Síða 1 af 1
Vetnisvæðing
Posted: 03.mar 2011, 12:35
frá ellisnorra
http://mbl.is/frettir/sjonvarp/55853/Þarna sér maður umfjöllun um íslenskt fyrirtæki sem smíðar einhverskonar vetnisinnspýtingu, 30% meira afl, 30% minni eðsla og 60-80% minni mengun. Þetta virðist vera sniðugur búnaður, veit einhver eitthvað meira um þetta, að maður tali nú ekki um myndir, upplýsingar um tæknina og fleira?
Re: Vetnisvæðing
Posted: 03.mar 2011, 13:00
frá Hjörturinn
Er ekki löngu búið að jarða þessa umræðu?
Ef svona vetnisinnspíting væri eins góð og allir vilja meina þá finnst mér í meiralagi ótrúlegt að þetta sé ekki staðalbúnaður í hverri einustu bíltík sem rennur af færibandinu.
væri gaman að sjá alvöru gögn yfir svona, ekki bara fyrirsagnir í blöðum, auðvitað alveg æði ef þetta stenst.
http://www.popularmechanics.com/cars/alternative-fuel/gas-mileage/4276846?series=19
Re: Vetnisvæðing
Posted: 03.mar 2011, 22:50
frá Stebbi
Er komið eitthvað nýtt dóp á markaðinn sem ég veit ekki um??
Re: Vetnisvæðing
Posted: 30.mar 2011, 06:18
frá Pallipilot
Slìkur bùnadur hefur verid framleiddur ì 60àr af ymsum adilum, en tessir stràkar hafa sìna eigin ùtgàfu af kerfinu og hafa fengid mun betri àrangur en hefur tekist hingad til. Eina vandamàlid er sem èg hef reynslu af er ad teir svara ekki mailum og madur hefur ekki hugmynd um hvort teir hafa sølumannshæfileika.
Re: Vetnisvæðing
Posted: 30.mar 2011, 07:44
frá G,J.
Re: Vetnisvæðing
Posted: 30.mar 2011, 11:31
frá Hjörturinn
Eitt annað
þeir hafa haldið fram að jú það sé enginn áunnin orka við að nota vetni á vélina, sem er mjög augljóst ef maður spáir í því, heldur er virkar þetta sem hvati á brunan.
Nú þeir sem hafa vit á vélum hljóta að sjá að þetta er argasta bull.
frá mbl.is "Áhrifin eru örlítið hraðari og heitari bruni sem brennir að fullu allri eldsneytisblöndu í sprengihólfinu"
http://mbl.is/frettir/innlent/2011/03/03/minnkar_bensineydslu_um_30_prosent/Hraðari bruni, gott og vel, þarf þá ekki að stilla vélina inn á tíma aftur? hvernig er það gert? vita menn eitthvað hve hraðari bruninn verður? og annað þá verður þrýstingurinn í brunahólfinu hærri sem er ekki endilega gott eins og gefur að skilja. Ef þetta er satt væri auðvitað hægt að nota þetta til að nýta eldsneyti betur osfrv. hraðari bruni leyfir til dæmis hærri þjöppu.
Geri brunan heitari, að gera bruna heitann í vél er ekkert mál, hægt að láta hvaða vél sem er bræða sjálfa sig án þess að borga 130 þús fyrir eitthvað dóterí á hana, bruninn er hafður eins heitur og þrufa þykir af framleiðanda.
Finnst samt það magnaðasta í þessu öllu að fréttamiðill hafi básúnað þessu sem frétt þegar þetta er augljóslega bara auglýsing, það er nákvæmlega engin gögn sem styðja þetta sem er haldið fram þarna, en umsögn frá Jóni Jónssyni um að þetta "þrusuvirki" eru ekki ýkja góð vísindi í mínum huga.
Re: Vetnisvæðing
Posted: 30.mar 2011, 11:39
frá HaffiTopp
..
