Síða 1 af 1
gormavæðing
Posted: 31.mar 2011, 11:10
frá arni hilux
góðan daginn félagar
ég er spá í að fara að gormavæða bílinn minn og er að spá í hvernig gorma ég eigi að fá mér, það helsta sem ég sækist eftir er að þeir eiga að vera mjúkir en með góða teygju
hvaða gormum mæliði með?
Re: gormavæðing
Posted: 31.mar 2011, 11:55
frá JonHrafn
Undir hvernig bíl er þetta?
RangeRover gormar úr BSA eru að fara ágætlega undir hiluxinum hjá okkur, 50cm langir. En ég myndi nú setja loftpúða að aftan ef ég færi aftur í þetta.
Re: gormavæðing
Posted: 31.mar 2011, 12:08
frá arni hilux
þetta á að fara undir hilux ég hef heyrt að menn séu að setja patrol eða game over gorma undir toyotur
Re: gormavæðing
Posted: 31.mar 2011, 14:29
frá Magnús Ingi
Ég er nú með patrol gorma undir runnernum hjá mér eins og þú veist sennuilega. Hafa þeir verið að reynast vel, bílinn er svona sæmilega mjúkur er með MJÖG góða teyju. Svo setti ég LC 80 dempara undir hann og er það að koma vel út:))