Minnkar bensíneyðslu um 30%


Höfundur þráðar
Kristján Mar
Innlegg: 38
Skráður: 06.des 2010, 09:49
Fullt nafn: Kristján Mar Svavarsson

Minnkar bensíneyðslu um 30%

Postfrá Kristján Mar » 03.mar 2011, 12:28

vona þetta sé ekki repost en sá þetta bara núna áðann á mbl.

hefur einhver prufað þetta?

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/ ... 0_prosent/

hvað segiði um þetta?




Birgiro
Innlegg: 15
Skráður: 05.júl 2010, 00:32
Fullt nafn: Birgir Ólafsson

Re: Minnkar bensíneyðslu um 30%

Postfrá Birgiro » 03.mar 2011, 13:45

Það fer meiri orka í rafmagnið sem fer í að klúfa vatnið í vetni og súrefni heldur an það sem þetta gefur í bruna og því tapast orka.
Ef þetta virkaði svona vel af hverju er þetta ekki komið í neina nýja bíla í dag!!!

Eina sem þetta gæti hugsanlega gefið er það sem þeir seigja um hreinni vél og hreinni útblástur en þar hef ég engar sannprófanir séð.
Síðast breytt af Birgiro þann 03.mar 2011, 13:47, breytt 1 sinni samtals.


Birgiro
Innlegg: 15
Skráður: 05.júl 2010, 00:32
Fullt nafn: Birgir Ólafsson

Re: Minnkar bensíneyðslu um 30%

Postfrá Birgiro » 03.mar 2011, 13:47

það er önnur umræða um þetta hér ef menn eru forvitnir: http://www.live2cruize.com/spjall/showt ... ight=vetni

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Minnkar bensíneyðslu um 30%

Postfrá Hjörturinn » 03.mar 2011, 13:51

(kópering úr fyrri þræði en ég verð bara að tjá mig um þetta :P )

Ef svona vetnisinnspíting væri eins góð og allir vilja meina þá finnst mér í meiralagi ótrúlegt að þetta sé ekki staðalbúnaður í hverri einustu bíltík sem rennur af færibandinu.

væri gaman að sjá alvöru gögn yfir svona, ekki bara fyrirsagnir í blöðum, auðvitað alveg æði ef þetta stenst.

http://www.popularmechanics.com/cars/alternative-fuel/gas-mileage/4276846?series=19
Dents are like tattoos but with better stories.


Þorri
Innlegg: 322
Skráður: 02.feb 2010, 12:55
Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
Bíltegund: Musso cherokee ofl

Re: Minnkar bensíneyðslu um 30%

Postfrá Þorri » 03.mar 2011, 16:03

Eðlisfræðiformúlan segir að það fari meiri orka í vetnisframleiðsluna en ávinningurinn af henni sé. En í henni er ekki gert ráð fyrir aukinni nýtingu á eldsneytinu þ.e bensíni eða diesel. Ég fræðist reyndar betur um þetta á næstu vikum þar sem vinnuveitandi minn er að fara að setja búnað sem hann kaupir að utan í ford f150. Sá bíll er með 5.4 og var keyrður um 70 þúsund km á síðasta ári og verður sennilega keyrður svipað á þessu. Í því kitti er tölva sem vinnur með vélartölvunni. Eitt af því sem hefur verið vesen með er það að þegar súrefnisskynjarinn í pústinu nemur hreinni bruna þá eykur tölvan bensínmagnið og þar með hverfur sparnaðurinn. Þessi aukatölva á að taka á svoleiðis böggum.
Kv. Þorri

User avatar

JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: Minnkar bensíneyðslu um 30%

Postfrá JonHrafn » 03.mar 2011, 16:57

Eru menn ekki líka að gera tilraunir með að sprauta inn tilbúnu vetni sem maður er með í tanki í bílnum?

