Síða 1 af 1
Vonbrigði með norðanmenn..
Posted: 26.mar 2011, 00:14
frá Hjalli
Sælir allir jeppamenn,,
Ég er búinn að vera að leita mér af Dílsel jeppa ( jeppling ) í þó nokkurn tíma.
Ég var alveg kominn á það að fá mér terranó ,, Hætti við það..
Svo var ég kominn inná kia sorrento 2005 módel ,, Finnst skottið eitthvað lítið.
Svo datt ég inná þá hugmynd að fá mér pajero did 2002 model , ( hann er á akureyri ) get ekki skoðað hann strax.
og núna nýjasta hjá mér er ssangyoung kyron..?
Og ég er algerlega orðinn ringlaður í þessu , fer að sofa hugandi um bíla og vakna hugsandi um einhverja aðra tegund af bíl ( kallast kannski valkvíði)
Þannig að ég bara spyr .
er kyron drasl ?
er kia vesen?
er pajeo 2002 model verkstæðismatur?
Ég á bara rétt rúmar 2 millur , hvað skal velja?
kv
Hjálmar
Re: Kyrion kia pajero
Posted: 26.mar 2011, 08:34
frá hobo
Hjalli wrote:Ég á bara rétt rúmar 2 millur , hvað skal velja?
Gamla súkku, og keyra í kring um hnöttinn fyrir afganginn..
Re: Kyrion kia pajero
Posted: 26.mar 2011, 12:47
frá Krúsi
hobo wrote:Gamla súkku, og keyra í kring um hnöttinn fyrir afganginn..
Like alot á þetta......
Re: Kyrion kia pajero
Posted: 27.mar 2011, 08:32
frá Hjalli
Var að bjóðast landcrusier 120 gx 2003 model ekinn 216 þús.. Er það ekki alltof mikill akstur? spyr sá sem ekkert veit.
Það fer bráðum að sjóða á manni í pælingum...
kv
Hjálmar
Re: Kyrion kia pajero
Posted: 27.mar 2011, 10:31
frá Stebbi
Án þess að vita verðið fyrirfram eða hvaða bíll þetta er þá er ég nokkuð viss um að þú þarft að borga of mikið fyrir hann. Það er bara þannig með Land Cruiser.
Af þessum 3 sem þú taldir upp í byrjun þá myndi ég byrja á því að skoða Kiuna og fara svo og kaupa Pajeroin, en það er bara ég og ég er engan vegin hlutlaus frekar en aðrir.
Re: Kyrion kia pajero
Posted: 27.mar 2011, 10:48
frá arni87
Ég myndi prufa bílana og sjá hvern þeirra þér þykir þægilegast að keira.
Fyrst Pajeroinn er á Akureyri þá myndi ég prufa sambærilegan bíl, það er Pagero sama árgerð, vélarstærð og típu.
Og kaupa þann sem þér þykir best að keira og líst best á.
Re: Kyrion kia pajero
Posted: 27.mar 2011, 13:13
frá Hjalli
pajero dislel ( DID ) árg 2002 ekinn 165 þús verð 2.2 mils VS toyota Landcrusier 120 gx 2003 model ek 220 þús verð 2.7 mils.
Hvorn myndu nú menn velja ef báðir litu vel út og með jafn góða sögu?
Re: Kyrion kia pajero
Posted: 27.mar 2011, 16:29
frá steinarxe
Landcruiser án efa,með ekki meiri uppl. en þetta.
Re: Kyrion kia pajero
Posted: 27.mar 2011, 16:56
frá olihelga
Góðan daginn hef alltaf verið hrifinn af Pajero en þessi grindarlausi DID bíll er finnst mér ótrúlega hávær, þ.e. mikið götuhljóð í honum og svona bíll sem er ekinn svona mikið færi ég að hafa áhyggur af fóðringum í fjöðrunarkerfi og það eru ekki fáar svoleiðis með klafa á öllum hjólum :). Kia Sorento ég er sjálfur með svoleiðis bíl reyndar 2.4 bensín hefur komið ótrúlega á óvart miðað við verð en því miður hefur vélin ekki staðið undir væntingum frekar máttlaus og hefur bilað of mikið búin að fara heddpakkning og búið að skipta um tímareim tvisvar sinnum, fór í seinna skiptið en skemmdi ekkert stórt(einhvern stöðuskynjara á sveifarás) en bíllinn er ekki ekinn nema um 130þús. Þeir segja mér reyndar hjá Kia að bensínvélarnar í þessum 1og 2 kynslóðar Sorentobílum séu uppfært dót frá Hyondai sem hefur ekki komið nógu vel út tala betur um disel mótorana en hef ekki reynslu af þeim sjálfur. Toyota er náttúrulega kapítuli út af fyrir sig færð væntanlega góðan bíl sem bilar svo sem líka en þú þarft í flesum tilfellum að borga fyrir það, þ.e. eru dýrir miðað við aðra sambærilega bíla í aldri og búnaði. Kiron er eitthvað sem ég veit ekki alveg nógu mikið um en það fyrsta sem kemur í hugan er Musso og og það er nú efni í bók að fjalla um hann, og mér fynnst frekar ótraustvekjandi að vera með 2,0 disel mótor í jeppa fynnst eins og það virki ekki, þetta er jú jeppi á grind með millikassa. Ég myndi allavegana skoða Pajeroinn, Kiuna og Toyotauna vel prófa þá bara og bera vel saman og taka svo það sem mér lýst best á.
