Síða 1 af 1
eyðsla á bílum
Posted: 20.mar 2011, 21:41
frá afc
Góða kvöldið
Er einhver hérna sem á cherokee sem getur sagt mér hvað svoleiðis bíll sé ca að eyða með venjulegum akstri ?
er að reyna a ákveða hvað ég eigi að fá mér en nenni ekki bíl sem er einunigs keyrður á milli bensínstöðva :)
Ég veit allavega að þeir eyða slatta, hef heyrt ýmsar tölur, en hvað segiði spekingar ?
Re: eyðsla á bílum
Posted: 20.mar 2011, 21:51
frá -Hjalti-
Bensínstöðvar eru skemmtileg tilbreiting frá þessum leiðindar akstri.. því oftar því betra :)
Re: eyðsla á bílum
Posted: 20.mar 2011, 22:02
frá G,J.
Sæll.
Ég átti Grand Cherokee árg 94,með 4l vélinni.
Óbreyttur var hann að eyða 12-13 l í langkeyrslu (90-110kmh),eftir að ég setti hann á 38
þá fór eyðslan í langkeyrslu uppí 16-17 ltr,innanbæjar var hann yfirleitt í kringum 22-23
og á fjöllum var mesta eyðsla sem ég mældi rétt rúmir 43ltr sem mér fannst ekkert hræðilegt miðað
við að lc 120 bíllinn í slóðinni minni var með 34 ltr :)
kv.Guðmann
Re: eyðsla á bílum
Posted: 20.mar 2011, 22:18
frá afc
Takk fyrir svarið
Gleymdi að nefna að ég er að hugsa um grand cherokee limited 4,7 v8
Einnig ef einhver þarna úti lumar á upplýsingum hvað trooper á 35 tommu er að eyða í langkeyrslu og svo einnig innanbæjar blandaða snattið :)
Re: eyðsla á bílum
Posted: 20.mar 2011, 22:21
frá jeepson
Ég hef heyrt að trooper á 33-35" sé að eyða um 10-11 í langkeyrslu. Sel það ekki dýrara en ég keypti það. En hvað 4,7grandinn varðar þá hef ég orðið vitni af því að eyðslutalvan sagði 10.6 í langeyrslu. En menn tala nú um að þessir bílar eyði um 13-15 í langkeyrslu. hef reyndar heyrt sumar tala um 10 lítrana. Held að það fari bara eftir aksturslagi manna.
Re: eyðsla á bílum
Posted: 20.mar 2011, 22:23
frá Stebbi
afc wrote:Takk fyrir svarið
Gleymdi að nefna að ég er að hugsa um grand cherokee limited 4,7 v8
Óbreyttur svoleiðis bíll er að fara með 11-13 í langkeyrslu og svo ca. 16 og uppúr í innanbæjarakstri. Minn fór aldrei yfir 20 í blönduðum, var yfirleitt á milli 16 og 17.
Fór til Hólmavíkur og tilbaka um Þröskulda á innan við einum tank með fullan bíl af fólki og farangri.
Re: eyðsla á bílum
Posted: 20.mar 2011, 23:15
frá G,J.
Svo má ekki gleyma að þó að eyðslutölur séu kannski aðeins hærri en í dísel hrísgrjónafötunum þá fer Cherokee
svo miklu betur með mann bæði andlega og líkamlega :)
Kv.Guðmann
Re: eyðsla á bílum
Posted: 21.mar 2011, 21:31
frá Stebbi
G,J. wrote:Svo má ekki gleyma að þó að eyðslutölur séu kannski aðeins hærri en í dísel hrísgrjónafötunum þá fer Cherokee
svo miklu betur með mann bæði andlega og líkamlega :)
Kv.Guðmann
Sérstaklega andlega, ég hef aldrei sofið eins vel og þegar ég vissi af Jeepí bílastæðinu.