Síða 1 af 1
Hyundai Galloper = MMC Pajero?
Posted: 31.mar 2011, 11:39
frá Alpinus
Er það rétt hjá mér að Hyundai Galloper '98-'99 sér sami bíllinn og eldri Pajero og er 2,5 vélin ekki líka úr honum? Hvað með gírkassa og drif, eru þetta dót í lagi?
Hvernig hafa þeir reynst hjá þeim sem hafa átt svona bíl?
Kostir, gallar og hvað er helst að athuga við kaup?
Með fyrirfram þökk
Hansi
Re: Hyundai Galloper = MMC Pajero?
Posted: 31.mar 2011, 17:42
frá Járni
Jú, þetta er sama dótið eftir því sem ég best veit. Hvort þetta hafi verið framleitt í sömu verksmiðju skal ég ekki segja, en þetta er allt voðalega svipað.
Það er frekar ódýrt í boddýinu, innréttingunni og þess háttar, svo þeir eru nú flest allir orðnir frekar þreyttir.
Vertu vakandi fyrir ryði í yfirbyggingu, grind og athugaðu með öll rör undir bíl ásamt bensíntanki.
Ég held að þeir séu flestir orðnir svo gott sem verðlausir.
Re: Hyundai Galloper = MMC Pajero?
Posted: 31.mar 2011, 23:32
frá Alpinus
Ég er bara að velta fyrir mér hvað maður getur fengið fyrir 500þ og undir og er ekki keyrt milljón km og er ekki vinnubíll/pickup. Ef ég skil rétt þá hafa Pajero reynst ágætlega og þess vegna datt mér í hug hvort þetta væri ekki ódýrari og kannski skynsamari kostur. Þeir fáu Pajero á þessu verði eru með 2,8 sem mér skilst að eyði rosalega miklu miðað við 2,5 vélina sem er að vísu kraftminni en það skiptir engu fyrir mig. Ég er mikið uppi á hálendi á sumrin og virðist þetta vera bíll sem ætti að þola það. Óbreyttur eða lítið breyttur er meiri kostur fyrir mig.
Eru fleiri sem þekkja þessa bíla?
Kv
H
Re: Hyundai Galloper = MMC Pajero?
Posted: 10.sep 2015, 13:29
frá emilth
.........
Re: Hyundai Galloper = MMC Pajero?
Posted: 10.sep 2015, 21:15
frá Rodeo
Sá nokkrar snotra Gallopera fyrir norðan í sumar, annars virðist lítið vera orðið eftir af þeim.
Boddýið var lítillega uppfært kassaboddýið af Pajero frá 84-91 en vélbúnaður var heldur yngri. Held að vélinn hafi verið sú sama og var í fullt af MMC um aldamótin.
Ágætt að keyra þessa bíla enda sat maður hátt, lítið mál að henda þeim á 33, þolanlegt afl, sæmileg eyðsla.
Vandinn við þá var að þótt þeir væru eflaust smíðaðir eftir máli frá MMC virtist allt vera deigara í þeim. Frekar ryðsæknir og þurfti að skipta allskyns hluti bremsurör olíuleiðslur og þess háttar sem hefðu átt að endast bílinn.
Sjálfsagt hægt að kaupa þá fyrir sama og ekkert núna og væri margt vitlausara fyrir þá sem geta og nenna að skrúfa dáldið sjálftir til að halda þeim á götunni.
Re: Hyundai Galloper = MMC Pajero?
Posted: 11.sep 2015, 00:25
frá Sævar Örn
Ekki sammála um ryðsæknir, það eru einmitt Pajero bílarnir sem eru horfnir 15 ára gamlir en grindurnar og sílsar eru ekki til vandræða á galloper, eldsneytistankur og rör á grind ryðga eðlilega en að öðru leiti er ryð í yfirbyggingunni mest megnis útlitslegt öllu jafna
Re: Hyundai Galloper = MMC Pajero?
Posted: 11.sep 2015, 14:30
frá Axel Jóhann
Enn bara Musso, þeir eru vel inní þessu budgeti og nóg til af þeim :)
Re: Hyundai Galloper = MMC Pajero?
Posted: 11.sep 2015, 17:13
frá svarti sambo
Hann hlýtur að vera löngu búinn að finna bíl. Miðað við dagsetninguna á þræðinum.
Re: Hyundai Galloper = MMC Pajero?
Posted: 18.sep 2015, 22:36
frá Alpinus
Haha... var búinn að gleyma þessum pælingum hjá mér, en ég er á Patrol sem ég er nokkuð ánægður með, nokkuð solid trukkur. Átti hann líka þegar ég skrifaði þennan þráð og var þá að hugsa um að "minnka" við mig, en er fegin í dag að ég hélt í Patrolinn, hann er ekki gallalaus en fínn bíll samt.