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Minnkar bensíneyðslu um 30%

Postfrá Einar » 03.mar 2011, 17:29

Ég hef nú ekki sökkt mér djúpt í þessi vísindi en ég hef aldrei skilið þetta þannig að vetnið væri beinlínis ætlað sem eldsneyti enda væri það ólógískt þar sem það kostar meiri orku að búa það til heldur fæst úr því.
Miklu frekar er það hugsað sem einhverskonar hvati við brennsluna á raunverulega eldsneytinu þannig að það nýtist betur og mengi minna.
En ég myndi vilja sjá prófanir hjá einhverjum óháðum aðila áður en ég fjárfesti í svona vegna þess að þegar eitthvað hljómar of gott til að vera satt er það oftast vegna þess að það er ekki satt.


Blazer K5
Innlegg: 35
Skráður: 11.aug 2010, 12:24
Fullt nafn: Diðrik Vilhjálmsson

Re: Minnkar bensíneyðslu um 30%

Postfrá Blazer K5 » 03.mar 2011, 18:21

er ekki bara málið að prófa þetta? virðast nú ekki vera nein geimvísindi.

http://www.youtube.com/watch?v=-3LVhNj5Hf0

er samt að spá í hvort og þá hve oft maður þarf að fylla á þessa græju
Diðrik Vilhjálmsson
8204787

Chevrolet Suburban K20 1986
Volvo 244 GL(E) 1979
Volvo 264 GLE 1980
Volvo 240 GL 1981
Volvo 740 GL 1984
Volvo 740 GL steisjon 1988

User avatar

dadikr
Innlegg: 158
Skráður: 05.feb 2010, 08:50
Fullt nafn: Daði Már Kristófersson
Bíltegund: Chevrolet K30

Re: Minnkar bensíneyðslu um 30%

Postfrá dadikr » 03.mar 2011, 19:31

Ég er nú einn af efasemdamönnunum, en hef samt skoðað þetta aðeins. Samkvæmt þessum niðustöðum hér þá snýst kosturinn um brunahraða.

http://apps.isiknowledge.com/full_recor ... ge=1&doc=5

Brunahraði HHO (blanda af vetni og súrefni sem kemur úr rafgreiningunni) er margfalt meiri en díselolíu. Með auknum brunahraða næst jafnari bruni og betri nýting eldsnytis. Maður veltir samt fyrir sér vandamálum s.s. hættu samfara því hve eldfimt HHO er, slit á alternator o.s.fr. Kannski áhugaverður kostur fyrir okkur sem eru með 2,8 Nissan kvelju í húddinu. Ekki veitir nú af aukahestöflunum!

User avatar

arnijr
Innlegg: 86
Skráður: 06.apr 2010, 23:46
Fullt nafn: Árni Júlíus Rögnvaldsson
Bíltegund: Mitsubishi Pajero

Re: Minnkar bensíneyðslu um 30%

Postfrá arnijr » 03.mar 2011, 22:52

Hér er það sem Consumer Affairs hefur um þetta að segja: http://www.consumeraffairs.com/news04/2008/07/water4gas.html.

Við lauslega athugun á þessu kemur í ljós að það getur virkað að blanda vetni með eldsneytis/loftblöndunni, en þá í miklu miklu hærri hlutföllum en svona kerfi ræður við. Í grunnatriðum virðist það vera svo að ef vetnið er framleitt með rafgreiningu í bílnum, þá er kerfið ekki að hjálpa og ég sá reyndar tilraunir þar sem kerfið jók eyðsluna. Eyðsluaukning virtist bæði koma til vegna aukinnar vinnu alternators og mögulega vegna þess að kerfið ruglaði súrefnisnema í útblástursgreininni.

Það væri áhugavert að sjá einhverja vísindalega greiningu á því hvort það gæti verið hagkvæmt að setja hreinlega vetnistank í dísel- eða bensinbíl. Við getum jú keypt vetni á bensínstöð hér.

