Síða 1 af 1

Þráður sem myndi heita ,,UPPGERÐ"

Posted: 31.mar 2011, 00:01
frá tommi3520
Væri ekki sniðugt að vera með Þráð sem myndi heita ,,Uppgerð" eða ,,uppgerð jeppans" eða eitthvað skiptir ekki höfuðmáli núna

En þar gætu menn hent inn allskonar stöðum sem menn hafa skipt við þegar menn eru að gera upp jeppa, það er svo margt sem þarf að gera í uppgerð eðli málsins samkvæmt, Hvar er gott eða slæmt að kaupa t.d. í bremsur og allt hitt. Hvaða verkstæði hafa getað reddað allskonar hlutum sanngjarnt.

Eftir að hafa hjálpað bróðir mínum við Willys uppgerð þá hefur maður séð að flóran er alveg rosalega mismunandi og oft erfitt að vita hvert maður á að snúa sér með ýmsa hluti sem þarf að kaupa eða ýmis verk sem þarf að vinna.

Þráðurinn gæti heitir Uppgerð og undir honum gæti þetta skiptst í ,,KRAM" ,,DRIF" ,,BREMSUR" ,,LJÓS" ,,BODYVINNA" ,,INNRÉTTING" svo eitthvað sé nefnt.

Ég held að þetta gæti verið sniðugt, ég sjálfur er með eitthvað af upplýsingum um hina og þessa sem hafa reynst bæði vel og illa en á hvergi heima.

Hvað segiði

Tómas

Re: Þráður sem myndi heita ,,UPPGERÐ"

Posted: 31.mar 2011, 01:44
frá Turboboy
Mér finnst þetta sniðug hugmynd, bara spurning hversu mikið vesen er að koma því í kring að bæta því við inn í spjallið :p

Re: Þráður sem myndi heita ,,UPPGERÐ"

Posted: 31.mar 2011, 17:54
frá tommi3520
Já, ætti nú ekki að vera það flókið held ég.

Re: Þráður sem myndi heita ,,UPPGERÐ"

Posted: 31.mar 2011, 18:15
frá Járni
Sælir,

Ég setti upp nýtt svæði að nafni "Viðgerðir - Almennt viðhald og stærri aðgerðir" --> viewforum.php?f=50
Þarna gæti þetta passað ágætlega inn. Einnig væri gaman ef þarna kæmu ýmsar leiðbeningar, t.d. hvernig skuli smyrja bílvél, smíða loftkerfi eða vinna plast undir sprautun. Einskonar DIY svæði. Bið ég þá menn um að vanda til verks.

Ég minni þó á viewforum.php?f=5 , breytingar almennt, en þar eiga heima skýringar og spurningar sambandi við jéppabreytingar.

Vonandi að þetta sé nægilega gott, látið vita hvernig ykkur líst á.

- Árni