Breyting á hlutföllum.


Höfundur þráðar
dalsel
Innlegg: 36
Skráður: 06.mar 2010, 10:41
Fullt nafn: Sveinn Nilsen

Breyting á hlutföllum.

Postfrá dalsel » 06.mar 2010, 10:47

Sælt veri fólkið,

Ég er með Isuzu pickup sem er á 37" hann er beinskiptur og á 4.30 hlutföllum. Ég hef verið að athuga með lægri hlutföll en það eina sem var í boð i var 5.38 sem eru ekki fáanleg lengur. ég get hinsvegar fengið 4.56 en ég veit ekki hvort það geri eitthvað fyrir mig. Ég hef ekki mér að vitandi möguleika á að setja annann gírkassa í bílin nema með miklu mixi sem ég er ekki að nenna.

Hvað segið þið snuilligar, er það þess virði að fara úr 4.30 í 4.56?

Öll ráð og leiðbeiningar vel þeginn.

Mbk Sveinn



User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Breyting á hlutföllum.

Postfrá Sævar Örn » 06.mar 2010, 11:04

Passar ekkert úr Mitsubishi?
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Höfundur þráðar
dalsel
Innlegg: 36
Skráður: 06.mar 2010, 10:41
Fullt nafn: Sveinn Nilsen

Re: Breyting á hlutföllum.

Postfrá dalsel » 06.mar 2010, 11:49

Tja.....ég bara veit það ekki kannski einhver geti sagt mér það ég er reyndar ekki bjartsýnn en maður veit aldrei. Þetta er svokallaður 12 bolti en þó ekki sá sami og er undir amerísku jeppunum. Þessi 12 bolti er lítið eitt mini en dana 60 svo er 10bolti að framan sem ég held að eigi heldur ekkert skylt við hin klassiska 10 bolta frá GM.

Mbk,
Sveinn

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Breyting á hlutföllum.

Postfrá ellisnorra » 06.mar 2010, 12:29

Á ringpinion.com geturu leitað af hlutföllum og læsingum í hinar ýmsu hásingar. Á http://www.4wheelnoffroad.com/axle.html sérðu eitt og annað sem gæti hjálpað þér ef það eru amrískar hásingar í þessu. Algengt er að rugla saman hinum ýmsu dana hásingum, sérstaklega 44 vegna þess að þær eru svipaðar af stærð (dana44 er með 8.5" drifi) og svo gm 10 bolta vegna þess að bæði eru með 10 bolta cover (sem eru notuð til að greina í sundur). Dana er með kassalgaðara cover
Image
en GM 10 bolta er með nánast hringur
Image

Undanfarið er ég búinn að vera að velta gífurlega mikið fyrir mér þessum hásingabissness, læsingar, hlutföll og þessháttar vegna græju sem ég er að púsla saman, þetta er gífurlegur frumskógur þegar maður þekkir ekki muninn eins og ég var, en núna er þetta allt að skýrast og verða einfaldara. Taktu mynd af hásingunum hjá þér og skelltu þeim hérna inn. Einnig ef þú finnur áletranir, þá eru þær gífurlega hjálpsamar.
Image
Reyndar hef ég ekki séð allar þessar áletranir á dana hásingum!

Þessi síða er einnig mjög góð http://77cj.littlekeylime.com/web_rs44.html

Þetta er btw alltsaman um amrískar hásingar, nú þekki ég isuzu sama sem ekki neitt, en eru samt ekki amrískar hásingar undir þeim?
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Breyting á hlutföllum.

Postfrá gislisveri » 06.mar 2010, 13:59

Flottur pistill Elli! Þetta er gagnlegt.


Höfundur þráðar
dalsel
Innlegg: 36
Skráður: 06.mar 2010, 10:41
Fullt nafn: Sveinn Nilsen

Re: Breyting á hlutföllum.

