Síða 1 af 1
Verð á verkstæðum vs innflutt smíði
Posted: 14.jan 2026, 15:30
frá BOI
Sæl öll sem eitt.
Mig langar að heyra hvað ykkur finnst um þessar hugsanir.
Verð á verkstæðum er víða ansi hátt 30-40.000, og þá sérstaklega ef verið er að nota vélar.
Í þessu samhengi hef ég verið að bera saman verð erlendis frá á smíðavörum, jafnvel tilbúnum stykkjum með fóðringum og öllu ef það á við.
Snittaðar gengjur og fleira sem telur inn í.
Biðtími er jafnvel svipaður, jafnvel fljótara að utan eða vika sirka í báðum tilfellum.
Hér er ég ekki að tala um að smíða sjálfur. Það geri ég oft.
Frekar flóknari hluti sem krefjast beyginga, laserskurður og jafnvel fóðringar og auka dót sem oft fylgir ef keypt eru kit.
Hafið þið velt þessu fyrir ykkur á þennan hátt?
Re: Verð á verkstæðum vs innflutt smíði
Posted: 14.jan 2026, 21:54
frá Elvar Turbo
var einmitt að pæla í þessu með t.d rillaða milliöxla fyrir logír eða annan millikassa en orginal. þetta er hlutur sem er pottþétt til og örugglega á fínu verði miðað við hér heima
Re: Verð á verkstæðum vs innflutt smíði
Posted: 15.jan 2026, 08:03
frá jongud
Já, það er stundum ansi mikill tímakostnaður. En þá verður líka að taka tillit til þess að hér er markaðurinn frekar lítill og sérhæfðar vélar eru ekki að vinna 24/7 eins og stundum erlendis.
Að því sögðu þá er oft sniðug hugmynd að kanna verð bæði innanlands og erlendis.
Tölvustýrðar fræsivélar eru orðnar mun algengari en áður var og fyrirtæki með þessar dýru vélar markaðssetja sig grimmt, þannig að aðgengið að svoleiðis þjónustu er betra.
Re: Verð á verkstæðum vs innflutt smíði
Posted: 15.jan 2026, 19:01
frá Snæri
fyrir einfaldari hluti, s.s. vatnsskorið "tvívítt" eftir teikningu úr stáli/domex þá hafa stálnaust og stálorka oft verið mjög sangjarnir á verði við mig þegar ég hef þurft að fá eitthvað smotterí skorið, hef að vísu ekki fengið þá til að beygja fyrir mig.
ef það er einhver cnc vinna í fræs,bekk eða beygjuvél, þá nánast borgar sig aldrei að fá "one-off" stykki þar sem tíminn sem fer í að setja upp cnc ferlana fyrir eitthvað smotteri getur verið rosalega hár hlutfallslega.
ef það er einhver usa eða útí heimi að fjöldaframleiða þá er erfitt að keppa við það fyrir eitt stykki, þrátt fyrir toll og sendingakostnað. Ef þú ert bara að leita af fóðringum, sætum fyrir fóðringar, og svona meira "standard" hluti, þá bjóða margir aðilar í offroad heiminum, allavegana í USA eins og "JDFabrication", "Dirtking", "Busted knuckle off-road", "WFO" og "Barnes" uppá staka "builder-parts" sem eru ekkiert svaka dýrir (fyrir utan sendingu og vsk, sumir hlutir eru brutal en aðrir hlægilega ódýrir.. virðist ekki alltaf fara saman stærð/þyngd og sendingakostnaður)
með rillaða öxla, þá var Smári í Skerpu var alltaf mjög liðlegur og sangjarn, en eftir að vélsm. orms og víglundar keyptu skerpu þá hefur orðið erfiðara að komast að.
Ef menn eru sáttir við að versla við Kína, þá hef ég annaðslagið notað PCBWay til að smíða prentplötur eða skera og anodiza ál fyrir mig, þeir eru með cnc og "sheet-metal" þjónustu líka, en veit ekki hvernig það er með sendingu á þyngri og stærri stál hlutum frá þeim.
Re: Verð á verkstæðum vs innflutt smíði
Posted: 18.jan 2026, 18:31
frá BOI
Frábært að fá að heyra ykkar pælingar. Talandi um Skerpu. Ég hef verið að velta fyrir mér verð núna á drifskafti. Tölurnar eru svakalegar hjá Stáli og Stönsum yfir 200þ fyrir nýtt skaft. Hafið þið reynslu af því að kaupa þau erlendis frá? Eða eru önur renniverkstæði að reynast ódýrari?
Re: Verð á verkstæðum vs innflutt smíði
Posted: 26.jan 2026, 09:47
frá Sigurjon
BOI wrote:Frábært að fá að heyra ykkar pælingar. Talandi um Skerpu. Ég hef verið að velta fyrir mér verð núna á drifskafti. Tölurnar eru svakalegar hjá Stáli og Stönsum yfir 200þ fyrir nýtt skaft. Hafið þið reynslu af því að kaupa þau erlendis frá? Eða eru önur renniverkstæði að reynast ódýrari?
Ljónstaðir eru mjög sanngjarnir varðandi drifskafts smíði