Síða 1 af 1

smá hjálp

Posted: 24.mar 2011, 14:40
frá arni hilux
dekkið hjá mér er skakt eftir að ég fékk eitthvað högg á það og er ég búinn að grandskoða það og sé hverki neitt bogið eða beiglað, ef eitthver veit hvað gæti hugsanlega verið að væri fínt ef þið gætuð deilt því hér:D, þetta er klafa bíll og ég fékk höggið á klafagrind eða eitthverstaðar þar í grend, en dekki hallar inná við

árni

Re: smá hjálp

Posted: 24.mar 2011, 15:45
frá Arsaell
Sæll, ég hef lent í því að það skekktist hjá mér hjól eftir að hafa keyrt í risa holu á kjalvegi. Þá bognaði hjá mér efri spyrna þar sem að spindil kúlan boltast í hana, sökum þess að bílinn er hækkaður með að setja smá legg ofan á spindil kúluna og við það eykst vogaraflið sem að verkar á spyrnuna og ekki er mjög þykkt í þeim allavega í bílnum hjá mér. Við þetta varð hann pínu útskeifur á því hjóli. Það var mjög erfitt að sjá hvort að nokkuð væri beyglað án þess að taka hjólið undan. Nú veit ég ekki hvernig þessu er háttað í hilux eða hvernig bílinn hjá þér er breyttur en ég myndi allaveg prófa að skoða efri spyrnuna út við hjól þar sem að það þarf ekki að vera að hún hafi bognað mikið til að allt verði skakt og oft erfitt að sjá það.

Re: smá hjálp

Posted: 24.mar 2011, 15:52
frá arni hilux
þakka þér fyrir ég ætla að skoða þetta í kvöld

Re: smá hjálp

Posted: 24.mar 2011, 15:52
frá Magnús Ingi
Er ekki efti spinnan bogi hjá þér

Re: smá hjálp

Posted: 24.mar 2011, 16:17
frá arni hilux
jú það er líklegt þar sem hann en hvar er hún staðsett svona nákvæmlega og hvernig lítur hún ú?:S

Re: smá hjálp

Posted: 25.mar 2011, 12:21
frá Kölski
Getur ekki verið augað hafi bara ekki verið nógu vel hert og hafi gengið til. Þarf ekki endilega vera alvarlegra en það. ?

Re: smá hjálp

Posted: 25.mar 2011, 13:17
frá arni hilux
augað? en mér fanst eins og að þar sem efri klafin er þar sé eitthvað bogið því það hallar smá þar þar er festin eins og á balanstöng gæti verið að maður þyrfti að herða það aðeins