Re: Vetnisvæðing
Posted: 30.mar 2011, 19:07
frá Pallipilot
Vidbòt tìn hefur ekkert ad geyma sem vidkemur teirri tækni sem er notud hjà teim. Èg er ekki eins neikvædur fyrirfram og margur annar og gef tessu fullann møguleika tar sem tròun er stødugt hjà okkur mannkyni.
Hann Moggakall var vìst ordinn alveg òlmur eftir ad hafa keyrt med bùnadinn ì lengri tìma àn tess ad meiga skrifa um hann. Ekki furda ad frèttin hjà honum hafi borid keim af smà æsingi...
Re: Vetnisvæðing
Posted: 01.apr 2011, 11:58
frá Hjörturinn
Re: Vetnisvæðing
Posted: 01.apr 2011, 12:20
frá Óskar - Einfari
hahahaha......
Re: Vetnisvæðing
Posted: 01.apr 2011, 13:38
frá HaffiTopp
..
Re: Vetnisvæðing
Posted: 01.apr 2011, 16:04
frá Einar
HaffiTopp wrote:Já var smá stund að fatta útaf hverju þetta er þarna, en náði að kveikja á endaum ;)
Pallipilot wrote:Vidbòt tìn hefur ekkert ad geyma sem vidkemur teirri tækni sem er notud hjà teim
Þarna má sjá að það er lítið sem ekkert að marka þennan búnað sem menn eru að smíða í bílskúrnum heima hjá sér, hann er ekki nógu flókinn ( en flókinn þarf hann víst að vera) og virkar þar með ekki ;p
Kv. Haffi
Svona einu sinni enn: Það að nota vetni sem eldsneyti annars vegar og það að framleiða örlítið vetni í bílnum og blanda við bensínið hins vegar eru tveir gjörsamlega ólíkir hlutir. Í öðru tilfellinu er
vetni notað sem eldsneyti og ekkert bensín/diesel með í dæminu.
Hins vegar eru þessar margumræddu vetnisinnspítingar þar sem vetnið er framleitt "á staðnum" og þá er
bensín/diesel áfram hið eiginlega eldsneyti en vetnið notað eingöngu til að hafa áhrif á hvernig bensínið/dieselolían brennur. Hvort það virkar er svo allt annað mál. En ekki vera að rugla þessu saman.
Re: Vetnisvæðing
Posted: 01.apr 2011, 23:35
frá Hjörturinn
Það er hægt að þræta þetta málefni í þrot margsinnis, en eftir stendur alltaf sú staðreynd að menn eru að halda fram einhverjum tölum sem staðreyndum með nákvæmlega ekkert á bakvið þær, það er það sem brennir mig mest.
Skil alveg að fólk vilji trúa þessu, finnst bara liðið sem básúnar svona vitleysu (og jú þetta er vitleysa) útum allt til að græða pening á fólki frekar lélegt.
Og við það má bæta að það er ekki mitt né annara að drulla yfir þetta, heldur er það alfarið á könnu uppfinningarmanna af svona að sanna að þetta virki, það gleymist oft.
Re: Vetnisvæðing
Posted: 02.apr 2011, 08:43
frá Stebbi
Einar wrote:Hins vegar eru þessar margumræddu vetnisinnspítingar þar sem vetnið er framleitt "á staðnum" og þá er bensín/diesel áfram hið eiginlega eldsneyti en vetnið notað eingöngu til að hafa áhrif á hvernig bensínið/dieselolían brennur. Hvort það virkar er svo allt annað mál. En ekki vera að rugla þessu saman.
Bensínvélin brennir yfir 90% af bensíninu sem fer í gegnum hana þó hún nýti ekki nema um 20-30% af orkuni í því í hreyfiorku. Það að bæta við örlitlu magni af HHO inní blönduna breytir engu með nýtingu orkunar. Svona græja virkar ekki afþví að hún er allt of lítil, ef hún væri ca 100 sinnum stærri þá færi hún að virka því þá færi vélin að nota vetnisgasið sem eldsneyti.