Síða 1 af 1

Að breyta Durango

Posted: 30.mar 2011, 14:51
frá Grease Monkey
Í ljósi þess að bensíndropinn er í sögulegu lágmarki (lesist með mikilli kaldhæðni) þá langar mig að breyta Durango 2005 fyrir ca 35" og helst setja kanta og fínerí á bílinn, er einhver í því að smíða kanta á þessa bíla og hafa menn eitthvað verið að breyta þessum bílum



Image

Re: Að breyta Durango

Posted: 30.mar 2011, 15:46
frá Kiddi
Ég myndi athuga með að mixa svipaða kanta og þú ert með á Pajeronum á litlu myndinni. Minnir að Gunnar Ingvi á Tangarhöfðanum hafi verið með þá.

Re: Að breyta Durango

Posted: 30.mar 2011, 23:22
frá Grease Monkey
Þetta kallar á heimsókn til Gunnars og sjá hvort hann lumi ekki á einhverju sniðugu til að smíða útfrá

Re: Að breyta Durango

Posted: 02.apr 2011, 21:40
frá Grease Monkey
Hvernig er með það, er einhver með umboð fyrir Dodge á Íslandi í dag ???

Re: Að breyta Durango

Posted: 02.apr 2011, 21:43
frá jeepson
Grease Monkey wrote:Hvernig er með það, er einhver með umboð fyrir Dodge á Íslandi í dag ???


Er það ekki H.jónson sem er með umboð fyrir þessa bíla??

Re: Að breyta Durango

Posted: 03.apr 2011, 10:17
frá sukkaturbo
Ég hef líka átt viðskipti við Bíljöfur ný búinn að kaupa þar 2 stykki felgubolta með ró í cherokee sem ég er að gera upp kostuðu milli 7 og 8 þúsund endursendi þá snarlega og hætti við að gera Cerokeeinn upp í bili hef ekki efni á því meðan staðan er svona. Auglýsi hér með eftir 2st notuðum felguboltum með ró í cherokee 1994 xj limeted má vera ryðgað

Re: Að breyta Durango

Posted: 03.apr 2011, 11:34
frá Þorsteinn
þú færð allt í hann í ljónsstöðum.