Gangi þér vel Ólafur Helgason
P.s. Kian leynir ótrúlega á sér í plássi og ég veit að það eru sterkir bílar búin að prófa það, framanákeyrsla út á þjóðvegi.
Re: Kyrion kia pajero
Posted: 27.mar 2011, 19:05
frá Stebbi
Hjalli wrote:pajero dislel ( DID ) árg 2002 ekinn 165 þús verð 2.2 mils VS toyota Landcrusier 120 gx 2003 model ek 220 þús verð 2.7 mils.
Hvorn myndu nú menn velja ef báðir litu vel út og með jafn góða sögu?
Þarna ertu komin niður á smekksatriði. Best fyrir þig er að prufa toyotuna og svo sambærilegan pajero á höfuðborgarsvæðinu afþví hinn er fyrir norðan. Mundu að þú ert alltaf að borga aðeins meira fyrir að hafa toyota merkið í grillinu, sumum finnst það fínt öðrum ekki peningana virði.
Re: Kyrion kia pajero
Posted: 27.mar 2011, 21:01
frá Hjalli
Sælir
Mikið þakka allar þessar upplýsingar..
Ég prufaði áðan Toyotuna ,, Hrikalega gott að keyra hann , Mér fannst þetta bara eins og sportbíl ( komandi af Hondu crv jeppling) hef svosem aldrei átt almennilegan sportbíl .
Hann var virkilega fjarskafallegur en þegar ég skoðaði hann nánar að þá var lakkið farið að bólgna aðeins of mikið fyrir minn smekk fyrir ofan rúðu, líka smávegis á hurð.
Þannig að ég varð allavegana ekki ástfanginn af lakkinu , heldur hvernig það var að keyra hann.
Skrítið hvað sumir eigendur fara illa með svona annars fallega bíla , synd . Ég hefði líklegast keypt hann á staðnum ef hann hefði ekki verið svona illa farinn.
En norður á vita æfintýrana held ég . Prufaði nefnilega Pajero 2003 modelið um daginn í leiðindarfærð og mér fannst hann fínn .
Nú pajeróinn klikkar á hjlóta norðanmenn að eiga einn flottan ..........
Takk fyrir upplýsingarnar.
kv
HJálmar
Vonbrigði með norðanmenn :(
Posted: 28.mar 2011, 22:10
frá Hjalli
Jæja ..
Best að segja ykkur bara frá þessu..
Ég fór norður á Akureyri í dag til að kaupa pajero did 2002 model . Ég var búinn að láta söluskoða bílinn og slapp hann þaðan nánast án athugasemda. Þannig að ég flýg þá norðu til að ganga frá kaupum að þá kom þetta í ljós.
1. Bíllinn var að mér fannst soldið útskeifur að aftan , og eftir því sem ég best veit að þá getur kostað slatta að láta laga það...
2. Mér fannst vera aukahljóð í vel ( keðjuhljóð kannski ) . Þannig að ég bruna með bílinn á þjónustuverkstæði fyrir mitsubisi og þeir segja mér að þetta sé eitthvað sem þurfi nú að skoða betur s.s ekki eðlilegt.
Og ég spyr ykkur þá góðu sérfræðingar :
ættu báðir þessir hlutir ekki að koma fram á söluskoðun?
Bílinn var skoðaður af frumherja á Akureyri.
Ef þetta hefði verið á söliskoðunarsýrslunni að þá hefði ég aldrey lagt í þetta ferðalag ...
kv
Einn hundfúll
Re: Vonbrigði með norðanmenn..
Posted: 28.mar 2011, 22:19
frá arni87
Það er nokkuð augljóst að það er eithvað að í vélinni miðað við lýsingu og gæti verið tímakeðja ef það er keðja í honum.
