið er opnað er undirþrýstingur í tanknum sem getur sogað olíuna til baka frá vélinni, þá er væntanlega stífluð öndun á tanknum. Tek undir það sem einhver skrifaði hér að ofan, opna lokið á tanknum og drepa svo á bílnum og sjá hvort hann detti þá í gang daginn eftir.

Freyr

Re: hilux með bakflæði

Posted: 12.apr 2011, 00:36
frá soðlappinn
Sælir þó svo að það sé vacum í tanknum þá liggur olíurörið niðir í olíuna í tanknum þannig að það kemst ekkert loft þar að það er nokkuð algengt að það komi gat á leiðslu þar sem hún er soðinn við lokið á tanknum
kv Vignir

Re: hilux með bakflæði

Posted: 12.apr 2011, 01:20
frá kalliguðna
sælir ,hugmyndin hér að ofan var sú að rörið eða rörin í tanknum séu brotin eða götótt og þegar að tankurinn er orðin hálfur þá komi "gatið" upp úr olíunni og fari þá að soga olíuna til baka og þar ofan á er líklega einstefnulokinn í síuhúsinu lélegur ,allavegana gefur hann líklega eftir vegna mikils vakúms. þetta er svolítið langsótt en það er verið að prófa núna og þetta vandamál virðist vera úr sögunni. þetta virðist semsagt vera þrjú samverkandi atriði.
Maður verður nú að taka tankinn undan fyrr eða seinna en þessi hrossalækning virðist ætla að duga . takk fyrir hjálpina og áhugan félagar
kv:Kalli