Síða 1 af 1
ABS ljós breyttum jeppa
Posted: 03.nóv 2024, 15:56
frá Bilaður
Hvernig er með þá sem hafa gelt ABS í bílnum hjá sér. Nú eru skoðunar stöðvar farinn að gefa grænan miða á það og ég veit um einn sem kom og það var fiffa ljósid í burtu en fékk ekki skoðun þar sem að það kom ekki abs ljós þegar það var swissað á bílinn.
Re: ABS ljós breyttum jeppa
Posted: 04.nóv 2024, 08:13
frá jongud
Það verður greinilega núorðið að taka tillit til ABS kerfisins þegar verið er að breyta viðkomandi jeppa.
Það er ekkert mikið mál að redda hásingu með ABS skynjurum ef verið er að hásingavæða, og svo er hægt að fá tölvukubba sem breyta merkinu í réttan púlsafjölda miðað við upprunalega kerfið, ef ABS tannhringurinn er ekki með réttan tannafjölda.
Re: ABS ljós breyttum jeppa
Posted: 04.nóv 2024, 21:50
frá elli rmr
verður þá ekki bara að setja tíma relay á ABS ljósið, láta það loga í 2-5 sec?
Re: ABS ljós breyttum jeppa
Posted: 04.nóv 2024, 23:46
frá Sævar Örn
Góðan dag ef bíllinn er sannarlega breyttur fjallajeppi og skráður í ökutækjaskrá sem 'Breytt torfærubifreið' og eldri en 2013 þá gildir eftirfarandi:

Re: ABS ljós breyttum jeppa
Posted: 05.nóv 2024, 08:20
frá jongud
Sævar Örn wrote:Góðan dag ef bíllinn er sannarlega breyttur fjallajeppi og skráður í ökutækjaskrá sem 'Breytt torfærubifreið' og eldri en 2013 þá gildir eftirfarandi:

Það sést greinilega á þessu að það þýðir ekki að setja tímarofa á ljósið ef bíllinn er yngri en 2013 og einhver gömul hásing án ABS er undir.
Fyrir utan það að maður þyrfti líklega að hakka sig inn í OBD2 kerfi og tölvuskjá til að fá ljósið til að makka rétt á yngri bílum.
Re: ABS ljós breyttum jeppa
Posted: 05.nóv 2024, 08:39
frá Sævar Örn
Að endingu skildu menn þó athuga að hvers kyns fikt með þeim hætti sem áður er nefnt skiptir engu máli, fyrr en verður alvarlegt slys og gerð er víðtæk tæknirannsókn á því. Mikilvægt er að bílstjóri hverju sinni átti sig á því með hvaða hætti bíllinn er búinn og hvort öryggiskerfi í honum séu virk. Þá er betra að ljósið logi stöðugt (sé það heimilt skv. þessari undanþágu) og allir geri sér grein fyrir því að kerfið sé óvirkt.
Það er líka vert að fram komi að þessi undanþága fyrir breytta fjallajeppa er aðeins tilkomin vegna athugasemda bifreiðaskoðunarmanna (m.a. mér) og væri etv. nær fyrir jeppamenn að berjast fyrir frekari undanþágum, teljist þetta ekki nægjanlegt sbr. vegna yngri bíla en 2013. Enda kemur fram á skærrauðum miða (oft í hurðarfalsi) að aksturseiginleikar ökutækjanna séu aðrir en upprunalega og beri að haga akstrinum í samræmi við það.
Re: ABS ljós breyttum jeppa
Posted: 05.nóv 2024, 10:19
frá Bilaður
Takk Sævar
var að vona að þú mundir comennta á þetta.
Er nefnilega með Ford Sport Track 2007 og er að hugsa um 9"Ford og HP44 undir.
en hvernig er það hafa menn verið að setja Patrol hásingar undir aðrabíla og nota þá ABS hvernig er það þá framkvæmt.
Er ABS systemið Þá fært á milli eða?
einn af gamla skólanum.:)
Re: ABS ljós breyttum jeppa
Posted: 05.nóv 2024, 11:32
frá Sævar Örn
Eg held að það sé óalgengt að settar séu eldri hásingar án ABS undir bíla með ABS eftir 2012 en auðvitað eru settar t.d. undir sprintera bandarískar hásingar með ABS en þá er eitthvað gert svo þetta fúnkeri saman með kerfinu í bílnum held ég, enda hefur á hópbifreiðum og vörubifreiðum alltaf verið gerð athugasemd við ABS ljós (frá 1994) en þetta með fólks- og sendibifreiðar(breytta jeppa) þá byrjaði það með síðustu uppfærslu í skoðunarhandbók