Þetta hefði átt að koma í skoðun, séstaklega hefði ég haldið að frumherjamenn myndu sjá útskeif dekk.
Ég fékk allavega ábendingu um hjálaskekkju straks og ég keirði inn til þeirra í Njarðvík í aðalskoðun og athugasemd.
Svo ég myndi setja stórt spurningamerki við áreiðanleika söluskoðunnarinnar á bílnum miðað við þetta.
Re: Vonbrigði með norðanmenn..
Posted: 28.mar 2011, 22:41
frá G,J.
Ekkert á þessar söluskoðanir að treysta!
Keypti einn fyrir stuttu sem var nýskoðaður án athugasemda hjá Frumherja,
allt í afturbremsum var ónýtt(diskar-klossar-handbr borðar-gúmmí og barkar)
Ískraði og vældi í öllu saman og handbremsa var algjörlega óvirk.
Langbest að fá einhvern sem maður þekkir...helst einhver neikvæðan til að
skoða bíla fyrir sig og ekki verra að hann taki konuna sína með :)
Kv.Guðmann
Re: Vonbrigði með norðanmenn..
Posted: 28.mar 2011, 22:55
frá Pajero
Sæll Hjalli.
Ég á 2001 Pajero DID og þurfti að opna vélina, þá kom það í ljós að hluti tímakeðjustrekkjarabúnaðarins svokallað "Upper guide plate" var orðið ansi laskað. Þetta er ferlega ómerkilegt stykki sem boltast á milli knastásanna og heldur við tímakeðjuna.Þetta er nokkurnvegin vinkill með plastfóðringu á.
Á einhverjum árgerðum af Pajeroum eftir 2000 átti plastið það til að brotna af og þá fór keðjan að slást uppí járnið með tilheyrandi keðjuhljóði. Ég keypti endurbætta útgáfu af þessu stykki hjá Heklu á innan við 5000kr. Það er nóg að kippa ventlalokinu af og þá blasir þetta við.
Varðandi hjólhallan að aftan þá er það þekkt vandamál. Það sem virðist gerast og gerðist hjá mér er það að spyrnurnar í efri klöfunum eru handónýtar frá framleiðanda og bíllinn verður sligaður og rangskeiður, og við viss hálkuskilyrði stórhættulegur í akstri. Hekla selur aðeins allan klafann með sömu gúmmí fóðringunum sem koma orginal á morðfjár. Ég fékk hinsvegar polyurethan fóðringar hjá Stáli og Stönsum fyrir 25.000 í bæði hjól. Það var ótrúlega þægilegt að koma þeim í.
Mig langaði bara að deila þessu. Spurning um að fá eigandann til að kippa þessu í liðinn því þetta eru flottir og góðir bílar.
Re: Vonbrigði með norðanmenn..
Posted: 28.mar 2011, 23:10
frá Hjalli
He he
Já varðandi eigandann hann sagði nú bara sí svona hann er til sölu svona eins og hann stendur.....
Og það besta af öllu að þá sagði sölumaðurinn mér í síma ( áður en ég fór norður ) að geisladiskamagasínið væri eitthvað bilað , og sagði einnig að hann vildi hafa allt uppá borðum þegar hann væri að selja bíla ,,s,s nennti ekki að standa í neinum leiðindum eftirá.... en mér var ekkert sagt frá þessu..áður en ég keypti flugmiðann.
Burt frá því að þá leit bíllinn mjög vel út og ekki ætla ég að gefa tegundinni neina slæma einkun því ég þekki hana lítið sem ekki neitt.
kv Hjálmar
Re: Kyrion kia pajero
Posted: 28.mar 2011, 23:45
frá DABBI SIG
Hjalli wrote:pajero dislel ( DID ) árg 2002 ekinn 165 þús verð 2.2 mils VS toyota Landcrusier 120 gx 2003 model ek 220 þús verð 2.7 mils.
Hvorn myndu nú menn velja ef báðir litu vel út og með jafn góða sögu?
steinarxe wrote:Landcruiser án efa,með ekki meiri uppl. en þetta.
Magnað hvað þessar toyotur eru teknar framyfir. Þetta væri aldrei spurning um að taka frekar pajeroinn á mínum bæ. Mun betri akstursbíll heldur en toyotan þó að það hafi verið einhverjir vankanntar á pajeronum sem má laga. Þessar toyotur eru líka á hverju einasta götuhorni og því ætti verðið að vera minna...
just my 2 cents...
Re: Vonbrigði með norðanmenn..
