Síða 1 af 1

Myndasamkeppni

Posted: 02.mar 2010, 20:19
frá Járni
Heilir og sælir spjallverjar, nær og fjær.

Ákveðið hefur verið að byrja með myndasamkeppni hér á spjallinu. Ein keppni verður í mánuði og verðlaun eru í boði fyrir myndina sem endar í fyrsta sæti.
Fyrirkomulagið er svo hljóðandi:

Opnað verður fyrir innsendingar á myndum og tilkynnt um það hér á spjallinu. Í þessari fyrstu keppni lokar fyrir innsendingar á miðnætti næstkomandi sunnudags. ( 7.3.2010 )
Eftir að innsendingartimabilinu lýkur hefst kosning, eitt atkvæði á notanda.

Kosningin stendur yfir í viku.

Eftir að kosningu lýkur eru niðurstöður birtar og verðlaun afhend.

Í þetta skiptið hlýtur sigurvegarinn myndarlegt dekkjaviðgerðarsett í boði Hercules dekkja og jéppaspjalls.is. Settið er með öllu því helsta sem þarf til að bjarga sér, meðal annars loftdælu.

Reglurnar eru einfaldar. Ein mynd á notanda fyrir hverja keppni og skal hún tekin af notanda.

Myndefnið skal vera jéppa- og/eða ferðatengt og á íslenskri grundu.

Myndir skulu berast á keppni@jeppaspjall.is
Eftirfarandi upplýsingar skulu fylgja myndunum:
Fullt nafn og notendanafn höfundar
Dagsetning og staðsetning myndartöku
Stutt lýsing (valkvætt)


Með ósk um gott gengi, Hið íslenska jéppaspjall
Image

Re: Myndasamkeppni

Posted: 02.mar 2010, 21:11
frá gislisveri
Ánægður með þetta!

Re: Myndasamkeppni

Posted: 02.mar 2010, 23:01
frá krunki
er semsagt fyrsta keppni hafinn? má byrja að senda inn í öðrum orðum:D

Re: Myndasamkeppni

Posted: 02.mar 2010, 23:20
frá Járni
Jébb, það má byrja að senda inn myndir. Tekið er við þeim til og með næsta sunnudags.

Re: Myndasamkeppni

Posted: 02.mar 2010, 23:22
frá gislisveri
krunki wrote:er semsagt fyrsta keppni hafinn? má byrja að senda inn í öðrum orðum:D


Jamm.
Það er um að gera að senda inn mynd, kostar ekkert.

Re: Myndasamkeppni

Posted: 03.mar 2010, 04:56
frá Óskar - Einfari
Bara smá ábending... Það stendur 07.02.2010 í upphafspóstinum.... en það á væntanlega að vera 07.03.2010

Re: Myndasamkeppni

Posted: 03.mar 2010, 07:29
frá gislisveri
Takk :)

Re: Myndasamkeppni

Posted: 04.mar 2010, 13:56
frá gislisveri
Nokkrar myndir komnar, um að gera að taka þátt.

Re: Myndasamkeppni

Posted: 06.mar 2010, 14:19
frá Járni
Bump!

Rétt um einn og hálfur sólarhringur þar til hætt verður að taka við myndum. Er ekki alltaf gott að eiga nóg af töppum?

Re: Myndasamkeppni

Posted: 06.mar 2010, 22:53
frá EinarR
Búinn að senda mynd!

Re: Myndasamkeppni

Posted: 08.mar 2010, 22:34
frá gislisveri
Ef það hefur farið framhjá einhverjum, þá er kosningin hafin og fer fram hér.
Takk fyrir þáttökuna, nú er bara að fara út að taka mynd fyrir næstu keppni.
Kv.
Gísli Sveri