Síða 1 af 1

Hvað er 1999 - 2000 Hilux þungur?

Posted: 15.mar 2011, 03:31
frá -Hjalti-
Hvað er 1999 - 2000 Hilux 2.4 TDi a 38" dekkjum c.a þyngur ? Vitið þið það

Hver gæti svo verið áætlaður þyngdarmunur á þeim bíl og svo á Y60 ( 90 - 97 ) Patrol með svipaða breitingu ?

Re: Hvað er 1999 - 2000 Hilux þungur?

Posted: 15.mar 2011, 09:22
frá jeepson
pattinn minn vigtar 2,2tonn með hálfum tanki af olíu. á 38"

Re: Hvað er 1999 - 2000 Hilux þungur?

Posted: 15.mar 2011, 09:44
frá arntor
hiluxinn er um 1900-2000kg sennilega, tannig ad tad er allavega 300kg munur. getur svo audvitad munad minna ef okumadurinn í hilux er feitur og hinn mjór;)

Re: Hvað er 1999 - 2000 Hilux þungur?

Posted: 15.mar 2011, 11:12
frá RunarG
ég myndi giska á alveg 300-500 kg munur!

Re: Hvað er 1999 - 2000 Hilux þungur?

Posted: 15.mar 2011, 16:08
frá -Hjalti-
arntor wrote:hiluxinn er um 1900-2000kg sennilega, tannig ad tad er allavega 300kg munur. getur svo audvitad munad minna ef okumadurinn í hilux er feitur og hinn mjór;)


Er auðvitað að tala um tóma bíla , bara með nauðsinlegasta búnað

Re: Hvað er 1999 - 2000 Hilux þungur?

Posted: 16.mar 2011, 22:44
frá Hfsd037
Hiluxinn minn sem er 38" breyttur DC TDI 00 mældist 2260 kg með hálfum tanki af olíu án bílstjóra og hunds

Re: Hvað er 1999 - 2000 Hilux þungur?

Posted: 17.mar 2011, 03:16
frá -Hjalti-
Hfsd037 wrote:Hiluxinn minn sem er 38" breyttur DC TDI 00 mældist 2260 kg með hálfum tanki af olíu án bílstjóra og hunds


sem kemur mér ótrúlega á óvart.... Viktaði á sömu vikt 44" Runner m/ hásingu að framan og hann viktaði 2040kg án bílstjóra með fullan tank :O

Hvaðan koma þessi 220 auka kíló í Hilux ?

Re: Hvað er 1999 - 2000 Hilux þungur?

Posted: 17.mar 2011, 06:36
frá Kölski
Ég held að það skipti máli hvenar er farið á þessa umtalaða vikt. Þ.e.a.s hvort það sé ný búið að núll stilla hana eða ekki. Ég fór á hana á mínum 36" Extracap og hann viktaði innann við 100 kílóum léttari en bíllinn hans Hlyns en það var í 3 eða 4 skipti sem ég keyrði upp á hana þar til ég fékk þessa tölu hitt var frá 1200-1600kilo Þannig að mínu mati er ekki treystandi að keyra upp á þessa vikt nema hreynlega þegar vegagerðin er að nota hana við viktun.

Re: Hvað er 1999 - 2000 Hilux þungur?

Posted: 17.mar 2011, 06:53
frá Hfsd037
Við Hjalti fórum niður í Hafnafjarðarbryggju og mældum bílana þar, það vildi svo heppilega til Hlífar að það var maður á vakt við viktina og hann núlstillti hana fyrir okkur báða :) þetta er komið á hreint

Re: Hvað er 1999 - 2000 Hilux þungur?

Posted: 17.mar 2011, 11:11
frá jeepson
minn er einmitt vigtaður á hafnarvog sem var núllstilt fyrir mig.

Re: Hvað er 1999 - 2000 Hilux þungur?

Posted: 24.mar 2011, 16:38
frá Kiddi
Er ekki díselvélin og kassarnir bara svona mikið þyngri????

Re: Hvað er 1999 - 2000 Hilux þungur?

Posted: 24.mar 2011, 17:23
frá Hfsd037
Kiddi wrote:Er ekki díselvélin og kassarnir bara svona mikið þyngri????


sennilega, millikassinn undir mínum bíl er allavega helmingi stærri en undir 4runner svona til dæmis

Re: Hvað er 1999 - 2000 Hilux þungur?

Posted: 24.mar 2011, 18:34
frá Stebbi
Rule of thumb með Toyotur eins og aðra bíla er að þeimur eldri þeimur léttari og svo öfugt í hina áttina. Ég átti '87 Doublecab í gamla boddýinu sem vigtaði rétt 1800kg með fullan tank og auka olíu og fullt af drasli á pallinum á 36" mudder. Á sömu vigt var vigtaður 2.4 EFI bíll sem var '93 módel á 38" með fullan tank og hann var nálagt því 2.2 tonn. Svo fór '91 díselbíll á 38" á vigtina og hann var yfir 2 tonn.
Það kæmi mér ekkert á óvart að þessi '00 Hilux sé svona þungur afþví að hann er þetta nýr og 4-runnerinn léttari afþví að hann er eldri smíði. Þetta er alveg óskiljanleg árátta hjá bílaframleiðendum að þyngja bílana á milli boddýbreitinga.

Re: Hvað er 1999 - 2000 Hilux þungur?

Posted: 25.mar 2011, 02:08
frá -Hjalti-
Kiddi wrote:Er ekki díselvélin og kassarnir bara svona mikið þyngri????


2.4 Diesel Hilux árgerð 2000 er 80kg þyngri en 2.4 Bensín Hilux árgerð 2000
Sú þyngd er fengin í þyngri blokk , Turbinu og Intercooler kerfi.
Drif búnaðurin viktar það sama.