Ég myndi annars glaður eyða 70þús í að minnka eyðslu um 30% á þessum síðustu og verstu, ef það bara væri svona auðvelt.
1998 Mitsubishi Pajero GLS 2.8TDI


arntor
Innlegg: 176
Skráður: 05.okt 2010, 21:26
Fullt nafn: Arntor Sverrir Sigurdarson

Re: Minnkar bensíneyðslu um 30%

Postfrá arntor » 03.mar 2011, 23:00

mer finnst kostur eitt vera minni eydsla ef tetta stenst og finnst nú annar mesti kosturinn líka vera samkvaemt tessu ad mengunin minnkar allverulega ef tad stenst. sem týdir tad ad í dag borgum vid tá laegri bifreidagjold. og fá ekki "graenir bílar" t.d undantágu á bílastaedagjaldi nidrí bae. einhverntímann las ég tad. hvort bíllinn verdi kraftmeiri er eitthvad sem skipti minna máli.

User avatar

hilux
Innlegg: 455
Skráður: 31.jan 2010, 23:55
Fullt nafn: Hjalti Þór Stefánsson
Staðsetning: Mosó

Re: Minnkar bensíneyðslu um 30%

Postfrá hilux » 04.mar 2011, 00:26

sleppa bara þessu vetni og nota bara hreint vatn beint inná loftintakið. Hægt að útbúa smá kút og teingja inná hann eitthvað sem myndar smáveigis þrýsting og svo slöngu úr þessu kút inná loftintak þar sem er lítil sprautunál. Hef séð svoleiðs og það er hlutur sem virkar hefur bæði áhrif á endingu vélar hreinni bruna minni meingun meira tog. Og frekar einfaldur búnaður. Allavega er ég að fara útbúa mér svoleiðis í minn bensínfák
Það er belja að taka framúr þér!!! Hva ef þú ert að flýta þér snýktu þá far....

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Minnkar bensíneyðslu um 30%

Postfrá ellisnorra » 04.mar 2011, 18:50

Vatnsinnspýting, það er eitthvað sem ég ætla að prufa bara núna mjög fljótlega, hef oft pælt í því en samt aldrei í samhengi við 2.4tdi sem ég er með núna.
Ég er búinn að hanna þetta í hausnum, mjög einfalt, hálftommu slanga úr loftinntakinu þrýstingsmegin sem fer í toppinn á litlum (ca 2l til að byrja með) brúsa sem er vatnstakurinn. Neðan úr vatnstakinum slanga sem fer inn í bíl og í svona lyfjaskammtara/dropateljara sem ég fæ hjá dýralækninum, úr því gismói (í slöngunni sem fylgir) fram í húdd aftur, sting grodda nál sem sett er í beljurnar í gegnum gúmmíhosuna rétt áður en það fer inní túrbínu. Sjálfvirkt kerfi sem notar þrýsting frá túrbínunni til að knýja sig og er því bara virkt þegar túrbínuþrýstingur er fyrir hendi. Inní bíl stjórna ég svo magninu sem fer inná, og sé í rauntíma magnið sem notað er.
Tilraun ég ég ætla að prufa :)
http://www.jeppafelgur.is/


Gunnar C
Innlegg: 36
Skráður: 01.feb 2010, 18:26
Fullt nafn: Gunnar Carlsen
Bíltegund: 209D 4X4

Re: Minnkar bensíneyðslu um 30%

Postfrá Gunnar C » 04.mar 2011, 20:29

Vatnsinnspýting er nú ekki svo einfalt :) Ef hún á að virka vel þá verður þú að vera með minst 100 psi dælu og Nozzel (spiss) til að mynda fínan úða og hafa hann eftir Turbo og cooler ef það er til staðar .Þá er þetta að skila Hö :).Er með vatnsinnspýting í Benz húsbil og það er munur á eyðslu ca 2l og vinnslu .Kerfið er að fara í gang á 7 psi og er með 120cc Nozzel sem er reyndar aðeins of stór er að fá 70cc. Fór til Akureyrar í haust mikið rok á móti turbínan var alltaf inni for þá með 2.5l 50/50% vatn og rauðspritt frá Reykjavik til Borgarnes :)
Kc Gunnar C

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Minnkar bensíneyðslu um 30%

Postfrá Polarbear » 04.mar 2011, 20:39

gunnar c, þú mátt endilega benda mér á hvar þú fékkst þetta kitt og hvar þú ert að kaupa nozzles...