Posted: 29.mar 2011, 01:13
frá steinarxe
Hann spurði menn hvað þeir myndu velja og ég sagði honum það,var ekki að staðhæfa neitt um gæði bílanna,þó ég hafi kannski sterka skoðun á því;)Ég er líka ósammála þér með að Pæjan sé betri að keyra en það er bara smekksatriði.Skiptir sennilega litlu máli hver er valinn,bæði fínir bílar og eiga eftir að standa sig ef vel er hugsað um þá.
Re: Kyrion kia pajero
Posted: 29.mar 2011, 09:39
frá Kiddi
DABBI SIG wrote:Hjalli wrote:pajero dislel ( DID ) árg 2002 ekinn 165 þús verð 2.2 mils VS toyota Landcrusier 120 gx 2003 model ek 220 þús verð 2.7 mils.
Hvorn myndu nú menn velja ef báðir litu vel út og með jafn góða sögu?
steinarxe wrote:Landcruiser án efa,með ekki meiri uppl. en þetta.
Magnað hvað þessar toyotur eru teknar framyfir. Þetta væri aldrei spurning um að taka frekar pajeroinn á mínum bæ. Mun betri akstursbíll heldur en toyotan þó að það hafi verið einhverjir vankanntar á pajeronum sem má laga. Þessar toyotur eru líka á hverju einasta götuhorni og því ætti verðið að vera minna...
just my 2 cents...
Hefur þú keyrt Toyotuna ???? Nei bara spyr sko... Pajeroinn er hastur, Toyotan er sem að svífa um á bleiku skýi...
Re: Vonbrigði með norðanmenn..
Posted: 29.mar 2011, 11:54
frá DABBI SIG
Þarna kemur kannski ástæðan fyrir því að þessir bílar eru alltaf á hliðinni útí næsta árfarvegi... því þeir "svífa" óþarflega mikið og eru ekki nógu rásfastir. Nei segi nú bara svona. Ég hef borið nokkra svona bíla saman breytta og óbreytta og það er áberandi hvað Pajeroinn er stöðugri. Þó það kosti það kannski að vera örlítið stífari bíllinn er ég á því að það sé nú í góðu lagi. En sitt sýnist hverjum...
Re: Vonbrigði með norðanmenn..
Posted: 29.mar 2011, 12:05
frá Kiddi
Þú ert krútt dabbi minn :Þ
Re: Vonbrigði með norðanmenn..
Posted: 29.mar 2011, 12:06
frá Grease Monkey
Pajero wrote:Sæll Hjalli.
Ég á 2001 Pajero DID og þurfti að opna vélina, þá kom það í ljós að hluti tímakeðjustrekkjarabúnaðarins svokallað "Upper guide plate" var orðið ansi laskað. Þetta er ferlega ómerkilegt stykki sem boltast á milli knastásanna og heldur við tímakeðjuna.Þetta er nokkurnvegin vinkill með plastfóðringu á.
Á einhverjum árgerðum af Pajeroum eftir 2000 átti plastið það til að brotna af og þá fór keðjan að slást uppí járnið með tilheyrandi keðjuhljóði. Ég keypti endurbætta útgáfu af þessu stykki hjá Heklu á innan við 5000kr. Það er nóg að kippa ventlalokinu af og þá blasir þetta við.
Varðandi hjólhallan að aftan þá er það þekkt vandamál. Það sem virðist gerast og gerðist hjá mér er það að spyrnurnar í efri klöfunum eru handónýtar frá framleiðanda og bíllinn verður sligaður og rangskeiður, og við viss hálkuskilyrði stórhættulegur í akstri. Hekla selur aðeins allan klafann með sömu gúmmí fóðringunum sem koma orginal á morðfjár. Ég fékk hinsvegar polyurethan fóðringar hjá Stáli og Stönsum fyrir 25.000 í bæði hjól. Það var ótrúlega þægilegt að koma þeim í.
Mig langaði bara að deila þessu. Spurning um að fá eigandann til að kippa þessu í liðinn því þetta eru flottir og góðir bílar.
Hérna eru myndir af þessu stykki sem getur valdið miklu tjóni ef það fer, en hvað varðar hjólahallann þá getur verið nóg að hjólastilla bílinn sem kostar ca 15 þús en ef hjámiðjurnar eru fastar, þá þarf að kveikja á rauða lyklinum og fara brenna hluti í burtu og kostar það örugglega rúman 100,000 kall


Ég er búinn að eiga Pajero í tvö ár og líkar hann vel en þetta er bara spurning um fyrir þig að prófa sem flest og kaupa það sem þér líkar best við og hentar þínu notkunarsviði en af þessum bílum sem þú telur upp þá myndi ég segja að valið standi á milli LC120 og Pajero.