Síða 1 af 1

hvaða vél á ég að finna mér

Posted: 02.mar 2011, 12:37
frá gaz69m
er að gera upp gaz 69 í honum var bmc disel vél úr austen gipsy hún er sögð á bilinu 55-65 hestar og mig langar að finna aðeins kraftmeiri vél svona um 90 hesta , eða einfaldlega að setja túrbínu og intercooler á gipsy vélina gallin er að soggrein og pústgrein er sömumegin á bmc vélini , þannig að hvaða vélar eru í kringum 90 hross og er létt

Re: hvaða vél á ég að finna mér

Posted: 02.mar 2011, 13:20
frá Alpinus
Mér dettur bara í hug eitthvað úr Vitara, létt og í kringum 90-100 hross. Svo er annað mál hvort það passi í rússan.

Re: hvaða vél á ég að finna mér

Posted: 02.mar 2011, 13:22
frá gaz69m
já húddið á rússa er djrúgstórt og er að spá í diselvél

Re: hvaða vél á ég að finna mér

Posted: 02.mar 2011, 13:40
frá þórarinn
v6 Toyota bensín vél , klárlega

Re: hvaða vél á ég að finna mér

Posted: 02.mar 2011, 13:44
frá gaz69m
ekki bensín vill ekki bensín

Re: hvaða vél á ég að finna mér

Posted: 02.mar 2011, 13:48
frá joisnaer
2.8 rocky tdi, reyndar frekar þung en er alveg þræl skemmtileg og vinnur vel.

reyndar örugglega aðeins aflmeiri en 90 hö.

Re: hvaða vél á ég að finna mér

Posted: 02.mar 2011, 14:59
frá Offari
Rússinn er með frekar lág hlutföll og því þarftu vél sem snýst hratt ef þú ætlar að hafa hann á litlum túttum. Það þarf ekki aflvikla vél í bílinn en ef þú ert að spá í diselvél hefði ég valið vél úr einhverjum japönskum jeppa eða picum sem er með gírkassa og millikassa passandi fyrir hásingarnar. Rocky millikasssinn passar td ekki fyrir rússa hásingar,þar sem Rocky er með báðar drifkúlur sömu meginn.

mitsibitshi, Isuzu, Nissan(ekki gamli Patol 3,3) og Toyota (Ekki gamall Landcruser). Koma allir til greina en samt er ég á þeirr skoðun að létt ca tveggja lítra bensínvél gerði bílinn skemtilegann.

Re: hvaða vél á ég að finna mér

Posted: 02.mar 2011, 15:18
frá gaz69m
bíllin verður á 750 r 16 eða landróverdekkjum . og kanski stökusinum á lapplander dekkjum

Re: hvaða vél á ég að finna mér

Posted: 02.mar 2011, 15:54
frá Þorri
Það skiptir engu máli þótt drifkúlan að aftan sé í miðjunni á hásingunni og úttakið á millikassanum hægra meginn. þú færð sama brot á hjöruliðina. Skoðaðu bens mótorinn 5cilindra eins og er í musso þú færð hann líka án turbo úr korando sem er nóg ef 90 hestar duga þér. Kosturinn við hann er að hann þolir að snúast hratt lengi þannig að er þú notar orginal rússa kassan þá gæti hann hentað þér.

Re: hvaða vél á ég að finna mér

Posted: 02.mar 2011, 18:29
frá Sævar Örn
hæhæ ef þú vilt létta og góða vél sem tekur lítið pláss og snýst hratt 4500 leikandi fáðu þér Mazda B2200 vélina, 2,2 turbo dísill og í Vitörunni er sá mótor kominn með intercooler...

Passa bara að hafa nógu öflugt kælikerfi því heddið fer annars í steik

Re: hvaða vél á ég að finna mér

Posted: 07.mar 2011, 00:32
frá villig
Ég á til, 3.3 vél úr Scout (eldri en Patrol vélin), 101 hö og kassa/millikassa úr Patrol, ca ´86.

Re: hvaða vél á ég að finna mér

Posted: 30.maí 2011, 12:54
frá gaz69m
hver er léttasta hundraðhestafla vélin sem til er þá vélar sem eru úr eldri bílum ekki með miklum rafeindabúnaði , er með augastað á scout vél hún er með skiptingu 305 kg spurningin er finn ég einhverstaðar léttari vél

Re: hvaða vél á ég að finna mér

Posted: 30.maí 2011, 13:24
frá Hjörturinn
scout vél hún er með skiptingu 305 kg


held það sé mjög erfitt að fara niður fyrir þessa tölu með gamalli dísel vél.

Re: hvaða vél á ég að finna mér

Posted: 30.maí 2011, 13:33
frá jeepcj7
Musso/benz 5 cyl bara spurning með kassa,2,4 toy tdi,2,5 eða2.8 mmc tdi spurning með kassa og jafnvel 2,8 nissan eða jafnvel 2,7 nissan allt léttari vélar og um og yfir 100 hross.

Re: hvaða vél á ég að finna mér

Posted: 30.maí 2011, 23:14
frá snöfli
Held að Tóti sem með nýlega vél úr Mússó. Létt og sparneytin 5cyl Benz. 120 Hross factory turbo. Sú vél með BTRA sjáfskiptingunni er gott combo og 5 gíra kassinn líka ágætur.