Gunnar C
Innlegg: 36
Skráður: 01.feb 2010, 18:26
Fullt nafn: Gunnar Carlsen
Bíltegund: 209D 4X4

Re: Minnkar bensíneyðslu um 30%

Postfrá Gunnar C » 04.mar 2011, 20:49

Já Sæll :) Þessi er mjög góður ekkert vesen með sendingu http://motors.shop.ebay.com/becoool/m.h ... rom=&_ipg=

Gott er að lesa þessa siðu http://www.rbracing-rsr.com/waterinjection.html
KV Gunnar C

User avatar

Gulli J
Innlegg: 168
Skráður: 22.mar 2010, 20:25
Fullt nafn: Guðlaugur Jónasson

Re: Minnkar bensíneyðslu um 30%

Postfrá Gulli J » 04.mar 2011, 23:08

Er þetta ekki bara að virka svipað og að setja vindmillu á toppinn og nýta orkunna úr henni út í hjól, og því hraðar sem þú ferð því meiri orka kemur af spöðunum.
Guðlaugur Jónasson
Jeep Grand Cherokee 2005 5,7L Hemi 33" Jeep 1
Jeep Grand Cherokee 1998 5,7L Hemi 46" Jeep 2

Enda sagði presturinn, ef það eru bílar í Himnaríki þá eru það Jeep Grand Cherokee.


Offari
Innlegg: 200
Skráður: 16.des 2010, 12:06
Fullt nafn: Starri Hjartarson

Re: Minnkar bensíneyðslu um 30%

Postfrá Offari » 05.mar 2011, 08:57

Hefur enginn prufað að setja segl á bílinn til að nýta meðbyrinn?

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Minnkar bensíneyðslu um 30%

Postfrá ellisnorra » 05.mar 2011, 09:05

Offari wrote:Hefur enginn prufað að setja segl á bílinn til að nýta meðbyrinn?


Ávinningurinn hverfur í mótvindi :)
http://www.jeppafelgur.is/


Offari
Innlegg: 200
Skráður: 16.des 2010, 12:06
Fullt nafn: Starri Hjartarson

Re: Minnkar bensíneyðslu um 30%

Postfrá Offari » 05.mar 2011, 10:11

elliofur wrote:
Offari wrote:Hefur enginn prufað að setja segl á bílinn til að nýta meðbyrinn?


Ávinningurinn hverfur í mótvindi :)
Enda var þetta innlegg sagt í gríni því einhvernveginn finnst mér þessi vetnisframleiðsla með vetnisknúnu vélarafli vera að búa til orku úr jafn mikilli orku og þarf til að framleiða hana. Þessi búnaður er búinn að vera í notkun í nokkur ár og ég held að ef satt reyndist væri maður búinn að heyra fleyri sögur sem það staðfestist. Hinsvegar væri kannski hægt að nota rafmagnshemla til að gera vetnið þannig að umframorkan sem færi í að koma sér upp brekkurnar skilaði sér til baka á niðurleiðini. Sama má segja um seglin.


