Síða 1 af 1

Vantar ferðafélaga

Posted: 09.mar 2011, 22:06
frá Hjörvar Orri
Vantar ferðafélaga. Við erum að fara á strandirnar, þann 31mars til 4 apríl. Stefnan er tekin á Trékillisheiði og jökulinn ef færi og skyggni leyfa. Gist verður í Veiðileysu í Árneshrepp og kostar svefnplássið ekkert (Svefnpláss fyrir 10 manns). Ég er að leyta af svona c.a. Tveimur bílum, og kröfur sem ég set eru að menn séu ekki haugafullir alla ferðina. Sjálfur er ég á "38 Hilux
Endilega hafið samband ef ykkur langar í jeppaferð á skemmtilegar slóðir.
Kv. Hjörvar
Sími:898-6183

Re: Vantar ferðafélaga

Posted: 12.mar 2011, 13:25
frá Hjörvar Orri
Ég gleymdi nú að setja inn, við erum á tveimur bílum, og hinn er 90 cruser "38. Hvernig er þetta, er kreppan alveg að fara með menn og er fólk algerlega hætt að ferðast?

Re: Vantar ferðafélaga

Posted: 16.mar 2011, 01:54
frá hringir
ójá Ég er sko til í það

Þú mátt bóka mig með ef ég verð í landi, (sem er mjög líklegt) ætti að vita það fljótlega í næstu viku


kv

Ingi
8661735

Re: Vantar ferðafélaga

Posted: 16.mar 2011, 06:26
frá Árni Braga
Ég skal skoða það að koma með ef að
veður leyfir.
Er að vísu á þungum bíl þannig að það gæti verið ( Ford 350 )
smá vesen ef að hann festist.
En það getur líka verið gaman!!!