Síða 1 af 1
En meiri lokanir!
Posted: 03.mar 2010, 23:22
frá EinarR
Nú fékk ég síður en svo skemtinlegt e-mail frá Kvartmíluklúbbnum.
Þeim semsé finnst sniðugt að loka á þá sem ekki eru formlega skráðir í klúbbinn.
Þetta er emailið:
Kæri notandi Kvartmila.is,
Sú ákvörðun hefur verið tekin, að fenginni reynslu ,að loka spjallinu nema fyrir meðlimi Kvartmíluklúbbsins,meðlimir síðasta árs haldast inni á spjallinu líka.Allir notendur munu þurfa að vera með fullt nafn í undirskrift,öðrum verður meinaður aðgangur.
Til sölu dálkarnir verða óbreyttir og geta allir sem skráðir eru á spjallið sett inn auglýsingar.
Fréttir og Tilkynningar verða öllum læsilegar.
Ef þú ert búinn að greiða félagsgjaldið fyrir 2009 eða 2010 vinsamlega svaraðu þessum pósti með fullu nafni og netfangi og þinn aðgangur verður opinn eftir staðfestingu.
Þessi breyting tekur gildi 1. apríl
Með bestu kveðju
Stjórn Kvartmíluklúbbsins.
Hvað finnst mönnum um þetta? er þetta græðgi eða meikar þetta eitthvern sens?
Re: En meiri lokanir!
Posted: 03.mar 2010, 23:46
frá Alpinus
Madur skilur thetta ekki. Thetta hlytur ad vera einhver "wannabe" frimurara-complex eda eitthvad i tha attina. Eg skradi mig einu sinni tharna inn til ad auglysa og hafdi ekki erindi sem erfidi enda ekki nema 9-10 manns i thessum klubbi og svo adrir 10 ( i mesta lagi) sem voru skradir a siduna utan theirra. Thetta er bara sama gamla islenska torfkofa-mentaliteitid, allir ad rottast i sinu horni og vilja ekki taka thatt i neinu sem heitir heild. Verdi theim ad godu. Eg er hinsvegar mjog anaegdur med thennan spjallvef herna.
Re: En meiri lokanir!
Posted: 04.mar 2010, 08:33
frá Stjáni Blái
Þessi póstur er villandi að því leiti að það á EKKERT að loka spjallinu, það á aðeins að takmarka skrif á spjallinu við skráða klúbbfélaga. Allir mega lesa spjallið og setja inn auglýsingar... EF það' er svona mikilvægt fyrir ykkur að taka þátt í þessu blessaða spjalli, styrkiði klúbbinn þá um 7 þús kr. Þessi 7 þús er mjög fljótur að skila sér til baka í formi afsláttar á hinum ýmsu stöðum (þar á meðal N1) þið fáið frítt á allar keppnir og viðburði klúbbsins. Fyrir mér mætti félagsgjaldið vera hærra...
Re: En meiri lokanir!
Posted: 04.mar 2010, 12:13
frá gambri4x4
Þessi lokunn er alveg sú sama og kom á F4x4 ss þeir sem ekki borga geta lesið allt en ekki skrifað á spjallið nema þá í auglýsingar,,
SS alveg sama bullið á hjá F4x4
Kv Víðir L
Re: En meiri lokanir!
Posted: 04.mar 2010, 14:23
frá EinarR
Nú er ég með afslátt fyrir hjá N1 og á fleirri stöðum í gegnum fyrirtæki og sjálfan mig. Keppi ekki í kvartmílu og eins og ég tók fram er yfirleitt frítt á keppnir eða 500 kall. Það eru ekki 14 keppnir á ári og þar af leiðandi er þetta ekki að skila "margfalt" til baka eins og sumir vilja meina.
Re: En meiri lokanir!
Posted: 04.mar 2010, 14:40
frá Stjáni Blái
Þetta er ekki alveg rétt hjá þér Einar. ég man ekki eftir kvartmílukeppni sem enginn hefur verið að rukka inn. og verð á keppni er 1000 kr frekar en 500 kr. Auk þess er yfirleitt ein sýning hjá klúbbnum á ári, klúbburinn var að láta malbika brautina uppá nýtt og veitir ekki af smávegis peninga styrkjum sem meðal annars stafa af ársgjaldi meðlima
Það eru ekki allir með afslætti í gegnum fyrirtæki eins og þú virðist hafa. Ef þú hefur áhuga á kvartmílu (sem ég er ekki viss um) þá er þetta ekki stór peningur 7000 kr.
Auk þess þá var spjallið komið í algjört rugl að mínu mati, endalausar umræður um bíldruslur útá túni sem eiga miklu frekar heima á fornbíla spjalli heldur en kvartmíluspjalli, þar sem bílhræ sem eru föst á túni fara ekki hratt úr kvartmílu. auk þess voru spjallverjar oftast nær ekki klúbbmeðlimir að drulla yfir mann og annan þarna.
Þetta er flott ákvörðun að mínu mati...
K.v.
Re: En meiri lokanir!
Posted: 04.mar 2010, 19:20
frá EinarR
Það er ekki eins og maður fái frítt á Bíladellu. Maður þarf að borga inná hana eftir því sem ég veit.
Re: En meiri lokanir!
Posted: 04.mar 2010, 20:00
frá Stebbi
Mér finnst þetta frábært. Þegar að það er búið að loka á alla sem ekki eru borgandi limir á þessum síðum félagasamtakana þá verður bara meira líf hérna og á þeim síðum sem er ekki verið að rukka fyrir spjallið.
Þá geta hin 5% þjóðarinnar borgað fyrir að skiptast á skoðunum. :)
Re: En meiri lokanir!
Posted: 04.mar 2010, 20:05
frá jeepson
Stebbi wrote:Mér finnst þetta frábært. Þegar að það er búið að loka á alla sem ekki eru borgandi limir á þessum síðum félagasamtakana þá verður bara meira líf hérna og á þeim síðum sem er ekki verið að rukka fyrir spjallið.
Þá geta hin 5% þjóðarinnar borgað fyrir að skiptast á skoðunum. :)
Sammála síðasta ræðu manni. nema með þessi 5% held að það séu ekki nema 1 eða 2% :)
Re: En meiri lokanir!
Posted: 04.mar 2010, 20:09
frá Stebbi
Nei, Þráinn Bertelson sagði að það væru 5%. :)
Re: En meiri lokanir!
Posted: 04.mar 2010, 22:45
frá Brjótur
Já þetta er frábært ég sagði þetta á f4x4 og segi það aftur ég og aðrir göngum ekki í klúbba þar sem að þetta attitude ræður ...þá er bara að ganga í klúbbbinn og borga......fu..... nei ekki aldeilis látum ekki kúga okkur í klúbbana, formenn klúbba reynið að laða fólk að ekki þvinga!!!!
kveðja Helgi