Offari
Innlegg: 200
Skráður: 16.des 2010, 12:06
Fullt nafn: Starri Hjartarson

Re: Minnkar bensíneyðslu um 30%

Postfrá Offari » 05.mar 2011, 10:15



Einfari
Innlegg: 26
Skráður: 15.apr 2010, 08:56
Fullt nafn: Einar Stefánsson

Re: Minnkar bensíneyðslu um 30%

Postfrá Einfari » 05.mar 2011, 13:35

Sælir.
Bendi á áhugaverða grein eftir Ómar Ragnarsson http://omarragnarsson.blog.is/blog/omar ... y/1147469/

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Minnkar bensíneyðslu um 30%

Postfrá Einar » 05.mar 2011, 15:01

Offari wrote:Enda var þetta innlegg sagt í gríni því einhvernveginn finnst mér þessi vetnisframleiðsla með vetnisknúnu vélarafli vera að búa til orku úr jafn mikilli orku og þarf til að framleiða hana. Þessi búnaður er búinn að vera í notkun í nokkur ár og ég held að ef satt reyndist væri maður búinn að heyra fleyri sögur sem það staðfestist. Hinsvegar væri kannski hægt að nota rafmagnshemla til að gera vetnið þannig að umframorkan sem færi í að koma sér upp brekkurnar skilaði sér til baka á niðurleiðini. Sama má segja um seglin.

Held að það sé alveg á hreinu að hér er ekki verið að nota vetnið sem eldsneyti heldur sem einskonar hvata og á því er reginmunur enda myndi þetta magn af vetni og aflið í rafal duga skammt sem eldsneyti og þar með hefur röksemdin um að nota orku til að búa til jafnmikla orku ekkert að segja. Þetta snýst um að um að ná betri nýtni út úr bensíni (eða diesel) og þar er af nógu að taka, nýtnin er mjög léleg.
Þetta er langt frá því að vera ný tækni langt síðan ég heyrði fyrst um þetta og ég veit að þetta var eitthvað notað á vélar í skriðdrekum og flugvélum (vatns innspýtingar líka) í WW2 1939-1945.


haffij
Innlegg: 173
Skráður: 12.feb 2010, 00:28
Fullt nafn: Hafliði Jónsson

Re: Minnkar bensíneyðslu um 30%

Postfrá haffij » 08.mar 2011, 23:14

Þetta er svo skrítið mál.

Ef maður googlar þetta þá finnur maður endalaust mikið af greinum sem að segja að þetta spari eldsneyti og auki kraft svo og svo mikið. Ekkert sýnir samt fram á þetta á óyggjandi hátt. Maður finnur líka jafn margar greinar sem að fullyrða að þetta sé vonlaust og geti ekki á neitt hátt gert neitt gott.

Ég hallast að vísindarökunum um að það geti ekki virkað, sá eini sem að ég veit til að hafi reynt þetta lofaði að leyfa mér að fylgjast með hvernig gekk en ég hef ekkert heyrt frá honum nema að hann hafi lent í endalausu frostbasli með þetta og þessu hafi eiginlega verið sjálfhætt út af því.

Samt skil ég ekki hvað það virðast margir vera á því að þetta hafi skilað þeim árangri, ég trúi ekki að allir þeir sem að segja að þetta virki séu tengdir einhverjum svikahröppum sem að eru að reyna að pranga þessu dóti inn á sakleysingja.
Ég hef bæði séð menn á íslenskum og erlendum spjallvefjum fullyrða að þetta geri gagn, ég trúi því varla að þeir séu allir að ljúga. Mig er farið að dauðlanga til að prófa þetta sjálfur en efast stórlega um að myndi þora að segja nokkrum manni frá því ef ég myndi gera það.

Ef við lítum fram hjá því hvort þetta spari eldsneyti eða auki kraft í augnablik, geta einhverjir hér sýnt framá að þetta geti skemmt eitthvað í vélinni meira en annað fikt sem að þekkt er eins og að auka þrýsting á túrbínum, bæta við intercoolerum, auka olíumagn eða bensínþrýsting?

Að auki vil ég hvetja þá sem að standa á bakvið þessar fullyrðingar að svara vangaveltum á spjallborðunum. Þeir hljóta að lesa þetta, allavegna hafa heyrt af öllum þessum spjallþráðum í kjölfar fréttarinnar um þá. Nokkar mínútur af fullyrðingum á mbl.is er ekki sérlega sannfærandi sölumennska ef það fylgir enginn rökstuðningur í kjölfarið.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 73 gestir