Postfrá dalsel » 07.mar 2010, 10:55

Málið með Isuzu drifin er að þau eru viðrini. Þetta eru bæði kögglull drif og þetta virðist ekki finnast neinsstaðar annarstaðar. Mér skilst að 5.38 hlutföllin eru ekki framleidd lengur. En það er hægt að finna 4.77 í gömlum trooperum t.d 1989 model stuttur RS model. Þannig að ef einhver veit um gamla troopera einhversstaðar ábakvið skemmu þá endilega látið mig vita.

Mbk,
Sveinn


Höfundur þráðar
dalsel
Innlegg: 36
Skráður: 06.mar 2010, 10:41
Fullt nafn: Sveinn Nilsen

Re: Breyting á hlutföllum.

Postfrá dalsel » 07.mar 2010, 10:58

Annað,

Er ég eitthvað að græða á því að fara af 4.30 á 4.56 ég er satt að segja ekki að átta mig á hvort munurinn er mikill. en einhverrahluta vegna þá selur verksmiðjan bílana ýmist á 4.30 eða 4.56 þannig að munurinn er einhver en hversu mikill?

Sveinn

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Breyting á hlutföllum.

Postfrá Stebbi » 07.mar 2010, 11:45

Einhverjir Izusu pickupar voru með D44 að aftan í USA. Ertu búin að prufa einhver önnur spjallborð um izusu?
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Rúnarinn
Innlegg: 274
Skráður: 02.feb 2010, 11:50
Fullt nafn: Rúnar ólafsson
Bíltegund: Terrano II

Re: Breyting á hlutföllum.

Postfrá Rúnarinn » 07.mar 2010, 12:17

viti þið hvaða hlutföll passa í terrano sjálfskiptan fyrir 36"- 38" ?? og hvar er möguleiki að fá hlutföll??

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Breyting á hlutföllum.

Postfrá Kiddi » 07.mar 2010, 12:53

Það stóð einn gamall, númeralaus Trooper á Sauðárkrók í janúar.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Breyting á hlutföllum.

Postfrá ellisnorra » 07.mar 2010, 17:18

Hvernig væri þá að setja bara algengari hásingar undir?
GM 12bolta að aftan og dana 44 að framan, þá ertu með 8.875" kamb að aftan og 8.5" að framan, nú eða einhverjar toy eða nissan hásingar, þá ertu með mun meira úrval af hlutföllum og læsingum. Mér finnst alltaf jafn skrýtið hvað það vex mörgum manninum í augum að skipta um hásingar, eins og það er nú fljótlegt miðað við margt í þessum bransa okkar!
http://www.jeppafelgur.is/


Höfundur þráðar
dalsel
Innlegg: 36
Skráður: 06.mar 2010, 10:41
Fullt nafn: Sveinn Nilsen

Re: Breyting á hlutföllum.

Postfrá dalsel » 08.mar 2010, 20:40

Þetta snýst ekki um það að ég geti ekki sett einhverjar aðrar hásingur undir. Ég hreinlega bara nenni því ekki. Þessi bill er á klöfum að framan þannig að ég þarf þá að smíða undir hann annahvort gorma eða loftpúða system svo er hann á lofpúðum á aftan þannig að það þarf eitthvað að gera og græja þar og ég bara hreinlega nenni ekki að fara í þessar breytingar þar að auki að þetta myndi líklega ekki kosta minna en einhvern 200kall varlega áætlað held ég. Þetta er ekki hugsað sem snjóbíll hjá mér, jújú ég myndi skreppa í einhverja smá túra en það sem ég er að leita að núna er það að á 37" og með 4.30 drif þá er hann latur afstað( frá 0-20km) og eins er ég að hugsa um að hlífa kúpplingunni. Heldur bara það að koma honum léttar afstað...
Ég er ekkki að leita að einhverjum lowgear jeppa sem kemst á 30km í 5gír í lowlow gírnum :-)

Þess vegna er ég að hugsa um það að ef ég fer í 4.56 hvort það hjálpi mér eitthvað?

Mbk,
Sveinn


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 19 gestir