Myndasamkeppni
Posted: 02.mar 2010, 20:19
Heilir og sælir spjallverjar, nær og fjær.
Ákveðið hefur verið að byrja með myndasamkeppni hér á spjallinu. Ein keppni verður í mánuði og verðlaun eru í boði fyrir myndina sem endar í fyrsta sæti.
Fyrirkomulagið er svo hljóðandi:
Opnað verður fyrir innsendingar á myndum og tilkynnt um það hér á spjallinu. Í þessari fyrstu keppni lokar fyrir innsendingar á miðnætti næstkomandi sunnudags. ( 7.3.2010 )
Eftir að innsendingartimabilinu lýkur hefst kosning, eitt atkvæði á notanda.
Kosningin stendur yfir í viku.
Eftir að kosningu lýkur eru niðurstöður birtar og verðlaun afhend.
Í þetta skiptið hlýtur sigurvegarinn myndarlegt dekkjaviðgerðarsett í boði Hercules dekkja og jéppaspjalls.is. Settið er með öllu því helsta sem þarf til að bjarga sér, meðal annars loftdælu.
Reglurnar eru einfaldar. Ein mynd á notanda fyrir hverja keppni og skal hún tekin af notanda.
Myndefnið skal vera jéppa- og/eða ferðatengt og á íslenskri grundu.
Myndir skulu berast á keppni@jeppaspjall.is
Eftirfarandi upplýsingar skulu fylgja myndunum:
Fullt nafn og notendanafn höfundar
Dagsetning og staðsetning myndartöku
Stutt lýsing (valkvætt)
Með ósk um gott gengi, Hið íslenska jéppaspjall

Ákveðið hefur verið að byrja með myndasamkeppni hér á spjallinu. Ein keppni verður í mánuði og verðlaun eru í boði fyrir myndina sem endar í fyrsta sæti.
Fyrirkomulagið er svo hljóðandi:
Opnað verður fyrir innsendingar á myndum og tilkynnt um það hér á spjallinu. Í þessari fyrstu keppni lokar fyrir innsendingar á miðnætti næstkomandi sunnudags. ( 7.3.2010 )
Eftir að innsendingartimabilinu lýkur hefst kosning, eitt atkvæði á notanda.
Kosningin stendur yfir í viku.
Eftir að kosningu lýkur eru niðurstöður birtar og verðlaun afhend.
Í þetta skiptið hlýtur sigurvegarinn myndarlegt dekkjaviðgerðarsett í boði Hercules dekkja og jéppaspjalls.is. Settið er með öllu því helsta sem þarf til að bjarga sér, meðal annars loftdælu.
Reglurnar eru einfaldar. Ein mynd á notanda fyrir hverja keppni og skal hún tekin af notanda.
Myndefnið skal vera jéppa- og/eða ferðatengt og á íslenskri grundu.
Myndir skulu berast á keppni@jeppaspjall.is
Eftirfarandi upplýsingar skulu fylgja myndunum:
Fullt nafn og notendanafn höfundar
Dagsetning og staðsetning myndartöku
Stutt lýsing (valkvætt)
Með ósk um gott gengi, Hið íslenska jéppaspjall
