Síða 1 af 1
Mitsubishi Outlander, F-vegir?
Posted: 20.jan 2025, 22:10
frá BjarkiFreyrO
Hefur eitthver hérna reynslu af því að keyra "einfaldari" F-vegi á Mitsubishi Outlander PHEV 2018+, er að spekúlera að fá mér einn svoleiðis í von um að hægt sé að fara á honum til t.d. Landmannalauga, þó ekki yfir vaðið
Re: Mitsubishi Outlander, F-vegir?
Posted: 23.jan 2025, 08:08
frá jongud
Það er stór spurning hvað botninn á honum þolir. Maður hefur heyrt hryllingssögur af skemmdum rafhlöðupökkum eftir að bílar ráku kviðinn í grjót. En það gæti líka verið bull úr einhverjum kverúlöntum. Athugaðu sérstaklega hvað hann má fara í djúpt vatn. Það eru líka til léttari vegir eins og Kjölur og leiðin í Kerlingarfjöll og upp að hverasvæðinu þar. Gætir líka athugað leiðina upp í Svínarnes sem búið er að laga mikið og jafnvel áleiðis upp Gljúfurleit, þar er búið að fara með grjóttætara, en það er spurning hvernig hún mun koma undan vetrinum.
Re: Mitsubishi Outlander, F-vegir?
Posted: 29.jan 2025, 18:33
frá khs
Passa rafhlöðuna nr 1-2-3. Bæði vegna höggs og vatns. Minnir að hann sé gefinn upp fyrir 40cm vatnshæð en myndi miða við upp að miðjum felgum. Bíllinn fjaðrar annars skemmtilega og drífur vel. Mæli ekki með Dómadalsleiðinni vegna vaða og svo geta einstaka brekkur verið grófar og úr sér gengnar. Hins vegar er leiðin frá Hrauneyjum oftast fín, engin vöð eða annað ves fyrir utan þvottabretti.
Re: Mitsubishi Outlander, F-vegir?
Posted: 29.jan 2025, 21:44
frá BjarkiFreyrO
Takk kærlega fyrir góð svör :)