Síða 1 af 1
Kantar fyrir wrangler..
Posted: 12.mar 2011, 17:52
frá Gunnar
Sælir,, veit einhver hvar maður fær brettakanta fyrir 38" á wrangler 87' ?
Re: Kantar fyrir wrangler..
Posted: 12.mar 2011, 17:56
frá Steini
Brettakantar.is..man ekki hvað höfðinn heitir rétt fyrir neðan bílabúð benna
Re: Kantar fyrir wrangler..
Posted: 12.mar 2011, 18:06
frá Gunnar
þeir gefa sig nú bara út fyrir að gera fyrir 35" dekk.
Re: Kantar fyrir wrangler..
Posted: 12.mar 2011, 18:13
frá Kiddi
Hvaða hásingar, felgubreidd og backspace ertu með?
Re: Kantar fyrir wrangler..
Posted: 12.mar 2011, 18:58
frá Gunnar
það eru dana 35 og 30 undir og 15" breiðar felgur sem eru mjög útvíðar,, en það eru að fara undir hann dana44 sem eru nánast sama breidd, orlítið mjórri minnir mig
Re: Kantar fyrir wrangler..
Posted: 12.mar 2011, 19:46
frá ToyCar
Getur fengið kanta alveg uppí 30cm breidd að aftan hjá Gunnari (brettakantar.is) en bara uppí 19cm eða 21cm að framan.
Ég keypti þannig afturkanta á minn en breytti framköntunum sjálfur.
kv, Ágúst.
Re: Kantar fyrir wrangler..
Posted: 13.mar 2011, 21:34
frá Gunnar
Flott er þá heyri ég í honum þegar ég verð búinn að mæla hvað ég þarf breiða kannta. er ekki nóg að kanntarnir hylji mynstrið á dekkjunum en baninn má standa útfyrir?
Kv Gunnar.
Re: Kantar fyrir wrangler..
Posted: 17.mar 2011, 21:04
frá ToyCar
Jú, það er bara dekkjamunstrið sem þarf að vera fyrir innan kantana....
Re: Kantar fyrir wrangler..
Posted: 22.aug 2011, 17:05
frá Gunnar
Gunnar hjá brettaköntum á bara fyrir wrangler Tj í stærra en 35 tommu, afturkantarninr hljóta að passa á milli en hvar hafa menn verið að fá framkanta á Yj??
Re: Kantar fyrir wrangler..
Posted: 23.aug 2011, 13:49
frá Maggi
Sæll
Ég smíðaði 29cm kannta á YJ fyrir nokkrum árum sem þeir í Samtak tóku svo mót af.
Kiddi reyndi að ég held að nálgast kannta úr þessum mótum og þá könnuðust þeir ekkert við málið.
Ég fékk kanntasett úr umræddum mótum þannig að þetta var allavega til hjá þeim.
Spurning um að fá að gramsa í hrúgunni hjá þeim?
Ég óska hinsvegar eftir hvalbak, stál, ál eða plast bíttar ekki máli.
kv
Maggi
Re: Kantar fyrir wrangler..
Posted: 24.aug 2011, 01:01
frá Gunnar
já þeir í samtak eru að skoða málið, annars hélt Gunnar í brettaköntum.is að hann gæti allavegana reddað afturköntum af tj og þeir hljóta að passa á yj og ég breyti þá bara framköntunum. Annars finnst mér voðalega skrítið að það sé svona erfitt að fá kannta, tugir bíla með svona kannta og einhverstaðar hafa þeir fengið þá?
Get því miður ekki hjálpað þér með hvalbak þótt ég glaður vildi:)
Re: Kantar fyrir wrangler..
Posted: 30.aug 2011, 18:56
frá Steini
sælir ég er með TJ kanta frá Gunnari í Brettakantar.is á YJ wrangler hann sér breytti frammköntunum reyndar en þetta eru 23 cm breiðir kantar og 38" gh sleppur fínt. vetrardekkin sleppa reyndar ekki alveg ...

ps. bílinn er á dana 44 og dana 30
kv. steini
Re: Kantar fyrir wrangler..
Posted: 24.sep 2011, 13:01
frá Gunnar
þetta eru akkúrat afturkanntarnir sem mig vantar,, en hann semsagt sérsmíðaði þessa kannta fyrir þig að framan,,